Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 29
Lyfjameðferð brjóstakrabba-
meina byggist gróflega á hefð-
bundnum frumudrepandi krabba-
meinslyfjum, líftæknilyfjum og
hormónalyfjum. Hér verður fjall-
að um krabbameins- og líftækni-
lyfjameðferðir.
Þegar kona er greind með
brjóstakrabbamein er meinið
venjulega fjarlægt. Í framhaldi
þess er gert áhættumat þar sem
líkur á að brjóstakrabbameinið
taki sig upp aftur, eru metnar.
Þegar áhættumat liggur fyrir er
það rætt við viðkomandi konu og
henni ráðlögð lyfjameðferð eða
eftirlit. Áhættumat er byggt á
upplýsingum um sjúkling sem og
vefjagreiningu æxlisins. Mikil-
vægustu matsþættir eru aldur
konu við greiningu, stærð meins-
ins og fjöldi holhandareitla sem
innihalda krabbameinsfrumur.
Aðrir þættir sem hafa áhrif á
áhættumat er tegund brjósta-
krabbameins, gráða illkynja
vaxtar og hormónanæmi. Niður-
staða áhættumatsins ásamt sam-
ráði við viðkomandi konu stýrir
ráðleggingum um meðferð sem
getur verið allt frá hormónameð-
ferð eingöngu til samsettrar
lyfjameðferða sem gefin er í æð.
Grundvöllur ráðlegginga um
lyfjameðferð er sú vitneskja
okkar að krabbameinslyf lækna
eingöngu sjúkdóm sem hefur
ekki dreift sér nema að litlu leyti.
Taki sjúkdómur sig upp aftur þá
gerist það venjulega með mein-
vörpum í líffærum og er slíkur
sjúkdómur ólæknandi. Það er
hlutverk áhættumatsins að áætla
líkur á slíkri endurkomu. Sem
dæmi hefur kona um fertugt með
1,5 cm stórt brjóstakrabbamein
af 3. gráðu og enga sjúka hol-
handareitla u.þ.b. 30% líkur á
endurkomu krabbameins innan
10 ára. Krabbameinslyfjameð-
ferðir minnka þessa áhættu um
2/3 sem þýðir að ef við meðhöndl-
um 100 konur með sama sjúkdóm
eru 70 læknaðar eftir skurðmeð-
ferð eingöngu en 20 til viðbótar
læknast fyrir tilstilli lyfjameð-
ferðar. Þróun krabbameinslyfja
hefur verið mikil síðastliðin ár og
þó uppistaða þeirra byggist á
eldri lyfjagerðum þá höfum við
lært að skammta lyfin betur og
blanda saman með meiri árangri
en áður auk þess sem ný lyf hafa
bæst við. Dæmi um hefðbundin
frumudrepandi lyf eru Doxoru-
bicin, Paclitaxel og Docetaxol. Þá
hafa komið fram nýjar gerðir
lyfja, s.k. líftæknilyf, sem hægt
er að bæta við meðferð ákveðinn-
ar tegundar brjóstakrabbameins.
Slík lyf hafa oft sértækari verk-
un þ.s. þau grípa inn í ofvirka
vaxtaferla illkynja frumna án
þess að hafa mikil áhrif á eðlilega
vefi eins og dæmigerð krabba-
meinslyf gera. Dæmi um slíkt lyf
er Trastuzumab sem hefur, í
blöndu með hefðbundnum
krabbameinslyfjum, valdið gjör-
byltingu í meðferð kvenna með
brjóstakrabbamein með mögnun
á s.k. HER2/neu viðtaka.
Algengar aukaverkanir hefð-
bundinna krabbameinslyfja eru
þreyta, hárlos, ógleði, ofnæmis-
viðbrögð, stoðkerfisverkir, slím-
húðarbólga, taugaskyntruflanir
og beinmergsbæling. Hvítkorna-
fæð gerir sjúkling viðkvæmari
fyrir sýkingum sem geta reynst
mjög hættulegar og þarf því að
meðhöndla svo fljótt sem auðið
er. Mestu líkur á slíkum sýking-
um er u.þ.b. 10 dögum eftir lyfja-
meðferð og einkennast þær af
hita, hrolli og slappleika. Lang-
tíma aukaverkanir eru meðal
annars hjarta- og æðasjúkdómar,
ófrjósemi, einbeitingarleysi og
þá geta frumudrepandi krabba-
meinslyf, í sjaldgæfum tilfellum,
valdið illkynja sjúkdómi og þá
helst hvítblæði. Krabbameinslyf
eru venjulega gefin sem vökva-
gjöf í æð og ræður tegund lyfs og
lyfjablanda hversu lengi lyfja-
gjöfin stendur. Lyfin eru gefin af
sérmenntuðum hjúkrunarfræð-
ingum eftir að læknir hefur hitt
sjúkling, skoðað blóðprufur og
gefið lyfjafyrirmæli. Lyfjagjöfin
ásamt stoðlyfjum tekur venju-
lega dagpart en flest lyf eru gefin
á 3 vikna fresti þó einstaka með-
ferð sé ráðlagt að gefa vikulega
eða á 2 vikna fresti. Samhliða
þróun krabbameinslyfja hafa ný
og betri stoðlyf bæst við með-
ferðina og gert hana þolanlegri
og aukið þannig líkur á réttri
skömmtun og betri meðferðar-
heldni. Í þessu sambandi má helst
nefna ný ógleðilyf en einnig lyf
sem örva framleiðslu hvítra blóð-
korna í beinmerg.
Krabbameins- og/eða horm-
ónalyfjameðferðir hafa aukið
lífslíkur kvenna með brjósta-
krabbamein mikið undanfarna
tvo áratugi og er lyfjameðferð
ásamt snemmgreiningu undir-
staða góðs árangurs á Íslandi.
Það er á ábyrgð lækna að halda
þessum góða árangri en jafn-
framt er mikilvægt að vinna að
betri aðferðum til áhættumats
sem og þróa markvissari og
árangursríkari lyf með minni
aukaverkanir. Það er von okkar
að genarannsóknir á vefjamein-
gerð krabbameina geri okkur í
framtíðinni kleift að klæðskera-
sauma áhættumat og lyfjameð-
ferð fyrir hverja konu fyrir sig.
Auglýsingasími
– Mest lesið