Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 77

Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 77
Fyrirsætan Helena Christensen talar um reynslu sína af fyrirsætustörf- um í nýju viðtali við The Times. Toni og Guy hafa nýverið sent frá sér nýja hárvörulínu undir nafni fyrir- sætunnar, en þær Erin O’Connor og Jamelia hafa einnig farið í samstarf með fyrirtækinu. Í viðtalinu segist Helena ekki hafa gert sér grein fyrir áhrif- um ofurfyrirsætanna, en hún telst oft til þess umtalaða hóps. „Ég var bara að lifa lífinu og vinna á hverjum degi. Það gafst enginn tími til að taka eitt skref aftur á bak og skoða hvað var að gerast,“ segir hún. „Ótrúlegt en satt, þá var engin samkeppni. Við vorum bara nokkrar stelpur á brjáluðu ferðalagi, svo ofar öllu studdum við hver við bakið á hinum,“ segir Helena. Hún segir einnig frá óförum sínum á tískupöllunum. „Þetta hljómar ekki eins og þetta sé neitt mál, en það er ekki fyndið þegar þú missir skóinn og þarft að draga hann á eftir þér því hann er enn spenntur um ökklann á þér. Eða þegar kjóllinn opn- ast og brjóstin skjótast fram,“ segir hún. „Og svo eru skiptin á tískuvikunni í París, þegar þrjár litlar gamlar konur eru að reyna að renna upp kjólnum þínum sem er svo þröngur að hann skerst inn í húðina, og það fer að blæða og þú svitnar. Svo senda þeir þig út á pallinn og þú finnur dropana leka niður andlitið. Það eru til stærri vanda- mál í veröldinni, en nákvæmlega þarna er þetta ekkert gaman,“ segir fyrirsætan. Ekki gaman að sýna brjóstin Pete Doherty hefur slitið trúlofun sinni og fyrirsætunnar Irinu Lazareanu, sem hann hefur átt í sambandi við síðan leiðir Doherty og Kate Moss skildu í júní. „Hann trúlofaði sig í stundarbrjálæði þegar hann var pissfullur,“ segir heimildarmaður The Sun, sem segir Irinu hafa elt Doherty á röndum og ekki látið hann í friði. „Að lokum varð hann að slíta sambandinu,“ segir heimildar- maðurinn. Doherty ku hafa sagt vinum sínum að hann langi nú að ná Kate Moss aftur, en hún á í sambandi við tónlistarmanninn Jamie Hince. Sumir halda þó að Moss sé ennþá ástfangin af Doherty, svo vel gæti verið að hún rati aftur í fang hans. Hættur með Irinu Geri Halliwell kallar dóttur sína „fallegt slys“. Kryddstúlkan á tæplega eins og hálfs árs gamla dóttur að nafni Bluebell Madonna með fyrrver- andi elskhuga sínum, Sacha Gervasi. „Það eru svo margar konur einstæðar mæður í dag og mér finnst ég ekkert öðruvísi. Ég held að maður uppskeri það sem maður sáir og Bluebell var fallegt slys,“ segir Geri í viðtali við dagblaðið Guardian. Hún segir móðurhlutverkið hafa breytt sér. „Ég læri eitthvað á hverjum degi. Ég er að læra að hún er eins og blóm sem þrífst í sólarljósi og sólarljósið er sjálfstraust, ég finn að þegar ég er sjálfsörugg eykst sjálfstraust hennar,“ segir Geri. „Fyrst var ég einhleyp, ung Bridget Jones-týpa. Ég lifði í sjálfselskum heimi. Nú þegar ég er orðin móðir hef ég miklu meiri samkennd,“ segir hún. Geri segist jafnvel hafa velt því fyrir sér að ættleiða fleiri börn. „Ég er að kynna mér þetta að svo stöddu,“ segir hún. Dóttirin fallegt slys Bein fimmtu og síðustu eiginkonu sænska leikstjórans sáluga Ingmars Bergman verða grafin upp og flutt í gröf hans á eyjunni Färø. Þetta var hinsta ósk Bergmans og ákváðu fjölskyldur hans og eiginkonunnar Ingrid að verða við ósk hans og leyfa þeim að hvíla saman. Bergman, sem leikstýrði meðal annars myndunum Sjöunda innsiglið og Fanny og Alexander, lést 30. júlí á heimili sínu á Färø, 89 ára gamall. Ingrid lést aftur á móti árið 1995. Þau áttu saman eina dóttur en Bergman átti átta til viðbótar, meðal annars rithöfundinn Linn Ullmann sem hann átti utan hjónabands. Eiginkonan grafin upp Opin ker f i ve rs lun • Höfðabakka 9 • 110 Reyk jav ík • S ími 570 1000 • www.ok. i s P IP A R • S ÍA • 7 20 6 7 Ekki bíða í viku Opin kerfi bjóða viðskiptavinum á myndina The Heartbreak Kid. Þeir sem kaupa blek, pappír eða aðrar HP prentaravörur í verslun Opinna kerfa fá tvo miða á þessa sprenghlægilegu gamanmynd. Hann beið allt sitt líf eftir þeirri réttu... verst að hann beið ekki viku lengur. Glæný mynd frá leikstjórum “There’s something about Mary”. FRÍTT Í BÍÓ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.