Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 4
Þingið í Írak sam-
þykkti í gær frumvarp um að
aflétta friðhelgi starfsmanna
erlendra öryggisfyrirtækja gegn
málssókn í Írak.
Fyrr um daginn höfðu borist
fréttir af því að bandaríska utan-
ríkisráðuneytið hefði boðið örygg-
isvörðum fyrirtækisins Blackwater
friðhelgi gegn saksókn í Bandaríkj-
unum í skiptum fyrir að þeir grndu
frá blóðbaði sem þeir áttu hlut að í
Írak 16. september síðastliðinn.
Demókratar á Bandaríkjaþingi
gagnrýndu Bandaríkjastjórn harð-
lega fyrir tilboðið sem kemur í veg
fyrir að liðsmenn Blackwater geti
hlotið dóm fyrir drápin.
Formaður dómsmálanefndar öld-
ungadeildarinnar, sagði friðhelgina
enn eitt dæmið um „náðunarstjórn“
George W. Bush, eða þá stefnu „að
enginn úr liði hennar verði dreginn
til ábyrgðar, sé hægt að forðast
það“.
Bandaríska utanríkisráðuneytið,
sem hefur haft öryggisverði frá
Blackwater í þjónustu sinni í Írak,
hvorki játar né neitar að þeim hafi
verið veitt friðhelgi. Embættismað-
ur í ráðuneytinu sagði þó að ef sú
ákvörðun hefði verið tekin væri
það án nokkurra áhrifa og heimild-
ar frá nokkrum háttsettum emb-
ættismanni utanríkisráðuneytisins
í Washington.“
Enginn dreginn til ábyrgðar
Rauði krossinn stendur
fyrir myntsöfnun í samstarfi við
Sparisjóðina, Póstinn og Iceland
Express. Sérhannað umslag fyrir
afgangsmynt eða seðla hefur
verið sent inn á öll heimili í land-
inu. Það má láta ófrímerkt í póst
eða skila því í næsta útibú Spari-
sjóðanna.
„Margir eiga mynt í krukkum
eða skúffum sem þeir vita ekki
hvað þeir eiga að gera við,“ segir
Kristján Sturluson, framkvæmda-
stjóri Rauða kross Íslands.
Afraksturinn rennur tilverk-
efna innalands. Setja má íslensk-
ar krónur í umslögin.
Safnar erlendri
mynt í umslög
Ragnar H. Hall, lögmað-
ur Svandísar Svavarsdóttur, telur
röksemdir lögmanna Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) fyrir frávísun á
máli Svandísar fráleitar. Lögmenn
OR krefjast frávísunar á málinu,
meðal annars vegna þess að Svand-
ís hafi ekki neinna lögvarinna
hagsmuna að gæta. Svandís ákvað
að fara í mál þar sem hún taldi
ólöglega hafa verið boðað til eig-
endafundar OR og krefst þess að
hann verði úrskurðaður ólöglegur.
„Að halda því fram að stjórnar-
maður í OR, sem telur að fundur
um mjög mikilvæg málefni fyrir-
tækisins sé ólöglegur, hafi enga
lögvarða hagsmuni af því að fara
með málið fyrir dómstóla, er að
mínu mati fráleitt. Mér finnst
þetta endurspegla viðhorf OR um
það, að það sem þeir [stjórnendur
OR] ákveði komi ekki neinum
öðrum við. Ég álít að það sé mesti
misskilningur þegar opinber fyr-
irtæki eiga í hlut.“
Lögmenn OR krefjast frávísun-
ar á málinu og fer málflutningur
vegna kröfunnar fram á mánudag-
inn. Í rökstuðningi fyrir frávísun-
arkröfunni kemur fram að stefna
hefði þurft öllum þeim sem hefðu
átt aðild að eigenda- og stjórnar-
fundinum 3. október en samþykkt
var að sameina Reykjavík Energy
Invest (REI) og Geysi Green
Energy (GGE) á fundinum. Ragn-
ar segir þessi rök ekki tengjast
álitaefninu sem sé uppi. „REI eða
GGE áttu ekki aðild að fundinum.
Það er gerð krafa um ógildingu
ákvarðana þessa eigendafundar
OR og þá er ekki neinum öðrum
stefnt en OR. Ef að þessi röksemd-
arfærsla stæðist, sem lögmenn
OR beita, þá myndu menn lenda í
alvarlegum vanda í mörgum
málum. Ef það stæði til að fá hlut-
hafafund í almenningshlutafélagi
dæmdan ólöglegan, svo ég taki
dæmi, væri þá rétt að stefna öllum
hluthöfunum eða viðsemjendum
fyrirtækisins? Þetta er röksemda-
færsla sem stenst ekki skoðun,“
segir Ragnar. „Í greinargerð lög-
manna OR segir að þar sem Svand-
ís sé ekki eigandi þá beri að vísa
þessu frá. Þetta stenst ekki skoð-
un og er rökleysa. Hver er eigandi
að OR? Enginn einstaklingur er
eigandi að þessu fyrirtæki í laga-
legum skilningi. Þetta er hins
vegar opinbert fyrirtæki og um
þau gilda sérstök lög. Það er kjarni
málsins og honum má ekki
gleyma.“
Segir rök OR
ekki standast
Ragnar H. Hall, lögmaður Svandísar Svavarsdóttur
borgarfulltrúa, segir rök lögmanna OR fyrir frávís-
unarkröfu á máli hennar ekki halda.
Stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) féllst í gær á
málaleitan Farice og ríkisstjórn-
ar Íslands um að taka þátt í fjár-
mögnun nýs sæstrengs sem efli
fjarskiptaöryggi landsins. OR
mun leggja 500 milljónir króna
sem hlutafé til verkefnisins og
sama fjárhæð koma frá Lands-
virkjun og Hitaveitu Suðurnesja.
Ríkissjóður leggur einnig fram
nýtt hlutafé til verkefnisins.
Hagsmunir OR og annarra
orkufyrirtækja sem að málinu
koma felast í því að nýr sæstreng-
ur mun auðvelda netþjónabúum,
sem falast hafa eftir orkukaupum
hér á landi, að hasla sér völl.
Fyrirtæki setja
fé í sæstreng
Borgarbyggð segir
stofnun Reykjavík Energy Invest
(REI), dótturfélags Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) hvorki hafa
verið samþykkta á eigenda- eða
aðalfundi OR. Þetta kemur fram í
svörum sem sveitarfélagið skilaði
til umboðsmanns Alþingis í gær.
Umboðsmaður spurði fulltrúa
Reykjavíkurborgar, Akranesbæj-
ar og Borgarbyggðar tólf spurn-
inga um málefni REI og OR tæpri
viku eftir að samruni REI og Geys-
is Green Engery (GGE) var sam-
þykktur á sameiginlegum stjórn-
ar- og eigendafundi OR 3. október.
Spurt var um hvort 500 milljóna
hlutur Bjarna Ármannssonar,
stjórnarformanns REI, hafi áður
verið í eigu OR og hvort kaup hans
hafi verið samþykkt á eigenda-
fundi OR. Í svörum Borgarbyggð-
ar kemur fram að sveitarstjórnin
„hafi engar upplýsingar um hvort
hlutur starfandi stjórnarformanns
hafi áður verið í eigu OR“. Jafn-
framt segir að „hafi starfandi
stjórnarformaður keypt þennan
hlut á þeim tíma sem rætt var um
var það ekki samþykkt á eigenda-
fundi OR því enginn slíkur fundur
var haldinn á þeim tíma“.
Ívar Pálsson, lögmaður hjá
Landslögum, sem sá um að svara
spurningunum fyrir hönd Akra-
nesbæjar, segir í svörunum sínum
að 500 milljóna króna hlutur
Bjarna hafi verið í samræmi við
samþykktir um aukningu á hluta-
fé í REI og því hafi verið óþarft að
samþykkja það á eigendafundi
OR. Reykjavíkurborg og Akranes-
bær báru saman bækur sínar
þegar spurningum var svarað
enda snúa spurningar með sama
hætti að eigendum OR.
Umboðsmaður óskaði eftir afriti
af samþykkt á kaupum einstakl-
inga í REI og spurði út í hverjir
þeir væru sem hefðu fengið að
kaupa, hvort hlutabréf OR hafi
verið seld til þeirra eða einhver
önnur. Sveitarstjórn Borgarbyggð-
ar svarar því til að hún hafi engar
upplýsingar um málið sem geti
svarað spurningum umboðsmanns.
„Sveitarstjórnin hefur ekki undir
höndum afrit af samþykkt fulltrúa
sveitarfélaganna um sölu á hlutafé
í REI til einstaklinga og hefur ekki
vitneskju um hvort þeir hlutir
voru í eigu OR eða annarra aðila,“
segir í svörunum.
Reykjavíkurborg sá sér ekki
fært að afhenda svörin í gær, líkt
og hin sveitarfélögin sem eru eig-
endur OR, þar sem svörin bárust
til umboðsmanns rétt fyrir lokun
skrifstofu umboðsmanns. „Okkur
þótti réttast að svörin kæmu til
umfjöllunar hjá umboðsmanni
áður en þau færu í fjölmiðla,“
sagði Kristbjörg Stephensen borg-
arlögmaður í gærkvöld.
Stofnun REI
ósamþykkt
Sveitarfélagið Borgarbyggð segir stofnun REI hvorki
hafa verið samþykkta á eigenda- né aðalfundi OR.
Reykjavíkurborg, Akranesbær og Borgarbyggð skiluðu
svörum við spurningum umboðsmanns Alþingis í gær.