Fréttablaðið - 26.10.2007, Page 88

Fréttablaðið - 26.10.2007, Page 88
Þegar ég fæddist var símanúm-erið heima hjá mér þrjár stutt- ar. Mér finnst ég háöldruð þegar ég hugsa til þess og skammast mín næstum fyrir að segja frá þessu. Núna, rúmum aldarfjórð- ungi síðar, er enginn átta ára krakki maður með mönnum nema hann eigi GSM-síma af þriðju kynslóð farsíma. Enginn léti bjóða sér upp á að tala í síma sem nágrannarnir gætu hlerað. þótti mér skemmtilegra þegar ég var yngri en að heyra ömmu og afa segja frá lífinu í gamla daga. Ég skildi aldrei hvað þau höfðu verið skelfilega nægju- söm. Sjálfri þótti mér hálf kjána- legt að fólk hefði hoppað af kæti yfir því að fá epli í desember og mér þótti óhugsandi að einhver gæti sætt sig við kerti og spil í jólagjöf. Nú er ég farin að skilja þetta svo miklu betur enda sé ég að bernska mín var ekki síður fátækleg. Alla vega miðað við allsnægtirnar nú. Ég meina – það var ekki einu sinni hægt að horfa á sjónvarpið á fimmtudögum. ég var lítil var það hápunktur allra bæjarferða að fara í Sigga Gúmm. Siggi Gúmm var stærsta leikfangaverslunin á Akureyri og í minningunni er hún risavaxin ævintýraveröld. Búð- inni hefur fyrir löngu verið lokað en líti maður í kringum sig á kaffihúsinu sem þar er nú til húsa leynir sér ekki að þessi dótabúð hefur ekki verið ýkja stór. Tvær nýjustu leikfangaverslanirnar á höfuðborgarsvæðinu eru samtals 4.000 fermetrar. Siggi Gúmm bliknar í samanburði enda gólf- flöturinn þar litlu stærri en í stærstu dúkkuhúsunum sem kaupa má í nýju búðunum. eru einfaldir,“ segir einhvers staðar, jafnvel þótt því hafi nú verið breytt í „sæl eru einföld“. Ég veit það ekki. Mér finnst ég bara hafa verið ferlega vitlaus. Það er náttúrlega mesti barnaskapur að tapa sér í gleði í leikfangaverslun sem slefar ekki einu sinni upp í 100 fermetra. Næstum jafn kjánalegt og að gleðjast yfir legg og skel. eiga afkomendurnir eftir að furða sig á nægjusemi okkar sem látum bjóða okkur lítil- ræði eins og 42ja tommu flatsjón- vörp, tvöfalda ísskápa og leik- fangaverslanir á stærð við knattspyrnuvelli. „Æ þau þekktu ekkert annað þessi grey. Þau vissu ekki hvað lífsgæði eru.“ Sæl eru einföld H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7- 18 09 * M .v . 1 00 k m b la nd að an a ks tu r HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi SkodaOctavia TDI Ímyndaðu þér Afl og hagkvæmni • ESP stöðugleikakerfi og spólvörn • aksturstölva • tengi fyrir iPod • sex hátalarar • hanskahólf með kælibúnaði • sex loftpúðar Það sem oftast er aukabúnaður er staðalbúnaður í þessum glæsilega bíl. Það ríkir mikill friður og sátt á þeim heimilum sem eiga Skoda Octavia TDI. Dísilvélin er í senn aflmikil og eyðslugrönn, með aðeins 4,9 lítra eyðslu á hverja hundrað kílómetra. Octavia TDI er fáanlegur beinskiptur, sjálfskiptur og með sítengdu aldrifi. Álfelgur og heilsársdekk fylgja, takmarkað magn! • hraðastillir (cruise control) • þokuljós í framstuðara • armpúði milli framsæta • hiti í sætum og speglum • ISOFIX barnabílstólafestingar • hæðarstillanleg framsæti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.