Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 11
Vefur Tryggingamiðstöðvar-
innar fékk vottun frá vefráðgjafar-
fyrirtækinu Sjá og Öryrkjabanda-
laginu.
Með vottuninni fyrir forgang III
er tryggt að vefur sé aðgengilegur
öllum notendum óháð fötlun eða
getu. Ekkert annað íslenskt
fyrirtæki, opinbert eða í einka-
rekstri, hefur fengið þessa vottun
og er hún jafnvel sjaldgæf á
heimsvísu.
Sjá byggir vottun sína á gátlista
sem er alþjóðlegur staðall fyrir
aðgengi fatlaðra á netinu.
Forgangur III þýðir að vefur TM
er orðinn aðgengilegur fyrir flesta
þjóðfélagshópa. Meðal nýrra
möguleika eru myndskeið á
táknmáli fyrir heyrnarlausa og net-
spjall þar sem heyrnarlausir geta
spjallað við starfsmenn TM um
tryggingamál.
Gott aðgengi
óháð getu fólks
Lánasjóður íslenskra
námsmanna braut stjórnsýslulög
þegar fyrrum starfsmanni var
gert að taka sér frí frá störfum
um óákveðinn tíma. Er LÍN gert
að greiða manninum 534 þúsund
krónur í bætur, samkvæmt
niðurstöðu Héraðsdóms Reykja-
víkur.
Í dómi kemur fram að maður-
inn, sem þá var deildarstjóri hjá
LÍN, hafði um nokkurra ára bil
verið í vanskilum með afborganir
af námslánum sínum. Skuldin
endaði í innheimtu hjá lögmanni.
Maðurinn var sendur í frí en
síðan sagt upp vegna skipulags-
breytinga.
Sendi starfs-
mann í frí
Bæjarfulltrúar
sökuðu hvorir aðra á fundi
bæjarráðs Árborgar í gær um að
mæta illa á nefndarfundi. Sjálf-
stæðismaðurinn Snorri Finnlaugs-
son hafði í
bæjarstjórn í
síðustu viku gert
athugasemd um að
fulltrúi V-lista í
landbúnaðarnefnd
hafi ekki setið tvo
fundi né boðað
varamann í sinn
stað. Jón Hjartar-
son, bæjarfulltrúi
V-lista, svaraði
þessu í gær og sagði fulltrúa
Sjálfstæðisflokks hafa látið sig
vanta á fund leikskólanefndar án
þess að boða forföll eða varamann.
Sjálfstæðismaðurinnn Eyþór
Arnalds sagði þá verulegan
misbrest á mætingu í ýmsar
nefndir.
Saka hvorir
aðra um skróp
WWW.N1.IS
Það er öryggisatriði að vera á góðum vetrardekkjum. N1 er með mesta úrval
landsins af hjólbörðum og á hjólbarðaverkstæðum okkar færð þú fyrsta flokks
þjónustu og góð ráð fyrir veturinn. Svo getur þú auðvitað geymt dekkin hjá okkur.R A
N1 - Meira í leiðinni.