Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 88
Einn allra besti sóknar-
maður Iceland Express-deildar
karla í körfubolta hefur ákveðið
að spila með 1. deildarliði Breiða-
bliks næstu tvö tímabil.
„Ég ákvað þetta sjálfur og fékk
stuðning frá Fjölni til þess að fara.
Þeir skildu mig og mína afstöðu og
ég er mjög þakklátur fyrir það,”
segir Sovic, sem segir ekki hafa
komið til greina að fara í annað
félag.
„Það vó þungt í minni ákvörðun
að Breiðablik er með gott lið og að
ég gæti spilað í Iceland Express-
deildinni sem fyrst aftur. Ég valdi
líka að fara til Breiðabliks út af
Einari Árna þjálfara. Ég hef mikla
trú á honum og ég get vonandi
hjálpað Breiðabliki að komast upp
í Iceland Express-deildina. Það
var minn fyrsti kostur í stöðunni
að spila með Breiðabliki,“ sagði
Sovic, sem hefur gert frábæra
hluti með Fjölni undanfarin ár.
Það eru örugglega fáir búnir að
gleyma því þegar hann lék veikur
gegn Tindastóli í síðustu umferð-
inni síðasta vor en hjálpaði Fjölni
til þess að halda sæti sínu með því
að skora 41 stig og taka 13 fráköst
í sjö stiga sigri.
„Mér fannst þetta vera rétti tím-
inn til þess að yfirgefa Fjölni. Tím-
inn hjá Fjölni var mjög góður og
ég var mjög ánægður með þau
þrjú og hálft ár sem ég eyddi í
Grafarvoginum. Það var best í
stöðunni fyrir alla að ég færi,“
sagði Nemanja Sovic. „Byrjunin á
tímabilinu er búin að vera erfið og
það er mín tilfinning að liðinu
muni ganga betur án mín,“ sagði
Sovic en Fjölnir tapaði þremur af
fyrstu fjórum leikjum sínum í Ice-
land Express-deildinni. Sovic átti
mjög góðan dag í eina sigrinum,
sem kom gegn Stjörnunni, en hann
kom þá með 20 stig, 10 fráköst og
5 varin skot inn af bekknum. Sovic
hefur byrjað á bekknum í öllum
leikjunum en spilaði það eitthvað
inn í ákvörðun hans?
„Það var erfitt fyrir mig að taka
því að ná ekki að vinna mér sæti í
byrjunarliðinu en það var þó ekki
aðalástæðan fyrir því að ég vildi
fara,“ sagði Sovic. Hann hætti
einnig þjálfun kvennaliðs Fjölnis,
sem hefur tapað öllum leikjum
sínum í vetur en engu að síður
staðið sig vel í frumraun sinni í
efstu deild.
„Það var mjög erfitt að yfirgefa
kvennaliðið og mér líður verst út
af því. Ef stelpurnar fá bandarísk-
an leikmann geta þær gert ýmis-
legt í þessari deild. Ég er mjög
ánægður með þær hingað til í
vetur, þær eru að standa í liðunum
og eru ekki að tapa leikjunum illa
þrátt fyrir að spila ekki með
bandarískan leikmann. Það sýnir
okkur að það er mikið varið í
þessar stelpur því öll önnur lið
deildarinnar eru með bandarískan
leikmann innan sinna raða,“ segir
Sovic, sem ætlar að spila sinn
fyrsta leik með Breiðabliki gegn
Ármanni/Þrótti í kvöld.
Best fyrir alla að ég fór frá Fjölni
Lebron James, sem
leiddi Cleveland Cavaliers inn í
lokaúrslit NBA-deildarinnar í
sumar, var ískaldur í fyrsta leik
tímabilsins þegar Cleveland
tapaði með 18 stiga mun á
heimavelli, 74-92, fyrir Dallas.
James skoraði aðeins 10 stig í
leiknum, klikkaði á 9 af 11
skotum sínum og tapaði 5 boltum,
sem er slakasta frammistaða
hans á ferlinum í opnunarleik
tímabilsins.
„Þetta er bara fyrsti leikurinn
og vonandi getum við gleymt
honum sem fyrst. Við spiluðum
illa en svona hefur þetta verið allt
undirbúningstímabilið. Við erum
ekki að gera neitt rétt,“ sagði
James og þjálfarinn Mike Brown
orðaði þetta á einfaldan hátt. „Við
vorum bara rassskelltir. Dallas
kom hingað og gerði það sem liðið
vildi í vörn sem sókn,“ sagði
Brown.
Lebron gat ekki
neitt í stórtapi
Reggina, lið landsliðs-
mannsins Emils Hallfreðssonar,
rak í gær þjálfara sinn, Massimo
Ficcadenti, í kjölfar þess að liðið
tapaði 1-3 á heimavelli fyrir
Livorno og settist fyrir vikið á
botn deildarinnar.
Reggina á enn eftir að vinna
sinn fyrsta sigur í deildinni í
vetur en liðið hefur fengið fimm
stig út úr 10 leikjum. Renzo
Ulivieri, sem þjálfaði áður lið
Bologna, mun að öllum líkindum
taka við liðinu og þá er að sjá
hvort Emil, sem hefur verið í
byrjunarliðinu í öllum leikjunum,
haldi sæti sínu í liðinu.
Emil hefur staðið sig vel með
Reggina og fengið góða dóma
fyrir frammistöðu sína en hann
hefur ekki verið í sigurliði síðan
hann hjálpaði íslenska landsliðinu
að vinna Norður-Íra 12. septem-
ber síðastliðinn.
„Ég er búinn að standa mig það
vel að ég hlýt að fá tækifæri
áfram, en maður veit þó aldrei.
Ég reyni bara að geta eitthvað
áfram og ég hef líka fulla trú á
því að liðið rífi sig upp úr þessari
lægð,“ sagði Emil í samtali við
Fréttablaðið í gær.
Þjálfarinn var
rekinn í gær