Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 26
Það verður seint sagt að Ómar Ragnars- son skorti hugmyndir. Hann á nóg af þeim, líka þegar kemur að vegagerð í landinu og er það hið besta mál. En hugmyndaauðgi þýðir ekki endilega að maður finni alltaf bestu lausnirnar. Ekki bjóst ég við því að ég þyrfti nokkurn tíma að deila við vin minn og félaga Ómar. Eigin- lega er það alveg óhugsandi enda veit þjóð öll að það er bara einn Ómar. En því miður er nauðsyn- legt að árétta nokkra hluti vegna greinar Ómars um Lyngdals- heiðarveg sem margir kalla Gjá- bakkaveg sem birtist hér í Fréttablaðinu á þriðjudag. Ómar vill nota gamla Kóngs- veginn, núverandi veg, og telur það bestu lausnina, vill setja á hann bundið slitlag, lagfæra smávegis þar sem snjór safnast og halda opnum á veturna fyrir rólega ferðamannaumferð. Gamli Kóngsvegurinn er ein- mitt það, gamall. Út frá umferðar- öryggissjónarmiðum dugir ekki að lagfæra þann veg lítillega. Varðandi snjó er mikill munur á Kóngsveginum og vegstæði hins nýja Lyngdalsheiðarvegar sem liggur á annað hundrað metra neðar í landinu. Iðulega fer hluti gamla vegarins undir vatn á veturna. Ekki veit ég hvernig takmarka má umferð um veginn við „rólega ferðamanna- umferð“ á veturna. Eiga íbúar Bláskóga- byggðar að fara ein- hverja aðra leið? Varðandi Lyngdals- heiðarveginn og Þing- vallavatn er rétt að benda á að ekki er verið að byggja neina hraðbraut, ökuhraði innan þjóðgarðsins verður eftir sem áður 50 km á klst að hámarki. Nýi vegurinn liggur allur utan þjóðgarðs og engin breyting verður á vegum innan þjóðgarðsins eða hraða þar. Umferð flutningabíla ætti ekki að aukast um þjóðgarðinn en gerist það er hægur vandi að takmarka þá umferð. Lyngdalsheiðarvegurinn er góður kostur í stöðunni og hefur farið í gegnum öll þau lögform- legu ferli sem skylt er og rúm- lega það. Það er ekki eftir neinu að bíða og vandlega verður fylgst með áhrifunum á Þingvallavatn og komi eitthvað upp á verður við því brugðist. Það er besta leiðin. Höfundur er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Góð leið til Laugarvatns Steinunn Stefánsdóttir skrifar í Fréttablaðið um „óraunsæja áfengisrómantík“ þeirra þing- manna sem innleiða vilja takmark- að viðskiptafrelsi með léttvín og bjór hér á landi. Helstu rökin fyrir núverandi haftaverslun telur Steinunn vera gæði ríkiseinokun- ar, fjölda verslana, góða staðsetn- ingu og gott vöruúrval sem að hennar mati hentar „áhugamönn- um um eðalvín“. Fréttablaðið birti nýverið viðtal við undirritaðan þar sem upplýst var að margir vínáhugamenn kaupa sín vín frá erlendum heild- sölum og jafnvel beint frá vínframleiðendum. Ástæðan er einmitt afar slakt úrval hjá afgreiðslu- stofnunum hins opinbera. Sem dæmi má nefna að ekki er til ein einasta flaska af efsta flokki „premier cru classe“ frá Bordeaux í einni einustu þeirra 50 „eðalvín“-versl- ana sem Steinunn tíund- ar. Engin afgreiðslustofnun hefur upp á að bjóða hita- eða rakastýrt geymslurými og því liggja vín sem ekki seljast strax undir skemmdum. Ríkisfor- sjárhyggjusinnar virðast ekki hafa áttað sig á að einokunarverslunin nær eingöngu til smásölu á víni en innflutningur er frjáls. Þannig má segja að einungis íslenskir verslunarmenn séu úti- lokaðir frá því að selja samlöndum sínum áfengi. Panti einstakl- ingur vín erlendis frá með pósti fæst vínið afhent heim í hús af starfsmönn- um Íslandspósts, tollafgreitt rétt eins og um bókasendingu væri að ræða. Árleg verslun með vín í heimin- um nemur um 23 milljörðum banda- ríkjadala. Árleg söluaukning á létt- vínum nemur um 266 milljónum flaskna. Því er hér um umtals- verðan atvinnurekstur að ræða ásamt tilheyrandi verslunarrekstri. Margs konar þjónusta er innt af hendi í þessu samhengi, á smásölu- og heildsölustigi. Vín eru t.d. seld áður en þau eru sett á flöskur – „en primeur“ – og fjárfestingarsjóðir hafa gefið góða ávöxtun með því að kaupa og geyma vín sem hækka í verði við aldur. Augljóslega geta því verið ágæt tækifæri fyrir fram- takssama einstaklinga á þessu sviði rétt eins og öðrum þar sem hin lam- andi hönd einokunarreksturs liggur ekki yfir. Ríkisforsjárhyggjufólk er alltaf fljótt til að benda á hættur því sam- fara að einstaklingar sinni þjónustu sem ríkið veitir á hverjum tíma, hvort heldur er skipaútgerð, fjár- málaþjónustu, eldspýtnainnflutn- ingi eða áfengissölu. Í því sambandi má benda á að hjá hinu opinbera starfa reyndar líka einstaklingar. Eini munurinn er að ríkisstarfs- maður í verslunarrekstri hefur ekki beinna hagsmuna að gæta af afrakstri starfs síns. Höfundur er vínáhugamaður. Ríkisforsjárrómantík Þetta er annar pistillinn í röð þriggja um hugtök í orkumálum á líðandi stund. Tilgangur pistlanna er að auðvelda hnitmið- aða umræðu um þennan mikilvæga mála- flokk. Þessum hugtökum er einatt ruglað saman. Það fyrirkomulag, að aðgreina starfsemi á orkusviði í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur og skapa þannig skilyrði fyrir samkeppni þar sem það getur hentað, hefur hér á landi verið kallað markaðs- væðing. Á útlensku er þetta gjarnan nefnt „afreglun“ (deregúlering) sem er að vissu leyti rangnefni þar sem einmitt þarf að setja laga- og regluverk til að koma fyrirkomulaginu á. Einkavæðing er það þegar orku- fyrirtæki í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, er selt að hluta eða að öllu leyti til einkaaðila. Eins og fyrr segir hefur markaðsvæðing raforku- geirans rutt sér til rúms víða um lönd á seinustu árum en einkavæðing hefur verið í öðrum takti. Norðmenn voru í forystusveit um markaðsvæðinguna en lítið hefur verið um einkavæðingu í raforkugeiranum þar í landi. Þannig eru enn nær fjórir fimmtu af raforku- framleiðslu Norðmanna í opinberri eigu, enda þótt um samkeppnisrekstur sé að ræða. Í Bretlandi, sem reið líka á vaðið með markaðsvæðinguna, hefur allmikið verið einkavætt. Einkavæðing hefði þó efalaust orðið í Bretlandi á dögum frú Thatcher hvort sem greint hefði verið á milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar eða ekki. Það er reyndar allvíða sem orkufyrirtækin eru einkarekin án þess að markaðsvæðingu hafi verið komið á. Þá er allur raforkugeirinn rekinn sem ígildi sérleyfisstarfsemi og að jafnaði háður verðlagseftirliti. Munurinn á markaðsvæðingu og einkavæðingu skýrist kannski með því að huga að olíusölu hér á landi. Á tímabili á fyrri hluta síðustu aldar var ríkisrekstur á olíusölu en hann síðan einkavæddur. Á hinn bóginn má deila um hvort olíuverslunin var markaðsvædd fyrr en undir lok aldarinnar, þar sem því var stýrt að ofan hvaðan mátti kaupa olíuvörur og allt verðlag var háð stjórnvöldum. Víðast hvar í grannlöndum okkar í Evrópu hefur raforkugeirinn (auk hitaveitnanna hér) verið í samfélagslegri eigu, þ.e.a.s. í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Í Danmörku hefur verið litið á raforkufyrirtækin sem e.k. sameignarfélög neytenda. Í Bandaríkjunum hafa þessi fyrirtæki – eins og önnur í þeim heimshluta – að mestu verið í einkaeigu. Eins og fyrr segir hefur nokkur þróun verið í áttina til einkarekstrar, líka í Evrópu, enda þótt flest fyrirtækin og um leið þau stærstu séu enn í opinberri eigu. Á Norðurlöndum virðist samhljómur um að flutnings- fyrirtækin, háspennukerfisreksturinn, eigi að vera í ríkiseigu, en að einkaeign og einkarekstur geti einkum haslað sér völl í samkeppnisþáttunum, framleiðslunni og sölunni. Í dreifiveituþættinum er allur gangur á því hvort einkaaðilar koma við sögu eða opinberir einvörðungu, en þó er opinberi geirinn, einkum sveitarfélög, enn stærsti eigandinn. Hér á landi hefur til skamms tíma nær öll starfsemi í raforkugeiranum og í hitaveiturekstri verið á opinberri hendi. Undantekningin byrjaði með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sl. vetur eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Í tengslum við áform stjórnvalda um fullan aðskilnað sérleyfis- og sam- keppnisrekstrar hefur verið rætt um að setja í lög að sérleyfisreksturinn, Landsnetið, dreifiveiturnar og hitaveiturnar skuli vera a.m.k. í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Ekki mun ætlunin að setja því neinar lagalegar skorður að samkeppnis- reksturinn, raforkuver og raforkusala, geti verið í einkarekstri, enda er ekki svo í gildandi lögum. Höfundur er orkumálastjóri. Orðræða um orkumál (2) JDC bílar er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir Dodge / Chrysler / Jeep / New Chrysler LLC JEEP GRAND CHEROKEE LIMITED Opnunartími: Mánudaga - föstudaga 10 - 18 Laugardaga 10 - 14 JDC bílar hf. Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími: 540 6700 jdc@jdc.is www.jdc.is Vél V-6 3,0 / Dísel / 218 HÖ / 510 NM GRAND TILBOÐ Tilboðsverð 5.590.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.