Fréttablaðið - 31.10.2007, Page 11

Fréttablaðið - 31.10.2007, Page 11
Benedikt páfi XVI. hefur útnefnt Pétur (Pierre) Bürcher Reykjavíkurbiskup frá og með 30. október 2007. Bürcher fæddist í Fiesch í Sviss 20. desember 1945. Eftir að hafa stundað nám í guðfræði í Fribourg í Sviss vígðist hann til prests 1971 og gegndi þaðan í frá prestsstörf- um í ýmsum sóknum í biskups- dæmi Lausanne, Genf og Fri- bourg. 1990–1994 var hann rektor prestaskóla biskupsdæmisins. Jóhannes Páll II. páfi útnefndi hann aðstoðarbiskup 2. febrúar 1994 og hlaut hann biskupsvígslu 12. mars í Fribourg. Benedikt XVI páfi útnefnir biskup Félagsmenn VR eru með tæpar 330 þúsund krónur að meðaltali í grunnlaun á mánuði en félagsmenn SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, hafa að meðaltali tæp 222 þúsund. Félagsmenn VR eru að meðaltali 34 prósentum hærri í grunnlaun- um en félagsmenn SFR þegar tekið hefur verið tillit til kyns, aldurs, starfsaldurs, vinnutíma og mennt- unar. Ef heildarlaunin eru skoðuð hafa félagsmenn SFR að meðaltali rúmar 274 þúsund krónur í heild- arlaun á mánuði á móti tæpum 363 þúsund félagsmanna VR. Þetta kemur fram í SFR-blaðinu. Félagar í VR með hærri laun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.