Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 80

Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 80
Mér líður bara eins og ég sé heima hjá mér www.pitstop.is Íslandsmeistarar KR komust aftur á beinu brautina í gær með öruggum sigri á Snæ- felli, 85-71. Meistararnir voru tals- vert sterkari aðilinn í leiknum en það er eitthvað að hjá Snæfelli, sem er ekki líkt sjálfu sér þessa dagana. Snæfell mætti til leiks stiga- laust eftir tvö töp í upphafi leiktíð- ar og var greinilega ákveðið að rétta sinn hlut á móti meisturun- um. Gestirnir úr Hólminum byrj- uðu vel, spiluðu fína vörn og voru þolinmóðir í sókninni. Heimamenn voru ekki alveg með á nótunum í fyrsta leikhluta og voru sex stigum undir, 16-22. Það kviknaði heldur betur á meist- urunum í öðrum leikhluta, þar sem þeir buðu til veislu. Vörnin small algjörlega og það gekk allt upp í sókninni, sama hvort um var að ræða þriggja stiga körfur eða skrautkörfur. Avi Fogel fór mik- inn og setti þrettán stig í leikhlut- anum. Mest náði KR fimmtán stiga forystu, 48-33, en munurinn var tíu stig í leikhléi, 49-39. Snæfell lét flugeldasýningu KR í öðrum leikhluta ekki koma sér úr jafnvægi og gestirnir voru mjög grimmir og söxuðu jafnt og þétt á forskot KR. Heimamenn rönkuðu aftur á móti við sér undir lok leik- hlutans þegar Snæfell var farið að anda ofan í hálsmálið á þeim. Mun- urinn níu stig þegar einn leikhluti var eftir, 65-56. Hann var algjörlega eign KR, sem hafði öll tök á leiknum og hélt Snæfelli allan tímann í hæfilegri fjarlægð. Það var einfaldlega klassamunur á liðunum í gær og hann sást best í lokaleikhlutanum. „Þetta er svekkjandi því við gerum einfaldlega ekki það sem okkur er sagt að gera, sem er ótrú- legt,“ sagði Snæfellingurinn Hlyn- ur Bæringsson niðurlútur. „Það fer í taugarnar á mér að við skul- um ekki gera það sem búið er að tala um. Það er eitthvað sam- skipta- og einbeitingarleysi í gangi hjá okkur. Við rífum okkur upp úr þessu. Ég hef fulla trú á því.“ Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, var talsvert kátari. „Við erum að fínpússa okkar leik smám saman. Það var gaman að Fogel væri góður í dag og hann er að komast vel inn í þetta hjá okkur. Um leið styrkjumst við. Ég verð að viðurkenna að ég átti von á Snæfelli sterkara hér í dag. Mér sýnist á öllu að það vanti breidd hjá þeim. Byrjunarliðið er frábært en bekkurinn er ekki nógu sterkur hjá þeim. Það er ljótt að segja það en við völtuðum yfir þá um leið og menn komu af bekkn- um,“ sagði Fannar. Íslandsmeistarar KR voru í fínu formi á heimavelli sínum í gær þegar Snæfell kom í heimsókn. KR var mun sterkari aðilinn lengstum og vann sanngjarnan 14 stiga sigur, 85-71. Snæfell er án sigurs í deildinni eftir þrjá leiki. Sundkonan og Njarðvíking- urinn Erla Dögg Haraldsdóttir er í frábæru formi þessa daganna og í gær setti hún sitt fjórða Íslandsmet á einum mánuði. Erla bætti í gær eitt elsta Íslandsmetið með því að synda 100 metra bringusund á 1 mínútu 10,16 sekúndum. Metið setti hún á opna danska meistaramótinu sem fer nú fram í Greve í Danmörku. Gamla metið átti Ragnheiður Runólfsdóttir og það var sett 18. mars 1989. Millitími Erlu í sundinu var einnig Íslandsmet en hún synti fyrstu 50 metranna á 32,76 sekúndum en gamla metið Ragnheiðar var upp á 32,93 sekúndur. Þetta voru síðustu Íslandsmetin sem Ragnheiður átti í 25 metra laug. Erla Dögg syndir í úrslitum í sundinu í dag en hún átti besta tímann í undanúrslitun- um. Bætti 18 ára Ís- landsmet í gær Knut Tørum sagði af sér sem stjóri Rosenborg í kjölfar eins besta sigurs í sögu liðsins í gær þegar það skellti Valencia 2-0 í Meistardeildinni, en ákvörðunin var tekin í samráði við stjórn félagsins. „Ég hef reynt að gera mitt besta til þess að ná árangri með liðið. Staða okkar í deildinni í Noregi gefur til kynna að breytinga sé þörf, en ég yfirgef félagið með mikið af góðum minningum í farteskinu,“ sagði Tørum. Stjóri Rosen- borgar hættur Hinn 18 ára gamli framherji Arsenal Theo Walcott er ekki spenntur fyrir að vera líkt við Thierry Henry, markahæsta leikmann félagsins frá upphafi. „Það var frábært að fá að æfa með honum á hverjum degi og læra af honum. Það eru allir alltaf að líkja mér við Thierry en ég vil vera þekktur fyrir að vera ég sjálfur,“ segir Walcott, sem játar það þó að Thierry Henry hafi verið hans uppáhaldsleikmaður og fyrirmynd. „Það voru allir svekktir yfir því að hann fór en nú erum við eiginlega búnir að gleyma honum því það gengur svo vel án hans,” sagði Walcott en hann skoraði tvö mörk í stórsigrinum á Slavia Prag í vikunni. Líkt og Henry byrjaði Walcott sem vængmaður en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var fljótur að setja hann fram alveg eins og hann gerði með Henry á sínum tíma. Ég er ekki Thierry Henry Grindavík sigraði Stjörnuna 86-92 í Ásgarði í gær- kvöld en fyrir leikin voru bæði liðin búin að vinna einn leik og tapa einum í Iceland Express deildinni í ár. Heimamenn í Stjörnunni tóku forystu byrjun og leiddu leikinn nánast allan fyrsta leikhlutann. Grindavík var þó aldrei langt undan og staðan var orðin jöfn 27- 27 í lok leikhlutans. Jafnræðið hélt áfram í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á að taka yfirhöndina og þegar flaut- að var til hálfleiks voru gestirnir frá Grindavík með forystu 47-48. Miklar sviptingar áttu sér stað í þriðja leikhluta þar sem bæði lið náðu ágætis forystu, en staðan að honum loknum var 67-69 Grinda- vík í vil. Fjórði leikhluti var æsispenn- andi eins og við var að búast og staðan var jöfn 78-78 þegar fimm mínútur lifðu leiks. Þá tók hins vegar við vondur kafli hjá Stjörn- unni, sem skoraði aðeins 5 stig á tæpum fimm mínútum og gerði það að verkum að sigur Grinda- víkur varð þægilegri en efni stóðu til og lokatölur urðu 86-92. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var fyrst og fremst sáttur með að vinna leikinn og hrósaði seiglunni í liðinu. „Við vorum langt frá okkar besta leik en ég er mjög sáttur með að við náðum að vinna leik- inn, því það er sérstaklega mikil- vægt að klára líka þá leiki þar sem liðið er ekki að spila vel. En auðvitað þurfum við að spila betur ef við ætlum okkur ein- hverja hluti,“ sagði Friðrik en sá þó ástæðu til þess að hrósa liði Stjörnunnar. „Það er alveg ljóst að þetta er besta Stjörnulið sem ég hef nokk- urn tímann mætt og Stjörnumenn eiga eftir að vinna mikið af leikj- um í deildinni í vetur og þá sér- staklega á heimavelli sínum.“ Grindavík sigraði á seiglunni Iceland Express deild karla: N1-deild kvenna í handbolta Evrópuk. félagsliða í fótbolta

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.