Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 44
 2. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið vetrarlíf Kristalstjörnur á fugla- berjum. Loðlúffur til að skapa heilt snjómannkyn með. Rjómasúkkulaði á brúsa. Kertaljós í luktum. Doppóttur dúkur. Ostur í smjördeigshorni. Góða skapið. Ullarhúfa og um- vefjandi teppi. Þá er allt fullkomnað fyrir lautarferð í Laugardal á fegurstu dögum skammdegisins. Lautarferðum þarf ekki að linna þótt fyrsti vetrardagur hafi sýnt sig í dagatali og veðráttu, og lautarferð í Laugardal svíkur engan. Þar er allt fyrir hendi til að gera góðan dag enn betri og innan seilingar að fara á skauta eða í sund, og heimsækja húsdýr í vetrarbúningi því opið er alla daga ársins frá 10 til 17 í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. Samt er feikinóg að ganga saman um dalinn, fóðra endur á tjörnum Grasagarðsins, renna sér í brekkum, búa til snjókarla, tína köngla og fuglaber fyrir að- ventuna, og finna nestisborð í fallegu umhverfi þar sem gaman er að dúkleggja, bera á borð ljúf- meti og kveikja á kertaluktum meðan borgarasinn suðar í fjarska. Skelli svo á með óveðri má finna griðastað í gamla garð- skálanum og húsakynnum Café Flóru sem opin eru almenn- ingi til að njóta til klukkan 17 síðdegis. Auðvitað er svo hvarvetna hægt að skapa ógleymanlegar minningar þótt úti sé kalt og dagurinn stuttur. Eina sem þarf er hlýr klæðnaður, nesti og smá fyrirhyggja til að útbúa fallega samverustund á töfrandi stað eftir leiki og samveru í vetrar- ríkinu. thordis@frettabladid.is Lautarferð í Laugardal Kertaljós á frosnu nestisborði með gómsætum veitingum fylla sálina af gleði. Fuglaber eru jólaskraut náttúrunnar, en vilja oft heim í stofu líka. Heitt og ilmandi súkkulaði gefur yl í kroppinn og ekki skemmir unaðinn að skvetta smá koníaki saman við. Þegar kólna tekur er nauðsynlegt að eiga góða úlpu. Mikilvægt er að velja hana gaumgæfilega þannig að hún þjóni persónulegum þörfum eigandans og falli auk þess að smekk hans. Við fórum á stúfana og fundum nokkrar úlpur sem eru í senn skynsamlega hannaðar, hlýjar og fallegar. Allar úlpurnar fást í fleiri en einum lit og er um að gera að kíkja á úrvalið í viðkomandi verslun. - hs Cintamani-úlpa sem kallast Eygló og er sérstaklega létt úr ekta gæsadúni. Efnið hrindir frá sér vatni og vindi en er þó afar létt og andar. Í ermum eru stroff á úlnliðum og vasi innan á. Úlpan hefur verið prófuð í ýmsum leiðöngrum, til dæmis á Everest, og hefur reynst mjög vel. Hún fæst meðal annars í verslunum og Cintamani og kostar 22.990 krónur. Hugvitssamlega hönnuð Titanium-dúnúlpa frá Columbia. Vatnsheld og andar vel með ýmiss konar vösum, meðal annars fyrir gemsa, gleraugu og iPod. Hægt er að aðlaga þrengd að neðan, í hálsmáli og á hettu og á úlnliðum eru mjúk stroff. Við rennilás er lítill vasi þar sem finna má áfastan klút til að þurrka af gleraugum og undir handakrikum eru rennilásar til að opna og lofta út. Fæst í Ellingsen á 22.990 krónur. Hlýjar og harðgerar úlpur Loðfóðruð úlpa með fallegu mynstri bæði á herra og dömur. Fæst í 66° norður á 34.200 krónur. Síð Columbia-dúnúlpa. Hettan er með loðkraga og í hálsmáli er sylgja til að herða að svo blási síður inn undir. Úlpan er vind- og vatnsheld og fæst í Ellingsen á 16.990 krónur en Ellingsen hefur nýverið hafið sölu á Columbia- útivistarvörum. Klassísk dúnúlpa frá 66°Norður með stroffi og frönskum rennilás á úlnliðum og hettu sem hægt er að taka af. Verð er 20.700 krónur. Stásslegur snjókarl með sorgmæddan svip, enda erfiður viðskilnaður við skapara sína að kveldi. Rómantískur garðskáli Grasagarðsins, þar sem njóta má inniveru og kósíheita til kl. 17 á daginn. Hreindýrin í Húsdýragarðinum gleðjast líka yfir heimsókn mannanna þegar kólnar í dalnum. Guð skapaði heiminn til að leika sér í og mennina sem dulbúna engla. MYNDIR/GETTYIMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.