Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 34
BLS. 4 | sirkus | 26. OKTÓBER 2007 L istamaðurinn og hönnuðurinn Guðlaug Halldórsdóttir hefur sett húsnæði verslunar sinnar, 3 hæðir, á sölu. Húsnæðið er 201 fermetri og hefur verið endurnýjað mjög mikið en Gulla lét síkka gluggana, klæða húsið að utan og laga alla inniviði þess. Gulla, sem er þekktur fagurkeri, segir að hún standi á tímamótum og hana langi til að sinna sköpunargyðjunni og listamanninum. „Verslunarrekstur tekur ógurlega mikinn tíma. Upphaflega vorum við tvær með 3 hæðir og þá var hugsunin að hún sæi um viðskiptahliðina og ég gæti sinnt hönnuninni með. Eftir að hún fór út úr þessu hefur allt verið á mínum herðum og þetta er einfaldlega of mikið. Ég þarf að hafa rými til að skapa,“ segir Gulla. Í versluninni 3 hæðir rekur Gulla kaffihús á efstu hæðinni en á hinum tveimur er hún með verslun þar sem seld er merkjavara eftir fræga hönnuði. Þegar hún er spurð að því hvort það sé markaður fyrir svona dýrar vörur segir hún svo vera. „Þetta snýst voðalega mikið um markaðssetn- ingu en ég held að það sé alveg markaður fyrir svona vörur. Ég hef fengið mikla útrás við að raða upp og gera útstillingar en nú er mig farið að klæja í puttana að sinna sköpuninni meira,“ segir hún. Á tímabili starfaði Gulla með Völu Matt við þættina Veggfóður og Innlit/útlit. Vala er mjög hrifin af 3 hæðum og myndi helst vilja búa þar sjálf. „Mér finnst endurbæturnar á húsinu og nýja framhliðin svo ótrúlega flott en þetta minnir á vel heppnaðar viðbyggingar á húsum í erlendum stór- borgum. Ég er sérlega hrifin af glerhandriðinu og kaffihúsinu uppi á efstu hæðinni en þar er kaffibar sem er alveg einstakur. Á efstu hæðinni eru loftgluggar og ótrúleg birta. Öll efnisvinnsla er einstaklega skemmtileg og svolítið hrá og alveg í þeim anda sem ég gæti hugsað mér að búa í. Svo hefur mig alltaf dreymt um að eiga lítinn veitingastað,“ segir Vala Matt og lætur sig dreyma. „Ég ætti kannski bara að kaupa þetta, færa kaffihúsið niður og flytja á efstu hæðina,“ segir Vala og hlær. martamaria@365.is 3 HÆÐIR Á SÖLU FYRIR 84 MILLJÓNIR: Fullkomið húsnæði fyrir Völu Matt! GUÐLAUG HALLDÓRSDÓTTIR, HÖNNUÐUR OG EIGANDI VERSLUNARINNAR 3 HÆÐIR Nældu þér í eintak Li st in n g ild ir 2 5. o kt ó b er - 1. n ó ve m b er 2 00 7 VINSÆLASTA TÓNLISTIN Skífulistinn er samantekt af mest seldu titlum í Skífunni og verslunum BT út um allt land. Lækkar frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í staðNýtt á listaAftur á lista Tímarnir okkar Sprengjuhöllin Iceland airwaves 2007 Ýmsir Hold er mold Megas og Senuþjófarnir Pictures Katie Melua Forever Pavarotti Síðasta vetrardag CD/DVD Síðan skein sól Human Child/Mannabarn Eivör Complete Clapton Eric Clapton Human Child Eivör Pottþétt 44 Ýmsir All The Last Souls James Blunt The first Crusade Jakobínarína Frágangur Megas og Senuþjófarnir Íslandslög 1-6 Ýmsir Íslandslög 7 Ýmsir Magic Bruce Springsteen Forever Gus Gus Cortes 2007 Garðar Thor Cortes Please Don’t Hate Me Lay Low Wine For My Weakness Pétur Ben 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Mýrin SPIDER-MAN 3 (2 DISC) Arthur og Minimóarnir Köld Slóð TMNT (2007) Death Proof 300 Zodiac DVD Simpsons Season 10 The Illusionist Delta Farce Perfect Stranger Sunshine John Tucker Must Die 28 Weeks Later Apocalypto Shooter The Sentinel Blades of Glory Little Miss Sunshine 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Football Manager 2008 Fifa 08 Crash of the Titans Heroes of Might & Magic Tribes Counter-Strike Source Simpsons Hit and Run Sims 2 Bon Voyage Halo 3 NBA Live 08 Neverwinter Nights 2 Betrayer VINSÆLUSTU DVD VINSÆLUSTU LEIKIRNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.