Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 10
Zimsen-húsinu, sem
áður stóð við Hafnarstræti gegnt
Lækjartorgi, verður komið fyrir
við Vesturgötu 2, nánar tiltekið á
Grófartorgi.
„Við erum að undirbúa deili-
skipulagsbreytingu þar sem hætt
verður við nýbyggingu á reitnum
og Zimsen-húsinu komið þar fyrir
í staðinn, sem fer vel við Hlað-
varpann og Kaffi Reykjavík í þess-
um hluta Kvosarinnar. Gert verð-
ur ráð fyrir veitingahúsarekstri í
kjallaranum og skemmtilegheitum
í umhverfinu, þar á meðal litlu
torgi suðaustan við húsið milli
Kaffi Reykjavíkur og Zimsens,“
segir Jóhannes S. Kjarval, skipu-
lagsfulltrúi hjá skipulagssviði
Reykjavíkurborgar.
Minjavernd sér um flutningana
og að gera húsið upp.
„Við byrjum í næstu viku að
grafa könnunarskurði til að athuga
hvort vísbendingar séu um forn-
leifar undir en við gerum ekki ráð
fyrir því. Í fyrstu viku í janúar
hefjum við framkvæmdir og þá
verður grafið fyrir undirstöðum
hússins. Húsinu verður komið
fyrir á gamla grjótinu sem var
áður undirstaða þess. Þá höfum
við tekið niður leifar af gömlum
hafnargörðum sem stóðu við Zim-
sen í Hafnargötu, og þeir verða
endurhlaðnir við hliðina á húsinu,“
segir Þorvarður Bergsson, fram-
kvæmdastjóri Minjaverndar.
Gert er ráð fyrir að húsið verði
tilbúið að ári liðnu.
Komið fyrir á gamla grjótinu
Breska lögreglan var
í gær fundin sek um að stofna
almannafriði í hættu sumarið
2005 þegar hún elti uppi og skaut
til bana brasilískan mann vegna
gruns um að hann væri hryðju-
verkamaður.
Jean Charles de Menezes var 27
ára gamall þegar hann var skot-
inn til bana á lestarstöð í London
22. júlí árið 2005. Grunurinn
reyndist á engum rökum reistur.
Daginn áður höfðu fjórir menn
reynt að fremja sjálfsvígs-
sprengjuárásir í samgöngukerfi
borgarinnar, aðeins hálfum mán-
uði eftir að tugir farþega í neðan-
jarðarlestum og strætisvögnum
fórust í sprengjuárásum.
Lögreglumenn töldu Menezes
vera einn þessara manna og höfðu
með leynd elt hann frá heimili
hans á Stockwell-lestarstöðina
þar sem hann var skotinn sjö sinn-
um af stuttu færi. Enginn lög-
reglumannanna sem skutu hann
hefur verið ákærður, en lögreglu-
embættið í Lundúnum hlaut í gær
dóm fyrir verknaðinn. Var það
dæmt til að greiða sektir sem
nema rúmlega 21 milljón króna
auk málskostnaðar upp á nærri
47 milljónir.
Ian Blair lögreglustjóri sagði
atburðinn hafa verið hörmulegan.
Þó hefði ekki verið framinn glæpur
af ásetningi; mistök hefðu orðið.
„Enginn lögreglumaður ætlaði
sér þennan dag að skjóta saklausan
mann,“ sagði Blair í gær. „Þetta
var einangrað lögbrot við afar
óvenjulegar aðstæður.“
Báðir helstu stjórnarandstöðu-
flokkar Bretlands, Íhaldsflokkur-
inn og Frjálslyndi flokkurinn,
kröfðust þess að Blair segði af sér
en sjálfur aftók hann slík. Jacqui
Smith innanríkisráðherra sagðist
bera fullt traust til lögreglustjór-
ans.
Lögreglan
braut lögin
Lögreglulið Lúndúnaborgar var í gær dæmt fyrir að
skjóta mann til bana árið 2005. Skorað er á lögreglu-
stjórann að segja af sér en hann tekur því fálega.
www.ss.is
F
íto
n
eh
f.
/
S
ÍA
Kryddaðu
tilveruna
með SS
Pestó salamí áleggspylsan
er enn einn gleðigjafinn
frá SS. Ofurlítið kröftug á
bragðið, með óvæntum en
skemmtilegum bragðkeim sem
pestóið gefur. Pestó salamí frá SS
er frábær á gróft brauð en svo er
líka tilvalið að prófa hana á
smáréttabakka, t.d. með fleiri
tegundum af kryddpylsum
eða fínni skinku.
N1 VERSLANIR
Í AVÖR
Sveinn Halldór
Guðmarsson fréttamaður hefur
verið ráðinn til starfa á frétta-
stofu Sjónvarpsins. Fyrst um
sinn mun hann sinna sérstökum
verkefnum, en í janúar tekur
hann við nýju starfi fréttamanns
Ríkisútvarpsins í Lundúnum.
Ráðgert er að fréttastofa
Sjónvarps komi á næstunni upp
útibúum í Lundúnum, Kaup-
mannahöfn og New York þar
sem fréttamenn verði í fullu
starfi.
Héðinn Halldórsson verður þá
fréttamaður í Kaupmannahöfn
og Sveinn Helgason í New York
frá og með næsta hausti.
Flytur fréttamenn
til heimsborga