Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 51

Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 51
eins er önnur af stóru sjónvarpsstöðv- unum að ræða við mig um nýjan rokk- þátt. Það er þó ekki komið á hreint enn þá. Þessi eilífu ferðalög á milli Íslands og Bretlands eru mjög slítandi en á sama tíma og úrslitin í X-factor stóðu yfir í fyrra var platan hans Garðars Thors að koma út hér í Bretlandi svo þetta var gífurleg vinna. Erfið en skemmtileg svo álagið gleymdist fljótt.“ Spurður hvort hann geti valið sína eftir- lætisstjörnu úr hæfileikaþáttunum hér heima nefnir hann hinn færeyska Jóg- van. „Mér finnst Jógvan langflottastur en Hildur Vala náði líka frábærum árangri. Ég sakna þess að vinna ekki með Hildi en ég held að hún hafi í raun- inni fengið alveg nóg af bransanum og skil það. Ég trúi hins vegar að Jógvan eigi erindi á alþjóðlegan markað,“ segir hann. Umræður við talsmenn X-factor í Bretlandi séu í gangi. „Við erum að ræða málin og athuga hvort þeir geti hjálpað mér við að koma Jógvan á fram- færi hér og eins og málin líta út er aldrei að vita nema hann komist í tónleika- ferð með sigurvegurunum hérna úti. Það er alvörupakki í risastórum tón- leikahöllum.“ Það eru mörg járn í eldinum hjá Ein- ari sem viðurkennir að hann geti átt erfitt með að segja nei. „Þess vegna er ég fluttur út – til að geta einbeitt mér að aðalverkefninu. Ég lít samt ekki undan ef ég kem auga á eitthvað, heima eða hér úti, sem mér finnst eiga erindi. Ég ætla ekki að gera eins og umboðs- maðurinn sem sagði nei við Bítlana því honum fannst of langt að keyra til Liverpool. Ég hef mikla trú á Garðari Thor og það tók aðeins eitt ár að koma honum á þann stað að vera kallaður arftaki Pavarottis sem var framar okkar björtustu vonum. Þeir sem vilja gera eitthvað lítið úr þeim árangri vita ekki um hvað þeir eru að tala. Við ætlum að taka allan þann tíma sem þarf í þetta og höfum sett okkur skýr markmið: Við hættum ekki einu sinni þegar hann er orðinn heimfrægur. Þegar Garðar er kominn í fremstu raðir mun hann geta notið afrakstursins í tugi ára á meðan sönghópur eins og Nylon verður ekki túrandi á leikvöngum á efri árum. Maður á samt aldrei að segja aldrei. Eru Spice Girls ekki farnar af stað aftur?” Aðspurður um leyndarmál úr bók- inni segir Einar mikilvægast að gefast ekki upp þótt á móti blási. „Það er ekk- ert nýtt leyndarmál en það má aldrei gefast upp. Fólk verður að standa upp og halda áfram þótt fyrsta tilraun mis- takist. Þótt fyrsta lagið fari ekki nema í annað sætið er aldrei að vita nema það næsta komist í það fyrsta. Annað trix er að vakna snemma alla morgna, vera að allan sólarhringinn og vita allt á undan öllum hinum.“ Bókin kemur út um miðjan nóvember svo Einar mun taka þátt í jólabókaflóðinu og hann er bjart- sýnn. „Ætli ég verði ekki eins og tröllið sem stal jólabókaflóðinu. Mér skilst að Ólafur Ragnar Grímsson hafi frestað útkomu sinnar bókar og mér finnst það ekkert skrítið. Við ætlum að taka þetta,“ segir Einar skellihlæjandi. indiana@frettabladid.is X-FACTOR Við erum að ræða málin og athuga hvort þeir geti hjálpað mér að koma Jógvan á framfæri hér og eins og málin líta út er aldrei að vita nema hann komist með í tónleikaferð með sigurvegurunum hérna úti. Það er alvörupakki í risastórum tónleikahöllum.” 26. OKTÓBER 2007 | SIRKUS | BLS. 9 „En ég var sem sagt búinn að vera umboðsmaður Írafárs í um það bil tvo mánuði þegar ég fór til Florída í frí með Áslaugu konunni minni. Við gistum á einhverju móteli og gerðum fátt annað en bara að slaka á. Eina nóttina, klukk- an var kannski fjögur, hringir síminn eins og vitlaus og svo aftur klukkutíma síðar. Klukkan sex gat ég ekki haldið þetta lengur út og fór út á sundlaugarbakkann til að athuga hvað væri í gangi. Þá sé ég að þeim á Séð og heyrt hefur legið svona rosalega á að ná í mig. Ég hringi því til baka og fæ vesgú þessa spurningu: „Eru Hanni og Birgitta hætt saman?“ Úr Öll trixin í bókinni BROT ÚR BÓKINNI: „Ég er sem sagt kominn í nokkurn bobba þarna í ársbyrjun 2004 en akkúrat þá bjóðast mér tónleikar með Deep Purple. Forsalan fór fram á Hard Rock í Kringlunni, eitthvað sem mér fannst vel við hæfi. Þar var mættur einhver gæi frá Neskaupstað og spyr mig hvort að það séu mörk á því hversu marga miða megi kaupa. „Drottinn minn dýri, nei, keyptu eins marga miða og þú getur,“ svaraði ég. Hélt að hann væri kannski að tala um tuttugu miða eða eitthvað svoleiðis. „Þá ætla ég að fá 200 miða,“ segir náunginn. Hann hafði þá verið gerður út frá Neskaupstað til að kaupa miða fyrir allt plássið og nærsveitir líka. Hann dró upp krítarkort og ég hafði nú takmarkaða trú á því að þessi sala færi í gegn. Þetta var svona sjóarajaxl. En viti menn, 690.000 fóru í gegn og ég var farinn að fá óraunveruleikatilfinningu.“ Úr Öll trixin í bókinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.