Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 28
Fjölskyldan að Holtseli í Eyjafirði framleiðir sælkeraís með alls konar bragði og annar ekki eftirspurn. „Við rákum augun í auglýsingu frá hollenskum aðilum þar sem boðið var upp á aðferð til að auka nýtingu á mjólkurafurðum. Við sendum tölvupóst til að kanna málið og vorum komin til Hollands viku síðar,“ segir Guðmundur Jón Guð- mundsson, bóndi að Holtseli í Eyja- firði, sem framleiðir sælkeraís sem nefnist Holtselshnoss ásamt konu sinni, Guðrúnu Egilsdóttur, og dótturinni Örnu Mjöll. Að sögn Guðmundar tók undir- búningsferlið um tvö ár og segir hann að yfirvöld á Íslandi hafi verið lengi að taka við sér þegar leitað var eftir leyfi. „Það má segja að við höfum brotið ísinn í bókstaf- legri merkingu þegar við hófum framleiðslu,“ segir Guðmundur en Holtsel er eina mjólkurbúið á Íslandi sem framleiðir ís af þessu tagi. Á bænum eru í dag sextíu kýr ásamt slatta af hænum eins og Guðmundur orðar það og nú hefur ísgerðin skapað tvö ný störf. „Holtsel notar eigin afurðir í ísinn bæði mjólk og egg en það fara um sextíu eggjarauður í níu lítra af ís og hámarksafköst á dag eru 150-170 lítrar,“ segir Guð- mundur en hann er aðeins hálftíma að búa til ísinn. Á höfuðborgarsvæðinu fæst ísinn aðeins í Nóatúni en fyrir norðan er hægt að nálgast hann í Holtseli þar sem einnig er rekið kaffi- hús á sumrin, hjá sælkera- búð Friðriks V og í Heilsu- horninu. „Við hættum að anna eftir- spurn eftir fyrstu vikuna og ég held að við séum eini birgirinn þar sem Nóatún þarf að vera á biðlista,“ útskýrir Guðmundur hlæjandi og bætir við að Nótaún bjóði upp á sex bragð- tegundir af Holtselshnossinu. „Við getum framleitt 30-50 tegundir, allt eftir hvernig liggur á okkur. Þar á meðal er skyrís með íslenskum bláberjum í samstarfi við KEA. Sá er öskr- andi fjólublár og án allra litarefna. Hins vegar fæst hann aðeins þegar berjavertíðin stendur yfir,“ útskýrir Guðmundur og segir hverfandi litla notkun á rotvarnarefnum í ísnum. Ásamt venjulegum ís býður Holtsel einnig upp á ís fyrir sykursjúka og tekur við sérpöntunum. „Við höfum verið að gera Grand Marnier-ís og jafnvel tekið á móti fólki sem velur ís úr litaflórunni okkar fyrir brúðkaupið sem er þá í stíl við skreytingarnar,“ segir Guðmundur og nefnir eina tegund sem þykir æði sérstök. „Lakkrísísinn fer misjafnlega í fólk og er kannski sá sérstakasti. Annaðhvort finnst fólki hann alveg hrikalega vondur eða mjög góður.“ Óteljandi bragðtegundir Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.