Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 6
„Þessi afdráttarlausa niðurstaða kemur mér á óvart og veldur mér vonbrigðum,“ segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). „Nú þurfum við að fara yfir afleið- ingar þessarar niðurstöðu og skoða hver staða REI er í ljósi hennar.“ Bjarni sagðist ekki geta sagt til um áhrif ákvörðunar borgar- ráðs á til dæmis samninga sem REI hefur gert um uppbyggingu erlendis fyrr en farið hefði verið nákvæmlega yfir málið. Sú viðskiptavild sem falin er í Orkuveitu Reykjavíkur, og þar með samningur til tuttugu ára um einkarétt REI á hugviti OR til útrásar, var metin á tíu millj- arða króna við sameiningu REI og Geysis Green Energy (GGE). „Miðað við minn lestur á þeim upplýsingum sem ég hef séð virðist sem verulegum fjár- hæðum sé varpað fyrir róða,“ segir Bjarni. Bjarni fjárfesti í REI og kom þar inn sem stjórnarformaður nokkru áður en sameining REI við GGE var ákveðin og útfærð. Hann vildi ekki tjá sig nánar um sína stöðu hjá fyrirtækinu, þau mál yrði að skoða eins og önnur. Sömu svör fengust þegar Bjarni var spurður hvort hann hygðist leita réttar síns fyrir dómstólum gengju samningarnir ekki eftir. Samningur um sameiningu GGE og REI er enn í fullu gildi, sem og þjónustusamningur til tuttugu ára við Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta fullyrðir stjórn GGE í yfirlýsingu í gær, undirritaðri af Hannesi Smára- syni, forstjóra FL Group og stjórnarformanni GGE. „Stjórn Geysis Green Energy undrast niðurstöðu borgarráðs og bíður þess að fá fullnægjandi skýringar á ákvörðuninni og á hvaða forsendum borgarráð telur sig geta rift gerðum samn- ingum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að það sé skilningur félagsins að gerð- um samningum verði aðeins breytt með nýjum samningum eða ákvörðun dómara. Stjórn og hluthafar muni fara vandlega yfir málið á næstu dögum. Vísað er til þess í yfirlýsing- unni að í svari Reykjavíkur- borgar til umboðsmanns Alþingis lýsi borgarlögmaður því áliti að um þá samninga sem stjórn OR gerir gildi reglur einkaréttar og þar með að stjórn OR standi að þessum samning- um en ekki borgarráð. Stjórnin óttast að ákvörðun borgarráðs geti sett stór verk- efni í uppnám og að samningar sem gerðir hafi verið við erlenda samtarfsaðila geti verið í hættu. Auk þess geti ímynd íslenskra fyrirtækja á þessum vettvangi skaðast til frambúðar vegna ákvörðunarinnar. Þannig bendir stjórnin á það í yfirlýsingu sinni að „umtalsverð fjárhagsleg verðmæti“ geti tap- ast fyrir hluthafa í REI, GGE og eigendur Orkuveitu Reykja- víkur. Reykjavíkurborg hafnar samruna Reykjavik Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy (GGE) og telur að einkaréttar- samningur milli REI og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sé óásættanleg- ur. Þetta var ákveðið á fundi borgarráðs í gær. Þar var jafn- framt ákveðið að ráðast í stjórn- sýsluúttekt á Orkuveitunni. Svandís Svavarsdóttir, for- maður stýrihóps borgarráðs um samruna REI og GGE, segir að hún hafi fyrir hönd stýrihópsins lagt fram þessar tvær tillögur í borgarráði í gær. Þverpólitísk sátt hafi náðst um tillögurnar og full- trúar allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga í borgarráði samþykkt þær. Borgarráð hefur beint ákvörðunum sínum fyrir stjórn OR, sem mun taka ákvörðun um útfærslu. Svandís segir stýrihópinn sam- mála um að verulegur vafi leiki á því hvort þeir samningar sem lagðir hafi verið fyrir stjórnar- fund OR 3. október síðastliðinn hafi öðlast gildi. Þar var samein- ing REI og GGE samþykkt. Í greinargerð með tillögu stýri- hópsins segir að upplýsingagjöf og kynning á tuttugu ára þjónustu- samningi OR við REI og samein- ingu REI og GGE hafi brugðist. Stjórnarmönnum sé ekki ætlað að taka umfangsmiklar ákvarðanir án þess að fyrir því hafi legið sam- þykktir eða rökstuðningur. „Hér hafa allar reglur verið þverbrotnar,“ segir Svandís. „Hér hefur umboð farið fyrir ofan garð og neðan í sumum málefnum. Hér hafa verkferlar verið meira og minna á skjön. Það hefur blasað við í opinberri umræðu að kynn- ingu var ábótavant. Opinberri umræðu var ábótavant, og kjörnir fulltrúar fengu jafnvel ekki nægar upplýsingar á ýmsum stigum. Það út af fyrir sig er tilefni til að taka allan gjörninginn upp.“ Borgarráð samþykkti einnig til- lögu um að gerð yrði stjórnsýslu- úttekt á OR, og hefur innri endur- skoðun borgarinnar verið falið að vinna úttektina. Þar á meðal ann- ars að kanna stjórnskipulag og ábyrgð á verkefnum, hlutverk stjórnar og stjórnenda. Enn fremur á að fara yfir það hvernig OR hafi staðið að stofnun félaga, og hvernig eftirliti með slíkum félögum sé háttað. Vinnu stýrihópsins er hvergi nærri lokið þrátt fyrir að hann skili af sér þessum tillögum, segir Svandís. Ætlunin er að hópurinn skili skýrslu til borgarstjórnar í lok nóvembermánaðar. Svandís segist ekki óttast að ákvörðun borgarráðs í gær kunni að skapa grundvöll fyrir því að þeir sem stóðu að sameiningu GGE og REI krefjist skaðabóta. Besta niðurstaðan væri sú að allir aðilar sættust á málalyktir, en verði niðurstaðan óviðunandi fyrir einhverja aðila geti þeir leitað réttar síns. „Ég myndi vilja sjá að fjárfestar og aðrir sem koma að þessu máli áttuðu sig á því að almenningur gerir þessa kröfu sem við erum að reisa hér í borgarráði í dag,“ sagði Svandís. Borgin hafnar sam- runa orkufyrirtækja Allar reglur voru þverbrotnar við sameiningu Geysis Green Energy og Reykja- vik Energy Invest segir Svandís Svavarsdóttir. Borgarráð lætur vinna stjórn- sýsluúttekt á Orkuveitu Reykjavíkur. Óttast ekki að ósáttir leiti réttar síns. Fé kastað á glæ og orðsporið skaðað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.