Fréttablaðið - 31.10.2007, Page 28

Fréttablaðið - 31.10.2007, Page 28
Tvisvar sinnum á ári missi ég svefn af spenningi við til- hugsunina um póst- lúguna mína. Ég lendi iðulega í rök- ræðum við sjálfa mig um hvort það sé réttlætanlegt að sitja fyrir bréfberum á nátt- sloppnum. Sem betur fer tekst mér oftast að tala sjálfa mig ofan af því, enda fer geðveikisglampi ekkert sérstaklega vel við augnlit minn. Í annað skiptið er von á Ikea-bæk- lingi ársins inn um lúguna, sem ég tek galopnum örmum. Ég áttaði mig á því um daginn að íbúðin mín er eins og síða 219 í bæklingnum, sem varpar bara ljósi á það hversu vel ég og sænska vöruhúsið náum saman. Ég reiddist því að vísu fyrir að hafa skipt út sprittkertun- um sem ég kaupi í tonnatali, en það er önnur og meiri sorgarsaga. Í hitt skiptið er hver taug spennt til hins ítrasta, því þá er von á mínu klámi inn um lúguna. Hver þarf Playboy þegar Bókatíðindi eru innan seilingar? Þau eru að koma, þau eru að koma. Frá því að ég man eftir mér hef ég beðið í ofvæni eftir að fá þetta dásamlega bókmenntaverk í hend- ur. Fyrst fletti ég beint í barna- bækurnar, nú ligg ég í bæði íslenskum og þýddum skáldsögum og ég er viss um að þegar fram líða stundir mun ég háma í mig ævisögusíðurnar af sömu áfergju. Ég hef fimm sinnum á ævinni orðið af þeim unaði sem fylgir Bókatíðindum jafn fast á hæla og jólalykt fylgir piparkökum. Í eitt skiptið var ég í staðinn umlukin Guinness-gufum á eyjunni grænu, og hin fjögur staulaðist ég um menntaveginn í heimalandi Ikea. Að vera án Bókatíðinda var verra en að missa af Þorláksmessu- stemningunni á Laugaveginum, verra en ónýtur jólamatur, og meira að segja verra en sá stór- furðulegi siður Ikealandsbúa að horfa á Andrés Önd á aðfangadag. Jólin mín hefjast ekki í sænska vöruhúsinu. Þau hefjast með Bókatíðindum, og þau eru að koma, þau eru að koma. Alltaf á mi›vikudögum! 110 260 1. vinningur MILLJÓNIR Fá›u flér mi›a fy rir kl. 17 í dag e›a taktu s éns á a› missa af fless u! Bónus-vinningur 36 milljónir 150 LANGLANG STÆRSTI BÓNUSPOTTUR FRÁ UPPHAFI E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 5 11 Potturinn stefnir í 110 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 150 milljónir og bónusvinningurinn í 36 milljónir. Ekki gleyma að vera með, nældu þér í áskrift. Tvöfaldur pottur2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.