Fréttablaðið - 26.10.2007, Page 76

Fréttablaðið - 26.10.2007, Page 76
Britney Spears er að reyna að greiða úr sem flestum flækjum í lífi sínu og hefur leitað á náðir lyfseðilsskyldra lyfja og sjálfs- hjálparbóka. Söngkonan virðist síður en svo hafa misst fréttagildi sitt því ljós- myndarar elta hana hvert sem hún fer. Á vefsíðu Daily Mail er greint frá því að ljósmyndarar hafi náð myndum af Spears á rúntinum og þar hafi verið sjálfs- hjálparbók sem á að hjálpa fólki að verða betri foreldrar og lyfið Provogil en það vinnur gegn þreytu. Taugasérfræðingurinn dr. Mark Milstein sagði við Us Weekly að lyfið væri alls ekki örvandi heldur kæmi eingöngu í veg fyrir að fólk sofnaði. „Þegar þú lifir og hrærist í lífi hinna frægu og ríku, þar sem þú þarft að vakna snemma á morgnana og fara seint að sofa, þá er mjög lík- legt að þú finnir fyrir einhverjum svefntruflunum,“ sagði Mark. Samkvæmt Daily Mail var Britney á leiðinni á foreldranám- skeið þar sem fyrrum eiginmað- urinn Kevin Federline var einnig meðal nemenda. Hún hafði und- irbúið sig vel, var búin að glugga aðeins í bókina Co-Parent Solu- tions, eða Foreldralausnir, en námskeiðið sjálft heitir Parent- ing Without Conflict sem myndi þá útleggjast Uppeldi án árekstra. Bæði tvö voru skylduð á þetta námskeið af dómara þegar úrskurðað var í forræðismáli þeirra. Britney hyggst sækja um auk- inn umgengnisrétt fyrir dómara í dag en samkvæmt heimildum Daily Mail er líklegt að Kevin fari fram á að hann verði enn meira með strákana tvo. Britney á lyfjum Los Angeles státar af tískuviku eins og svo margar aðrar borgir heims. Hönnuðurinn Petro Zillia var einn þeirra síðustu til að sýna hönnun sína fyrir vor og sumar 2008, en sýning hans skar sig úr vegna óstjórnlegrar litagleði. Áhorfendur fengu stjörnur í augun af einlitum kjólum í sterkum litum, sem eiga eftir að lífga upp á sumartískuna að ári.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.