Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Eins og fram kom í Fréttablaðinu bárust Sjónvarpinu yfir hundrað umsóknir um starf dagskrárkynnis áður en umsóknarfresturinn rann út í byrjun þessa mánaðar. Af 103 umsóknum voru 18 frá karlmönn- um. Það er því ljóst að vinsældir þulustarfsins fara ekki dvínandi nema síður sé. Þórhallur Gunnars- son, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir að rúmlega fimmtungur hóps- ins sé nú kominn í lokaúrtak og að endanleg ákvörðun verði tekin fljót- lega. „Við boðuðum 21 umsækjanda í prufu og erum að vinna úr þeim. Það er smám saman að koma skýr- ari mynd á þetta og við reiknum með að ráða í störfin í næstu viku.“ Í prufunum þurftu umsækjendur sjálfir að skrifa texta um dagskrá kvöldsins og lesa hann af mynda- vélaskjá. „Við tökum allt með í reikninginn,“ segir Þórhallur. „Framkomu, málfar, textavinnu og framsögn. Það er allt lagt undir.“ Þórhallur segir að líklega verði þrír nýir dagskrárkynnar ráðnir. „Það er þó ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það. Við erum hér með starfandi dagskrárkynna sem eru inni í þessu líka. Kannski verða þau öll áfram.“ Hann neitar að gefa upp hversu margir karlmenn séu í lokahópnum. „Þeir eru færri en konurnar.“ - Lokaorustan hafin um þulustarf „Ég sá byrjunina á þessu atriði og fannst eins og ég kannaðist eitthvað við það,“ segir Þorsteinn Guðmundsson en athygli vakti að um helgina virtist Spaugstofan endurvinna sígilt atriði úr Fóstbræðrum. Hjón á miðjum aldri bjuggu í alltof stóru húsi og ákváðu að gera eitt barnaherbergjanna að fangaklefa. Glögga áhorfendur rámaði í að þarna væri á ferðinni atriði sem svipaði óneitanlega til þess þegar þau Þorsteinn og Helga Braga gerðu slíkt hið sama í þáttunum sálugu. „Ég held þó að allir sofi rólegir yfir þessu,“ bætir Þorsteinn við. „Spaugstofan er líka eilítið annars eðlis og framleiðir gríðarlega mikið af efni og það er því eðlilegt að svona komi upp. Efnistökin eru líka alltaf ólík og mér finnst þetta ekkert mál,“ útskýrir Þorsteinn og bætir því síðan við að kannski hafi Spaugstofufélagarnir horft á þættina og lært eitthvað af þeim. „Og kannski hefur það verið þeirra gæfa. Síðan koma vonandi Fóstbræðraþættirnir út á DVD og þá hafa þeir efni fram á haust.“ Karl Ágúst Úlfsson, einn af forkólfum Spaugstofunnar, sagðist ekki hafa séð áðurnefnd atriði hjá Fóstbræðrum og benti á oft gerðist það að menn fengju svipaðar hugmyndir. „Og það hefur komið fyrir að eldar kvikni á mörgum stöðum samtímis,“ bætir Karl við. Hvað „útlenskuna“ varðar segir Karl að það hafi komið úr Jamie Oliver en Íslendingar séu farnir að versla eftir erlendum matreiðsluþáttum. Endurunnið grín í Spaugstofunni „Holdafar er nokkuð sem við gerum eitthvað í og allir eru að eðlislagi grannir.“ „Þetta er mjög spennandi,“ segir söngkonan Bryndís Jakobsdóttir, sem sendir frá sér sína fyrstu plötu á næstunni. Eitt laganna á plötunni, Ljáðu mér eyra, hefur þegar vakið athygli í kvik- myndinni Veðramót en það samdi Bryndís ásamt Dóra DNA. „Ég er búin að vera að dunda mér í tónlist lengi, hef verið að æfa mig að semja og finna minn eigin stíl. Svo var ég komin með þó nokkuð mörg lög og ákvað að gera plötu ásamt breskum vini mínum sem ég kynnt- ist í London og hef unnið töluvert með.“ Bryndís á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því foreldrar hennar eru þau Ragnhildur Gísla- dóttir og Jakob Frímann Magnús- son. „Þau hjálpuðu mér ekki við gerð plötunnar hvað tónlistina varðar, þar hef ég alveg ráðið ferðinni,“ segir hún þegar hún er innt eftir því hvort hún hafi notið liðsinnis foreldranna. „En þau hafa veitt mér mikinn stuðning. Pabbi hefur hjálpað mér að koma þessu öllu heim og saman, séð um tæknilegar hliðar og almennar reddingar. Kannski fæ ég þau til að spila eitthvað með mér á næstu plötu.“ Platan hefur enn ekki hlotið nafn en upptökur og annað er á lokastigi. „Æ, ég er frekar sein með þetta allt saman en er að vinna í því að finna fallegt orð sem myndi lýsa plötunni vel. Þetta er mjög persónuleg plata. Ég samdi allt efnið sjálf, bæði ein og í samstarfi við aðra. Mér finnst erfitt að setja tónlist í orð en held ég myndi segja að platan væri mjög melódísk með persónu- legum textum. Ég lagði líka mikið upp úr því að hafa til- raunakenndar útsetningar og sérkennileg hljóð, til að mynda þverflautur í popp- lagi.“ Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14. NÝR TÚNFISKUR ófrosinn • RISARÆKJUR LÚÐA • SKÖTUSELUR • HÖRPUSKEL skréttir i sparifötum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.