Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 10
 Zimsen-húsinu, sem áður stóð við Hafnarstræti gegnt Lækjartorgi, verður komið fyrir við Vesturgötu 2, nánar tiltekið á Grófartorgi. „Við erum að undirbúa deili- skipulagsbreytingu þar sem hætt verður við nýbyggingu á reitnum og Zimsen-húsinu komið þar fyrir í staðinn, sem fer vel við Hlað- varpann og Kaffi Reykjavík í þess- um hluta Kvosarinnar. Gert verð- ur ráð fyrir veitingahúsarekstri í kjallaranum og skemmtilegheitum í umhverfinu, þar á meðal litlu torgi suðaustan við húsið milli Kaffi Reykjavíkur og Zimsens,“ segir Jóhannes S. Kjarval, skipu- lagsfulltrúi hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Minjavernd sér um flutningana og að gera húsið upp. „Við byrjum í næstu viku að grafa könnunarskurði til að athuga hvort vísbendingar séu um forn- leifar undir en við gerum ekki ráð fyrir því. Í fyrstu viku í janúar hefjum við framkvæmdir og þá verður grafið fyrir undirstöðum hússins. Húsinu verður komið fyrir á gamla grjótinu sem var áður undirstaða þess. Þá höfum við tekið niður leifar af gömlum hafnargörðum sem stóðu við Zim- sen í Hafnargötu, og þeir verða endurhlaðnir við hliðina á húsinu,“ segir Þorvarður Bergsson, fram- kvæmdastjóri Minjaverndar. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið að ári liðnu. Komið fyrir á gamla grjótinu Breska lögreglan var í gær fundin sek um að stofna almannafriði í hættu sumarið 2005 þegar hún elti uppi og skaut til bana brasilískan mann vegna gruns um að hann væri hryðju- verkamaður. Jean Charles de Menezes var 27 ára gamall þegar hann var skot- inn til bana á lestarstöð í London 22. júlí árið 2005. Grunurinn reyndist á engum rökum reistur. Daginn áður höfðu fjórir menn reynt að fremja sjálfsvígs- sprengjuárásir í samgöngukerfi borgarinnar, aðeins hálfum mán- uði eftir að tugir farþega í neðan- jarðarlestum og strætisvögnum fórust í sprengjuárásum. Lögreglumenn töldu Menezes vera einn þessara manna og höfðu með leynd elt hann frá heimili hans á Stockwell-lestarstöðina þar sem hann var skotinn sjö sinn- um af stuttu færi. Enginn lög- reglumannanna sem skutu hann hefur verið ákærður, en lögreglu- embættið í Lundúnum hlaut í gær dóm fyrir verknaðinn. Var það dæmt til að greiða sektir sem nema rúmlega 21 milljón króna auk málskostnaðar upp á nærri 47 milljónir. Ian Blair lögreglustjóri sagði atburðinn hafa verið hörmulegan. Þó hefði ekki verið framinn glæpur af ásetningi; mistök hefðu orðið. „Enginn lögreglumaður ætlaði sér þennan dag að skjóta saklausan mann,“ sagði Blair í gær. „Þetta var einangrað lögbrot við afar óvenjulegar aðstæður.“ Báðir helstu stjórnarandstöðu- flokkar Bretlands, Íhaldsflokkur- inn og Frjálslyndi flokkurinn, kröfðust þess að Blair segði af sér en sjálfur aftók hann slík. Jacqui Smith innanríkisráðherra sagðist bera fullt traust til lögreglustjór- ans. Lögreglan braut lögin Lögreglulið Lúndúnaborgar var í gær dæmt fyrir að skjóta mann til bana árið 2005. Skorað er á lögreglu- stjórann að segja af sér en hann tekur því fálega. www.ss.is F íto n eh f. / S ÍA Kryddaðu tilveruna með SS Pestó salamí áleggspylsan er enn einn gleðigjafinn frá SS. Ofurlítið kröftug á bragðið, með óvæntum en skemmtilegum bragðkeim sem pestóið gefur. Pestó salamí frá SS er frábær á gróft brauð en svo er líka tilvalið að prófa hana á smáréttabakka, t.d. með fleiri tegundum af kryddpylsum eða fínni skinku. N1 VERSLANIR Í AVÖR Sveinn Halldór Guðmarsson fréttamaður hefur verið ráðinn til starfa á frétta- stofu Sjónvarpsins. Fyrst um sinn mun hann sinna sérstökum verkefnum, en í janúar tekur hann við nýju starfi fréttamanns Ríkisútvarpsins í Lundúnum. Ráðgert er að fréttastofa Sjónvarps komi á næstunni upp útibúum í Lundúnum, Kaup- mannahöfn og New York þar sem fréttamenn verði í fullu starfi. Héðinn Halldórsson verður þá fréttamaður í Kaupmannahöfn og Sveinn Helgason í New York frá og með næsta hausti. Flytur fréttamenn til heimsborga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.