Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 30
Áætlað er að ein af hverjum þremur konum um allan heim hafi orðið fyrir ofbeldi ein- hvern tíma á lífsleiðinni og ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot af gróf- ustu tegund. Á alheims- vísu er talið að ofbeldi gegn konum dragi jafnmargar konur til dauða og krabbamein og sé mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría til sam- ans. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er ein af megináherslum í starfi UNIFEM, sem er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna og eingöngu myndaður með frjáls- um framlögum. Hæstu framlögin koma frá aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna en auk þeirra rennur það fjármagn sem landsnefndir UNI- FEM afla til þróunarsjóðsins. Hér á Íslandi starfar landsnefnd UNIFEM sem frjáls félagasamtök og er hlutverk hennar að styðja við starf UNIFEM í baráttunni fyrir jafnrétti og bættri stöðu kvenna um allan heim. Á vegum UNIFEM er rekinn Styrktarsjóður til afnáms ofbeldis gegn konum. Sem betur fer eru framlög í sjóðinn alltaf að aukast en á hinn bóginn er þörfin því miður einnig alltaf að aukast. Á síðasta ári bárust umsóknir um tíu sinnum meira fjármagn en hægt var að úthluta. Fjáröflun fyrir Styrktarsjóðinn er eitt af forgangs- verkefnum UNIFEM á Íslandi. Fyrir- tæki eru byrjuð að styðja við sjóð- inn með frjálsum framlögum og stöðugt eru ný fyrirtæki að bætast í hópinn. Á döfinni er viðburður til styrktar UNIFEM á vegum líkamsræktar- stöðvarinnar Hreyfingar. Haldinn verður fjöldatími í zumba og þannig safnað til styrktar baráttunni gegn ofbeldi gagnvart konum í Suður- Ameríku. Zumba er æfingakerfi sem byggist á léttum sporum við suðræna tónlist og er það nýjasta í heilsuræktargeiranum í dag. Leið- beinendur verða John Fernando, kólumbískur gestakennari, og Máni Þorfinnsson, leiðbeinandi hjá Hreyf- ingu. Leikin verður dúndrandi suð- ræn tónlist og að sögn fagfólks eru sporin einföld og ættu allir að geta tekið þátt í tímanum á sínum hraða. Aðgangseyrir verður að lágmarki 1.000 kr. en allur ágóði mun renna í Styrktarsjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum. Zumba-tím- inn til styrktar UNIFEM verður haldinn í Valsheimilinu laugardag- inn 3. nóvember og verður húsið opnað kl. 13.30 en tíminn hefst kl. 14.00. Við hjá UNIFEM á Íslandi viljum hvetja alla til að taka þátt og leggja góðu málefni lið. Hægt er að skrá sig í líkamsræktarstöðinni en einnig verðum við frá UNIFEM í Valsheim- ilinu á laugardag. Höfundur er framkvæmdastjóri UNIFEM á Íslandi. Skemmtum okkur í zumba og styðjum UNIFEM Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í grein í Frétta- blaðinu 26. október sl. að áformaður vegur á milli Laugarvatns og Þingvallavatns sé góð leið. Þetta er því miður ekki rétt þegar málið er skoðað heildstætt. Umrædd leið, sem Vegagerðin kallar Lyngdalsheiðarveg, liggur nokkuð norðan Lyngdalsheiðar yfir óraskað og verndað hraunið frá Reyðarbarmi vestur að Miðfelli. Þessi leið mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminja- skrá UNESCO. Vegar- stæðið er í grennd við verðmæt vatnsból sem hætta er á að yrði spillt með framkvæmdum. Vegur með þessum hætti mun óhjá- kvæmilega kalla á frekari umferð í gegnum Þjóðgarðinn á Þingvöllum og auka mengun og spilla friðsæld. Sýnt hefur verið fram á að aukin niturmengun vegna viðbótar gegnumumferðar getur spillt lífrík- inu í vatninu vegna ofauðgunar á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Þegar allt er reiknað virðist þessi áformaða vegarbót aðeins stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Laugarvatns sem nemur fáeinum mínútum. Því miður hefur Vega- gerðin ekki tekið mark á fjölmörg- um vel rökstuddum ábendingum opinberra stofnana, samtaka, sér- fræðinga og einstaklinga um framangreind efni. Vanda þarf til vegagerðar á Íslandi og velja leiðir með þeim hætti að þær valdi ekki óásættan- legu tjóni á umhverfi okkar og nátt- úru. Vegagerð af því tagi sem boðuð er við Þingvallavatn brýtur í bága við almenn og viðurkennd náttúru- verndarviðmið og virðist ekki í samræmi við ýmsa alþjóðlega sátt- mála sem Ísland hefur undirgeng- ist. Rannsókn á málsmeðferð og efnislegum forsendum á niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum gæti nú leitt til þess að málið fari fyrir dóm- stóla. Það er brýnt að Vegagerðin finni aðra lausn til að mæta óskum íbúa um greiða og hraðfara leið til höfuð- borgarinnar. Mikil náttúruverð- mæti búa í óspilltu landi og við þennan helgasta stað þjóðarinnar er áformuð vegagerð á villigötum. Við Þingvallavatn á náttúran að njóta vafans. Æskilegt er að bæta núverandi akveg frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmskarð) eða Laugarvatnshelli (gamla Kóngs- veginn) sem ferðamannaveg um áhugaverða skoðunarstaði og með tilkomumikið útsýni yfir Þingvalla- vatn. Landvernd, Ómar Ragnarsson og Pétur M. Jónasson vatnalíffræð- ingur hafa kynnt aðrar hugmyndir um almennar samgöngubætur á svæðinu sem Vegagerðin ætti að huga betur að. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd og vandaða vegagerð. Vegagerð á villigötum Harðvítugar deilur hafa að undanförnu staðið um þá ákvörðun stjórnenda REI (útrásarfyrirtækis OR) að sameinast Geysi Green Energy ehf. Svo harðvítugar hafa þær verið að sjálfstæðis- menn í Reykjavík misstu völdin og við hefur tekið nýr meirihluti. Það er í raun hægt að halda því fram að það sem er að gerast og hefur verið að gerast í mál- efnum Hitaveitu Suðurnesja sé í raun miklu alvar- legra en það sem gerst hefur í málefnum OR. Orku- veita Reykjavíkur er ekki lögð að veði heldur á hún aðeins hlut í útrásarfyrirtæki, en Hitaveita Suður- nesja er í raun komin að 48% í eigu áhættusækinna aðila sem ætla sér að sjálfsögðu ekkert annað með henni en að græða. Fjárfestingin kostaði mikla fjár- muni og eðlilega verður krafist góðrar ávöxtunar af þeirri fjárfestingu. Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ lögðu fram tillögu í bæjarstjórn hinn 2. júlí sl. um að sveitar- félagið nýtti sér forkaupsrétt á hlut ríkisins í HS. Því miður varð ekki samstaða um það í bæjarstjórn, heldur náði bæjarstjórinn fram þeirri ætlan sinni að GGE fengi hlutinn og raunar gott betur en það. Á þessum sama fundi sagði bæjarstjórinn að það yrði aldrei samþykkt að GGE eignaðist stærri hlut í HS en Reykjanesbær. En núna er hann tilbúinn til þess að samþykkja að eitt fyrirtæki eigi tæplega helm- ingshlut í HS eða umtalsvert stærri hlut en Reykja- nesbær á og segir nú í viðtölum að hann hafi bara átt við GGE. Hvers lags málflutningur er þetta? Hversu langt er bæjarstjórinn tilbúinn að ganga til þess að þóknast þeim sem hafa aðgang að peningum? Nú tala sjálfstæðismenn um að skipta hitaveitunni upp og segja að þeir ætli sér að eiga meirihluta í nýrri hitaveitu. En þeir skýra ekki hvers konar hita- veitu þeir eru að tala um. Hin nýja hitaveita þeirra sjálfstæðismanna er hitaveita sem á dreifikerfi og verður að kaupa sér aðgang að orku sem aðrir ráða yfir. Þessir aðrir verða þá útrásaraðilarnir eða einka- aðilar sem koma til með að eiga virkjanirnar og miklar landareignir ásamt nýtingarrétti á orku- auðlindum. Mér hefur veist erfitt að skilja hvers vegna salan á hlut ríkisins í HS var framkvæmd á þann hátt sem raunin varð og engar skýringar hafa fengist á því hvers vegna þetta var gert með þessum hætti. Hita- veitan var í eigu margra opinberra aðila og því algjörlega fordæmalaust að einn aðilinn ákveði hverjir megi kaupa og hverjir ekki. Nú er að koma í ljós að fleiri eru undrandi vegna þessarar ákvörðun- ar. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 20. okt. sl. voru málefni orkufyrirtækja viðfangsefni greinar- höfundar. Sá sem skrifaði þetta Reykjavíkurbréf er allsendis ósáttur við framkvæmdina og spyr m.a. eftirfarandi spurninga vegna sölu ríkis á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja: 1.Hvers vegna var sú ákvörðun tekin? 2. Hvaða rök lágu þar að baki? Það er ljóst að salan hefur leitt til þess að einkaaðilar hafa komizt með fótinn inn fyrir dyrnar í fyrirtæki sem áður var í opinberri eigu. 3.Eru einhver tengsl milli þeirrar ákvörðunar og þeirrar atburðarásar sem þjóðin hefur orðið vitni að í tengslum við Orkuveitu Reykjavíkur? Höfundur Reykjavíkurbréfsins hafnar algjörlega þeirri aðferðarfræði sem viðhöfð var við sölu á hlut ríkisins í HS og krefst atkvæðagreiðslu þjóðinni til handa í þessu máli. Ég tek undir þau sjónarmið og hef talið rangt að farið í þessu máli. Ég ætla í lokin að leyfa mér að kasta fram eigin hugrenningum vegna þessara spurninga sem settar voru fram í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. 1. Þáði þáverandi fjármálaráðherra ráð frá aðstoðarmanni sínum, Böðvari Jónssyni, þegar ákvörðun um sölu var tekin og þá aðferðarfræði sem var viðhöfð? Og hafði þá aðstoðarmaðurinn samráð við samstarfsmenn sína í meirihlutanum í Reykja- nesbæ? 2. Eða var þessi aðferð valin vegna þess að með henni var hægt að koma hitaveitunni eða stórum hluta hennar í hendur einkaaðila sem er auðvitað í samræmi við kenningar frjálshyggjumanna sem nú ráða ríkjum í Reykjanesbæ? 3. Er það tilviljun að núverandi forstjóri GGE, Ásgeir Margeirsson, er fyrrverandi aðstoðarfor- stjóri OR og verðandi forstjóri REI? Er það tilviljun að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi Glitnisbanka- stjóri, er núverandi stjórnarformaður REI sem er komið í eigu sömu aðila og eiga Glitni? Og er það til- viljun að sömu aðilar stjórna þessu öllu, GGE, REI, Glitni, FL Group, Fasteign hf. og kannski Reykjanes- bæ? Höfundur er oddviti A-listans í Reykjanesbæ. Hitaveita til skiptanna – fyrir hverja? Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 15.990 Miele ryksugur – litlar og liprar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.