Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Betri er einn fugl í hendi en 9.999 í skógi Úr orrahríð í blanka- logn Endurútgáfa bókarinnar Tíu litlir negrastrákar minnir rækilega á að tungumálið er lifandi fyrirbæri sem tek- ur stöðugum breytingum. Guðrún Kvaran, Andri Snær Magnason og Mörður Árna- son velta fyrir sér hvað við- brögð við bókinni segja um íslenska tungu og sjálfsmynd okkar í upphafi 21. aldar. „Eins og margir ólst ég upp við bókina Tíu litlir negrastrákar og fann aldrei neitt að þessu fyrr en á seinni árum, þegar farið var að tengja þetta við enskuna,“ segir Guðrún Kvaran prófessor. Hún bendir á að vissulega megi finna fleiri dæmi um orð sem áður þóttu ágæt til síns brúks en eru ekki boðleg lengur. „Blámaður og surtur eru önnur dæmi um orð sem höfð voru yfir svertingja en þykja ekki góð og gild lengur. Fáviti er neikvætt orð og það má ekki lengur segja að nokkur maður sé klepptækur eða brjálaður, eins og almenna orðið var þegar ég var að alast upp. Helst má ekki segja gamalmenni, þaðan af síður gaml- ingi, heldur aldraður.“ Guðrún nefnir einnig að mörg orð hafi upphaflega verið búin til sem jákvæð orð en merkingin hafi snúist við í tímans rás. „Nefna má orðið vangefinn. Það þótti lengi vel hið ágætasta orð en svo fóru menn að nota það sem skammar- yrði og þá var ekki hægt að nota það í venjulegri merkingu. Það er ekki við hugtakið sjálft að sakast hedlur notkun í daglegu tali. Þá var orðið nýbúi upphaflega búið til yfir þann hóp sem var verið að taka á móti til landsins. Síðar var farið að tala um nýbúa í niðrandi merkingu og neikvæðum texta og það verkar þá um leið særandi.“ Hún segir þess líka mörg dæmi að orð sem áður þóttu verstu skammaryrði verði hlutlaus, jafn- vel jákvæð. „Það er hægt að snúa við merkingu hug- taka ef það er gert meðvitað og mark- visst. Það er ekki langt síðan það þótti verulegt skammaryrði að kalla einhvern homma eða lesbíu, en þessir hópar tóku það upp hjá sér að nota þessi orð sjálf og breyttu þannig merk- ingunni. Þetta sýnir að oft er ekki ástæða til að skipta orðum út heldur tala um þau á jákvæðan hátt og setja í annað samhengi.“ „Í fyrsta lagi finnst mér þessi bók illa ort og atlaga að öllum með brageyra,“ segir Andri Snær Magnason um endurútgáfu Negra- strákanna. „Annars er ég á báðum áttum. Ég held að fáir Íslendingar noti orðið negri sem níðyrði, ég hugsa að þeir noti sterkari orð til þess. Sem heimild verður þessi bók allt- af til. Sumir segja að þessi bók hafi ekki haft nein áhrif hér á landi. En það verður ekki framhjá því litið að kynslóðin sem gaf hana út og las var sama kynslóð og vildi ekki fá svarta hermenn til lands- ins. Við erum því ekki alveg sak- laus í þessum efnum.“ Andri segir að oft sé best að fara sömu leið og hommar og lesbíur, tileinka sér orðin frekar en að flýja þau. „Maður kemst aldrei langt áður en næsta orð verður líka ónýtt. Í Bandaríkjunum þykir orðið svartur til dæmis ekki boð- legt lengur, heldur er talað um „African-American“. En kannski er ekki hægt að fara þessa leið í þessu máli því við erum í rauninni orðanýlenda; við stjórnum ekki alveg merkingu orðsins heldur ræðst hún af miklu flóknari þátt- um. Erlenda útgáfa bókarinnar – Ten Little Niggers – er til dæmis næg ástæða til að gefa bókina ekki út.“ Andri segir að þar sem margir virðist taka endurúgáfunni illa eigi að virða það. „Hins vegar er hættan sú að það sama gerist og í Bandaríkjunum, þar sem er til- hneiging til að ritskoða þessa hluti allrækilega. Á meðan fara miklu ógeðslegri hlutir upp á yfirborðið á netinu og í tölvuleikjum. Í þýð- ingu á Bláa hnett- inum fyrir Banda- ríkjamarkað átti til dæmis að taka fyrir selát. Tólf ára börn í Banda- ríkjunum mega sem sagt ekki lesa um selát en það er í lagi að spila Grand Theft Auto. Þetta er ofboðs- lega þversagnakennt.“ Þá telur Andri möguleika á að umræðan sjálf verði skaðleg. „Börn skynja ekki að vinir þeirra séu öðruvísi þótt þeir séu ekki eins á litinn. En svo ætlum við hin full- orðnu að hefja einhverja upplýsta umræðu og af henni gætu börnin lært öll orðin og hugmyndirnar sem ekki þykir við hæfi að nota. Mér finnst engin augljós lending í þessu; þetta er félagslegt jarð- sprengjusvæði.“ „Ég held að þetta sé að mörgu leyti vondur draumur sem við vöknum af,“ segir Mörður Árnason, íslenskufræðingur og fyrrverandi alþingismaður. „Þegar ég sá þessa bók aftur varð mér aðallega brugð- ið vegna mynd- anna, sem lýsa allt öðrum hugarheimi en nú ríkir og manni finnst við hæfi. En þessi tími er ekkert svo langt undan.“ Mörður bendir hins vegar á að þegar rætt sé um óviðurkvæmileg orð verði menn að greina á milli orða sem séu í sjálfu sér hlutlaus og öðrum orðum þar sem málleg- ur grundvöllur þeirra sé byggður á fordómum. „Í fyrri flokkinn myndi ég setja orð á borð við negri en í þann seinni færu orð eins og kynvillingur og litaður. Þetta eru hiklaust niðrunaryrði sem verð- skulda ekki annað en að vera lögð af. Svo eru önnur orð, eins og svertingi , sem í sjálfu sér og oft í upphafi voru hlutlaus.“ Mörður segir umræðuna um bók- ina til marks um að sjálfsmynd Íslendinga breytist miklu hraðar en hún gerði áður. „Sumir eiga hreinlega erfitt með að fóta sig í öllu þessu. Þegar mín kynslóð rifjar upp sína bernsku man hún eftir þeim viðhorfum sem er lýst í bók- inni gagnvart öðrum en hvítum Vesturlandabúum. Afstaða Íslend- inga lýsir sér líka í því að við eigum ýmis orð um fólk af öðrum litar- hætti en erum aftur á móti hlutlaus gagnvart okkar eigin litarafti, orðið hvítingi er til dæmis notað yfir albinóa. Þetta eru sem sagt „við“ og aðrir sem eru öðruvísi á litinn. Það er ekki ástæða til að fara á flótta með orð sem eru í sjálfu sér ekki neikvæð en það verður líka að ríkja jafnræði og þarna þurfa nútíma Íslendingar að hugsa málin upp á nýtt því Íslendingar eru ekki lengur einsleit hvít þjóð, við erum nú í öllum regnbogans litum.“ THIS IS ENGLAND MYND EFTIR SHANE MEADOWS - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321 Grænmetisætur og óræð kyn Reiður Orð á flótta undan nýrri sjálfsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.