Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 26
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ...
Hagnaður 365 á þriðja ársfjórðungi
nemur 40 milljónum króna. Á sama
tíma í fyrra nam tap félagsins 323
milljónum af sömu starfsemi, en 3,1
milljarði í heildina.
Viðsnúningur í rekstri félagsins
er verulegur. Sé horft til fyrstu níu
mánaða þessa árs tapar félagið 40
milljónum króna, en í fyrra nam tap
af áframhaldandi starfsemi tæp-
lega 1,7 milljörðum króna. Sölu-
tekjur félagsins námu 8,3 milljörð-
um króna fyrstu níu mánuði ársins.
Ari Edwald, forstjóri félagsins,
segir þriðja ársfjórðung þessa árs
þann besta í sögu fjölmiðlarekstr-
arins.
Hagnaður á hlut á þriðja ársfjórð-
ungi 2007 nemur 1,1 eyri.
Viðsnúningur
hjá 365 hf.
Hagnaður til hluthafa Landsbanka
Íslands nemur 8,5 milljörðum króna
á þriðja ársfjórðungi samkvæmt
uppgjöri sem birt var í gær. Aukn-
ingin frá sama tíma í fyrra nemur
61,3 prósentum.
Hagnaður hluthafa fyrstu níu
mánuði ársins nemur hins vegar 34,2
milljörðum króna, 36 prósentum
meira en á sama tíma í fyrra þegar
hann var 26,2 milljarðar króna.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri
Landsbankans, segir afkomu og
arðsemi bankans mjög góða þar
sem hagnaður eftir skatta nemi 35
milljörðum króna og arðsemi eigin
fjár 33 prósentum. Hann bendir á
að nú komi um helmingur tekna
bankans að utan, auk þess sem stór
hluti af tekjum innlendrar starf-
semi sé tengdur erlendum myntum.
Hann segir hlutfall erlendra mynta
í heildartekjum nema um það bil
tveimur þriðju hlutum.
Þá bendir Halldór J. Kristjánsson
bankastjóri á að í uppgjörinu gæti
jákvæðra áhrifa af margháttuðum
aðgerðum sem bankinn hafi gripið
til á fyrri hluta árs 2006 til að draga
úr áhættu og bæta fjármögnun.
Hann segir að sérstaklega hafi
komið sér vel, í óróa á alþjóðlegum
fjármálamörkuðum síðsumars,
skref sem stigin voru við fjármögn-
un bankans. Innlán viðskiptavina
nemi nú um helmingi af heildar-
fjármögnun samstæðunnar og muni
þar mestu um innlán frá 110 þúsund
viðskiptavinum sem valið hafi
IceSave-innlánsform bankans í
Bretlandi.
Helmingur tekna Lands-
bankans er frá útlöndum
Hluthafar hagnast um 8,5 milljarða á þriðja fjórðungi.
Eimskipafélag Íslands hefur selt
fasteignir í Kanada til fasteigna-
félagsins Kingsett fyrir 305 millj-
ónir Kanadadala, eða rúma 19
milljarða króna.
Alls hefur félagið selt eignir í N-
Ameríku fyrir rúmlega 43,1 millj-
arð króna á ársfjórðungnum, en í
byrjun október var tilkynnt um
sölu á 23 kæli- og frystigeymslum
í Bandaríkjunum og Kanada. Sam-
hliða sölunni hefur Eimskip gert
leigusamning um eignirnar.
Eimskip á eftir söluna fasteign-
ir tengdar rekstri Versacold og
Atlas sem metnar eru á 900 til
1.000 milljónir kandadískra doll-
ara, eða 56 til tæpra 63 milljarða
króna. Til stendur að setja þær
eignir í sérstakt félag og selja
meirihlutann í því á næstu mánuð-
um.
Fasteignir seldar fyrir
rúma 43 milljarða króna
Davíð Oddsson segir að til
lengri tíma litið séu það
ríkir hagsmunir fyrir ís-
lensku þjóðina að ná verð-
bólgunni niður. Þótt menn
finni að háum vöxtum og
sterku gengi, verði að hafa
rót vandans í huga. Seðla-
bankinn hækkaði ekki vexti
sér til skemmtunar.
„Slakara aðhald nú myndi aðeins
leiða til þrálátari verðbólgu og
sársaukafyllri aðlögunar síðar,“
sagði Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri í gær þegar hann rökstuddi
óvænta stýrivaxtahækkun bank-
ans um 0,45 prósentustig. Stýri-
vextir bankans eru nú 13,75 pró-
sent og höfðu ekki hækkað síðan í
desember 2006.
Davíð sagði að verðbólga hefði
aukist á ný og að horfur væri á því
að hún yrði meiri á þessu ári og
því næsta en fyrri spár gerðu ráð
fyrir. Tólf mánaða verðbólga
mælist 4,5 prósent.
Í grunnspá Seðlabankans um
stýrivexti, sem birt er í Peninga-
málum, var gert ráð fyrir að
bankastjórnin hækkaði vextina
um 0,2 prósentustig 1. nóvember.
Davíð Oddsson sagði að 0,45 pró-
senta hækkun nú sýni einbeittan
vilja Seðlabankans til aðhalds.
Seðlabankinn gerir ráð fyrir
óbreyttum vöxtum fram á mitt
næsta ár, en síðan verði þeir lækk-
aðir heldur skarpt og verði komnir
í um fjögur prósent árið 2009.
Davíð sagði þetta þó ekki fela í sér
fyrirheit um að vaxtalækkunin
gangi endilega fram með þessum
hætti.
Seðlabankastjóri sagði að vís-
bendingar væru um að eftirspurn
hefði aukist frá því í sumar og frá
síðustu vaxtaákvörðun bankans í
september. Auk þess hefði hag-
vöxtur í fyrra reynst meiri en ráð
var fyrir gert. Hækkun á verði
fasteigna skýrði einnig að tölu-
verðu leyti vaxandi verðbólgu
undanfarið. Einkaneysla hefði
aukist á öðrum fjórðungi ársins og
vísbendingar væru um að hún
myndi enn aukast á hinum þriðja.
Umframeftirspurn hefði valdið
viðvarandi skorti á fólki til starfa
og launaskriði. Ráðstöfunartekjur
hefðu einnig vaxið óvenju hratt í
ár og í fyrra, vegna lægri skatta
og hærri launa. „Þá hefur fjárfest-
ing hins opinbera vaxið stórlega,
þvert á fyrirheit og væntingar,“
sagði Davíð.
Þá segir í Peningamálum Seðla-
bankans að spenna á vinnumark-
aði hafi enn aukist í aðdraganda
kjarasamninga og fyrirtæki virð-
ist áforma að velta auknum launa-
kostnaði og hækkun á verði
aðfanga út í verðlagið.
Hækka ekki stýrivexti
sér til skemmtunar