Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 74

Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 74
vatn. Aqua, með söngkonuna Lene Nystrøm í fararbroddi, náði gífur- legum vinsældum á síðari hluta tíunda áratugarins með laginu Barbie Girl. Hópurinn sendi frá sér tvær plötur, Aquarium og Aquarius, áður en leiðir með- limanna fjögurra skildu. Nýjustu fréttir frá frændum okkar Dönum herma hins vegar að Aqua hyggi á endurfæðingu. Aftur er það safn- plata sem verður ofan á, en á henni verður að finna nokkur ný lög. Heimildir dönsku síðunnar MSN gossip herma að Aqua muni leggj- ast í tónleikaferð á næsta ári, en frekari fregna er enn að vænta. Aqua var ekki eina sveitin af norð- lægum slóðum sem setti mark sitt á tíunda áratuginn, því Svíarnir í Ace of Base fengu ótrúlegar við- tökur um heim allan. Lagið All That She Wants var greinilega það sem heimurinn vildi, og sænsku systkinin átti greiða leið að hjarta stórs áheyrendahóps. Hljómsveitin hefur aldrei form- lega lagst af, en lítið hefur farið fyrir henni á síðustu árum. Ace of Base hefur nú snúið aftur í hljóð- verið og er með nýja plötu í smíð- um. Í nóvember á þessu ári mun sveitin koma fram á tónleikum í fullri lengd í fyrsta skipti síðan árið 1996. Það er því deginum ljósara að tíundi áratugurinn hefur vaknað til lífsins á ný, þó að sumum þætti eflaust ekki verra að hann fengi að blunda enn um stund. Michael Lohan, faðir leikkonunn- ar Lindsay Lohan, segir nýjan kærasta hennar, Riley Giles, vera góðan dreng. Giles hefur verið handtekinn fjórum sinnum og kynntist Lindsay þegar þau voru saman í meðferð á meðferðar- heimilinu Cirque Lodge í Utah. Michael, sem varð trúaður á meðan á fangelsisdvöl hans stóð, vinnur nú hörðum höndum að því að kynna samkomuna GodMen, sem fram fer í Daytona Beach í Flórída í næsta mánuði. Hann hefur notað tækifærið til að tjá sig um dóttur sína, en hann hefur verið iðinn við það síðan í sumar. „Hún er á réttu róli í hjarta sínu, huga og sál,“ sagði Michael, sem segir endurfundi þeirra feðgina hafa verið sanna blessun. „Mér finnst ég blessaður að fá að vera hluti af lífi hennar aftur. Mér finnst það blessun að hún sé aftur á réttri leið… að hún hafi fundið rétta leið í lífi sínu,“ sagði Michael. Hann notaði einnig tækifærið til að viðra skoðun sína á Riley Giles, en slúðurblöð greindu nýlega frá því að hann hafi verið trú- lofaður annarri stúlku þegar samband hans við Lindsay hófst. „Hann kemur úr góðri fjölskyldu. Þetta snýst ekki um hvað við gerðum í fortíðinni. Þetta snýst um að gera gott úr því,“ segir hann. „Mér finnst eng- inn hafa rétt á því að dæma Riley. Þau passa upp á hvort annað. Þau fara saman á fundi,“ sagði faðirinn. Tíundi áratugurinn hefur sett mark sitt á tískuna undanfarin misseri, og margir óttast endurkomu axlapúðanna ógurlegu. Nú rísa hljómsveitir tímabils- ins líka aftur upp. Strákabandið Take That varð fyrst til að tilkynna endurkomu sína. Þeir Robbie, Gary, Mark, Howard og Jason heilluðu stúlkur víðs vegar um heiminn alla leið upp úr reimuðum Doc Martens-skónum á fyrri hluta tíunda áratugarins, þar til Robbie Williams stakk bandið af árið 1995 og ómurinn af brestandi hjörtum barst um heimsbyggðina. Sveitin lagði upp laupana ári síðar. Helstu lög sveitarinnar voru gefin út á safnplötu árið 2005. Tíu árum eftir sveitarslitin var svo til- kynnt um endurkomu drengjanna fjögurra. Þeir skelltu sér í tón- leikaferð og tilkynntu að ný plata væri í bígerð. Kryddstúlkurnar, eða Spice Girls, tóku nánast við krúnunni þar sem Take That drengirnir lögðu hana frá sér. Þær bragðbættu tilveru fjölmargra aðdáenda á seinni hluta tíunda áratugarins og sendu frá sér þrjár plötur. Viðurnefni stúlknanna – Scary, Baby, Ginger, Posh og Sporty – voru jafn sjálf- sagður hluti af daglegu lífi í Bret- landi og þeir John, Paul, George og Ringo höfðu áður verið. Ginger, eða Geri Halliwell, yfir- gaf hópinn árið 1998, en hann hélt þó áfram störfum í þrjú ár til við- bótar. Þar með lognuðust kryddpí- urnar út af, þar til í júní í ár að þær komu saman á ný og tilkynntu til- komu safnplötu með tveimur nýjum lögum og tilheyrandi tón- leikaferð. Fast á hæla kryddsterku stúlknanna fylgdi dönsk hljóm- sveit sem kennir sig við svalandi „Vita þeir ekki að við erum að taka upp þátt? Ég mun sjá til þess að allir hérna inni fái endurgreitt.“ „Ég er augnakonfektið í sambandinu. Þegar við göngum niður rauða dregilinn veit ég að allir stara á okkur og hugsa: Hvernig í ósköpunum náði hún í hann?“ „Ég vorkenndi henni. Ég vissi að hún var í þann mund að lenda í djúpum skít. Ég fann fyrir þörf til að deila einhverju með henni og sagði við hana að ég væri hommi.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.