Fréttablaðið - 26.10.2007, Page 12

Fréttablaðið - 26.10.2007, Page 12
Fangaverðir á Litla-Hrauni hafa sent frá sér greinargerð þar sem þeir lýsa kostum þess að stækka við fangelsið frekar en að ráðast í að reisa fyrirhugað fangelsi á Hólmsheiði með plássi fyrir sextíu fanga. Þeir skora á stjórnvöld að setja stækkun Litla-Hrauns í forgang. Í greinargerðinni segir að aðstaða á Litla-Hrauni sé til fyrirmyndar, þar starfi reynslumikið starfsfólk og að svæðið sé auðvelt til byggingar. „Fangelsismála- stofnun á góð svæði í kringum Litla-Hraun innan öryggisgirðingar sem auðveld eru til bygginga þannig að byggingarkostnaður verður minni en á öðrum stöðum. […] Hægt er að selja stór og verð- mæt byggingarsvæði sem ríkið er eigandi að á svæðinu til að fjármagna byggingarkostnað.“ Starfsfólkið búi þar að auki flest í námunda við fangelsið, sem sé ómetanlegt ef upp komi neyðartil- vik. Stór hluti starfsfólks sé einungis þrjár til tíu mín- útur á leið til vinnu. Jafnframt er lagt til að Fangelsis- málastofnun verði færð til Árborgar. Góð reynsla sé af flutningi Landbúnaðarstofnunar á Selfoss og víst sé að sama yrði með Fangelsismálastofnun. Allt starfsfólk fangelsisins skrifar undir áskorun- ina. Borgartúni 29 + Höfðabakka 3 Smiðjuvegi 5 + Glerárgötu Akureyri Aðalstræti 27 Ísafirði Sími 515 5100 + www.a4.is Föndraðu jólin inn með Panduro Hobby föndurvörum Jólatréð í stofu stendur … Heims um ból … Skín í rauðar skotthúfur … Ég ætla að föndra jólagjafirnar í ár með Panduro Hobby jólaföndursettum RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Á kynningartilboðiRV Uniqueörtrefjaræstikerfið Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Prestum Þjóðkirkjunnar verður heimilt að staðfesta sam- vist ef lögum um slíkt verður breytt á Alþingi. Þetta var sam- þykkt á Kirkjuþingi sem lauk í Grensáskirkju í gær. Þingið stendur þó enn við hefðbundinn skilning á hjónabandinu sem sátt- mála karls og konu. „Við erum hrædd um að með þessari ályktun sé Þjóðkirkjan búin að segja við Alþingi að reyna ekki að leggja niður staðfesta samvist þannig að hjónaband verði eini kost- urinn. Þá er ekki hægt að taka þessa umræðu aftur upp,“ segir Hulda Guð- mundsdóttir, guðfræðingur og kirkjuþingsfulltrúi. Hulda sagði í umræðum á þing- inu að eftir að hafa hitt forsvars- menn Samtakanna ´78 hefði hún áttað sig á því að tillagan myndi valda meiri sársauka en gleði. „Við fögnum þessu skrefi en gerum alvarlegar athugasemdir við að kirkjan sjái sig knúna til að ríghalda í þennan hjónabandsskiln- ing. Þetta er orðræða mismununar og útilokunar,“ segir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, framkvæmda- stjóri Samtakanna ´78. „Við teljum að umræðunni um hjónabandið sé ekki lokið. Það er ekki kirkjunnar að gefa út einhliða yfirlýsingu um hjónabandið, heldur er þetta sam- félagsleg spurning.“ Kirkjuþing lagði áherslu á að frelsi presta til að staðfesta sam- vist verði virt. „Við göngum út frá því að þetta sé heimildarákvæði og gerum ekki alvarlega athugasemd við það að prestar megi neita sam- kynhneigðum um þjónustu að því gefnu að þeir megi neita öðrum um þjónustu.“ Í umræðum um staðfesta sam- vist var sérstaklega rætt um hvort tala ætti um vígslu staðfestrar samvistar eða ekki og vildi biskup ekki taka afstöðu til þess. „Það er undarlegt að ekki sé tekið fram hvort verið sé að meina vígslu eða staðfestingu. Kirkjan á eftir að svara því hvort það sé verið að vígja staðfesta samvist eða stað- festa samvist.“ Hjónaband einungis fyrir karl og konu Þjóðkirkjan hefur heimilað prestum að staðfesta samvist, fyrst allra þjóðkirkna. Í þingsályktun sem lögð var fram á kirkjuþingi er sérstaklega tekið fram að hjónabandið sé sáttmáli karls og konu. Þá er lögð áhersla á frelsi presta.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.