Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 9vetrarlíf fréttablaðið
Skíðaáhugamenn á höfuðborgar-
svæðinu og víðar hafa orðið illa
úti af snjóleysi hin síðari ár. Þar
sem ekki hefur viðrað byrlega til
skíðaiðkunar hefur áhugi fólks
stóraukist á skíðaferðum til út-
landa. Alparnir á Ítalíu, Sviss og
Austurríki laða að með fallegum
brekkum, lúxushótelum og góðum
mat.
Ferðaskrifstofur hér á landi
bjóða upp á sérstakar skíðaferðir
til nokkurra áfangastaða. Hér eru
taldar upp nokkrar þeirra:
Heimsferðir með ferðir til
Alpanna nánar tiltekið Flachau,
Lungau og Zell am See.
Úrval-Útsýn býður upp á ferðir
til Selva Val Gardena og Madonna
á Ítalíu, og Flachau, Kirchberg og
Kitzbuhel í Austurríki. Þá er einn-
ig boðið upp á ferðir til Andorra
sem er nýjung í ferðum Úrvals-
Útsýnar.
GB ferðir bjóða upp á skíðaferð-
ir til Colorado í Bandaríkjunum.
Express ferðir eru með skíða-
ferð til Ischgl í austurrísku
Ölpunum, Davos í Sviss, Lech í
Austurríki og skíða- og brettaferð
til Flims Laax í Sviss.
Á skíðum
skemmti ég mér
Margar ferðaskrifstofur bjóða upp á
skíðaferðir til útlanda í vetur.
SNJÓKARLAR
eru tákn vetrarins og jólanna
enda ófá jólakort skreytt
með þessum skemmtilegu
körlum, já og kerlingum.
Stærsti snjókarl í heimi var
hlaðinn árið 1999 í Banda-
ríkjunum. Hann var kallaður
Angus, konungur fjallanna,
og var tæpir 35 metrar á
hæð. Snjókarlar hafa víða
komið við sögu í kvikmynd-
um, bókum og teiknimynda-
sögum. Nýlegustu dæmin
eru líklega kvikmyndin
Jack Frost frá 1998 þar sem
Michael Keaton breytist í snjókarl þegar
hann deyr. Þá koma snjókarlar einnig oft
við sögu í teiknimyndunum um Calvin og
Hobbes. Svo þekkja auðvitað allir sönginn
um Snæfinn snjókarl:
Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhatt,
Gekk í gömlum skóm
og með grófum róm
gat hann talað, rétt og hratt.
„Snæfinnur snjókarl!
Bara sniðugt ævintýr,“
segja margir menn,
en við munum enn
hve hann mildur var og hýr.
Vetrarvefur Námsgagnastofnunar
er fullur af fróðleik fyrir krakka
sem nú fagna vetri.
Námsgagnastofnun heldur úti
umfangsmikilli heimasíðu með
ýmsum flokkum og undirvefjum.
Vetrarvefurinn er einn þeirra og
hefur verið starfræktur frá janúar
í ár.
Vefurinn tekur fyrir þætti eins og
árstíðaskipti í heiminum, hvernig
snjór verður til og fjallar um ýmis
íslensk orð yfir veður og snjó.
Vefurinn var gerður í samstarfi við
Veðurstofu Íslands og að sögn for-
svarsmanna hjá Námsgagnastofnun
hefur almenningur tekið hressilega
við sér og hefur greinilega sterkar
skoðanir á hvernig talað er um
vetur og snjó.
Vefurinn er sérstaklega hugsaður
fyrir börn á yngsta og miðstigi
grunnskólanna og markmiðið er
að gera upplýsingar um veðrið
aðgengilegt fyrir þennan hóp.
Nánari upplýsingar er að finna á
vef Námsgagnastofnunar þar sem
smellt er á „Í dagsins önn“.
Þar undir er
meðal ann-
ars að finna
Vetrarvef-
inn.
www.nams.is
- rh
Ótal orð yfir
vetur og snjó
Örugg leið til árangurs
PÚLSÞJÁLFUN