Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 6
Í kjarakönnun Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar (STRV) er óútskýrður launamun- ur kynjanna 16,1 prósent, sé tekið tillit til aldurs, starfsaldurs, menntunar, starfsstéttar og vinnu- tíma. Hlutfallið er svipað og ger- ist almennt í launakönnunum, að sögn Rögnu Benediktu Garðars- dóttur, hjá Félagsvísindastofnun. Menntun hefur meiri áhrif á laun kvenna en karla. Karlar með grunnskólamenntun eru með svipuð meðallaun og konur með háskólamenntun á framhalds- skólastigi. Um 80 prósent heildarlauna kvenna eru grunnlaun en hjá körlum er hlutfallið 60 prósent og er vaktaálagsgreiðslur hærra hlutfall heildarlauna hjá þeim. Þá fá karlar fleiri fasta yfirvinnu- tíma greidda en konur. Konur í fullu starfi fá 60 prósent af föst- um yfirvinnulaunum karla í fullu starfi. „Þessi könnun er tæki til að skoða þessi mál. Ef menn meina það sem þeir segja um að minnka launamun kynjanna, þá er hægt að styðjast við þessa könnun,“ segir Garðar Jóhannesson, for- maður STRV, og bætir því við að niðurstöðurnar verði notaðar í næstu kjarasamningum, sem losna haustið 2008. Fá sömu laun fyrir minni menntun Björgunarsveitar- menn fundu tvö lík í brunarúst- um húss norður af San Diego í gær og er þar með vitað um átta dauðsföll af völdum skógareld- anna sem geysað hafa að undan- förnu í sunnanverðri Kaliforníu. Eldarnir nálguðust ískyggilega þúsundir húsa til viðbótar, en þar sem draga tók úr styrk þurra Santa Ana-staðvindsins og loft- hiti tók að lækka glæddust vonir um að slökkvistarf skilaði betri árangri. George W. Bush Bandaríkja- forseti hélt á vettvang hamfara- svæðisins í gær til að kynna sér aðstæður í félagi við Arnold Scwharzenegger ríkisstjóra. Fleiri brunnin lík finnast Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir þremur mönnum sem reyndu stórfellt fíkniefnasmygl hingað til lands á vormánuðum á síðasta ári. Þeir Ársæll Snorrason, Hörður Eyjólfur Hilmars- son, Ólafur Ágúst Hraundal og Johan Hendrik Engelsman, sem er hollenskur ríkisborgari, reyndu þá að smygla til landsins rúmlega fimmtán kílóum af amfetamíni og rúmlega tíu kílóum af kannabis- efnum sem þeir höfðu falið að mestu í bensíntanki BMW-bifreiðar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Hörð Eyjólf í sex ára fangelsi, Engelsman einnig í sex ára fangelsi, Ársæl í fjögurra ára fangelsi og Ólaf Ágúst til að sitja inni í átta og hálft ár. Íslendingarnir þrír áfrýjuðu þessum dómi til Hæstaréttar, sem þyngdi hann um eitt ár yfir hverjum þeirra. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að við ákvörðun refsingar hafi meðal annars verið horft til hættueiginleika fíkniefnanna, magns þeirra og styrkleika. Brotin sem allir ákærðu áttu hlut að ættu sér fáar hliðstæð- ur í dómaframkvæmd að því er varðar magn fíkniefna. Hinir ákærðu ættu sér engar málsbætur. Hollendingurinn áfrýjaði ekki til Hæstaréttar. Þrír fíkniefnasmyglarar áttu sér engar málsbætur „Það er ljóst að tóm- stundaúrræði sem í boði eru upp- fylla ekki þarfir allra barna,“ segir Gerður Gústavsdóttir, yfiriðju- þjálfi hjá Æfingastöð Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. Gerður segir að þó að flestir skjólstæðingar Æfingastöðvar- innar séu með frávik í hreyfi- þroska komi oft í ljós að erfiðleik- ar þeirra séu ekki síður af félagslegum toga. Því skorti þá oft færni í að fylgja jafnöldrum sínum eftir í leik og áhugamálum. Hún segist verða mikið vör við áhyggjur foreldra yfir því að börn þeirra eigi ekki félaga og gangi illa í samskiptum við aðra. Æfinga- stöðin hafi brugðist við áhyggju- orðum foreldranna með því að leggja aukna áherslu á hópastarf sem miði að því að börnin öðlist frekari færni í samskiptum. Auk þess sé vonast til þess að það verði þeim hvatning til að taka þátt í öðru tómstundastarfi sem öllum eigi að vera opið. Ekki virðist þó hlaupið að því. „Við höfum fundið fyrir því að börn sem eru hjá okkur eiga erfitt með að finna tómstundir við hæfi. Það er afar mikið framboð af alls kyns starfi fyrir börn en ekki allt- af komið til móts við þau sem eru með sérþarfir,“ segir Gerður. Hún bendir á að oft eigi hreyfihömluð börn erfitt með að komast á þá staði sem starfið fer fram á og verkefni þurfi oft að laga að færni hvers og eins. „Mér þykir mjög mikilvægt að börn með sérþarfir eigi hvort tveggja kost á því að stunda tóm- stundir með öðrum börnum með svipaða reynslu og í starfi sem öllum er opið,“ segir Þóra Stephen- sen. Þóra og dóttir hennar Dagbjört Andrésdóttir, sextán ára nemi með sérþarfir, ætla að flytja erindi um reynslu sína af tómstundastarfi á ráðstefnu sem haldin verður í dag. Ráðstefnan ber yfirskriftina Tóm- stundir barna með sérþarfir og verður haldin í Rúgbrauðsgerð- inni, Borgartúni 6. Þóra segir að þar sem fjölskylda hennar hafi búið nokkuð frá mið- borg Reykjavíkur, þar sem mest af starfi fyrir börn með fatlanir fer fram, hafi fyrst verið reynt að finna eitthvað við hæfi fyrir Dag- björtu í heimahverfi þeirra. Fljót- lega hafi komið í ljós að þar væri ekkert fyrir hana að hafa. Hún hafi því fyrst byrjað að æfa söng í Stúlknakór Reykjavíkur og síðar sund hjá Íþróttafélagi fatlaðra. Árangurinn af tómstundum dóttur hennar hafi tvímælalaust búið hana betur undir þátttöku í sam- félaginu. Tómstundir fyrir börn með sérþarfir vantar Iðjuþjálfi á Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra segir skort á því að börn með sérþarfir geti sinnt tómstundum. Slíkt sé þeim þó afar mikilvægt þar sem það dragi úr einangrun og búi þau undir þáttöku í samfélaginu. Ætlar þú að kaupa Biblíuna í nýrri þýðingu? Sækir þú tónlist á vefinn?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.