Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 46
 2. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið vetrarlíf Þegar skauta- og skíðaskórnir eru farnir að þrengja að fætinum er óhjákvæmilegt að endurnýja. Í Skíða- þjónustunni á Fjölnisgötu 4b á Akureyri er nokkurs konar skiptimarkaður á skíðaskóm, skautum, hjólum og skíðum. „Við erum með nýtt og notað og tökum notað upp í nýtt og notað upp í notað,“ segir Viðar Garðarsson, verslunarmaður í Skíðaþjónustunni, glaðlega. Hann hefur staðið vaktina í yfir 20 ár og segir alltaf mikið að gera, einkum þegar snjór sé á jörð. Nú eru Akureyringar farnir að framleiða sinn eigin snjó í Hlíðarfjalli og auðvitað eykur það viðskiptin hjá Vidda, en svo er kaupmaðurinn snjalli kallaður. „Ég sel skíði og skauta á veturna og hjól á sumrin og við erum bæði með skíðaverkstæði hér og hjólaverkstæði,“ lýsir Viðar hress í bragði. „Sumir fara á skíði, kannski tvisvar, þrisvar á ári, en vaxa svo upp úr skónum og þeir eru sem nýir. Krakkar stækka náttúrlega hratt og þurfa að skipta um skíðaskó og skauta á hverju ári. Þeir fá hér aðra stærri í staðinn og borga einhvern þúsundkall á milli.“ Viðar bjó til búðina, eins og hann orðar það, fyrir rúmum 20 árum, meira að segja heima í bílskúr til að byrja með. „Ég var töluvert á skíðum og var skíðaþjálfari líka en svo fór ég út í verslunarrekstur enda vantaði svona þjónustu.“ Hann telur skiptiþjónustu með skíði og skauta hafa verið í borginni líka, nánar tiltekið í Sportmarkaðinum, en hún hafi lognast út af því snjóinn hafi vantað og þar með við- skiptin. „Nú fæ ég bara Sunnlendingana hingað norður enda er opið hér frá 10 til 19 bæði laugardaga og sunnu- daga að vetrinum ef snjór er,“ segir hann kampakátur. „Oft kemur fólk að sunnan á föstudagskvöldum og áttar sig á að skórnir eru of litlir. Þá þarf ég að vera á svæðinu enda er oft fjör hérna hjá okkur. Ég er með stóran lager og nóg handa öllum.“ Hann segir minna um að fólk endur- nýi skíðin sín enda þurfi ekki að skipta þeim eins ört út og skónum. „Skíðin geta dugað lengur og þau mega vera lítil,“ segir hann. „Það gerir ekkert til þótt þau séu stutt.“ Viðar segir bjart yfir haustinu því nýbúið sé að ræsa snjóvélarnar í fjallinu. „Göngumenn fóru líka um daginn aðeins að gá hvort færið væri komið. Þeir allra hörðustu. Menn eru svona í startholunum og þetta lofar góðu.“ gun@frettabladid.is Notað upp í nýtt og notað upp í notað Viðar leitar vel og finnur eitthvað handa öllum í Skíðamiðstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.