Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 78
Það er ekki ofsögum sagt að upplausnarástand ríki í plötuútgáfu. Sala á geisladiskum heldur áfram að dragast saman og tónlistarmenn keppast við að máta nýjar aðferðir til þess að koma tónlist sinni í verð og til hlustenda. Það vakti mikla athygli þegar Prince lét nýju plötuna sína fylgja með breska dagblaðinu Mail on Sunday. Síðan hafa fleiri fylgt í kjölfarið, þ.á m. Ray Davies, en nýja platan hans Working Man’s Café fylgdi með Sunday Times viku áður en platan kom í verslanir. Sú staðreynd að geisladiskar fylgja oft með breskum dagblöðum sem sum kosta langt undir hundrað- kallinum er auðvitað sönnun þess hve framleiðslukostnaður á geisla- diskum er ofboðslega lítill. Stærsta sprengjan í útgáfubransanum er samt að sjálfsögðu plata Radiohead, In Rainbows. Enn er óvíst hve margir hafa sótt sér plötuna á Netið og hvað þeir hafa borgað, en það má bóka að tekjur sveitarinnar af útgáfunni séu umtalsverðar. Uppátækið hefur mælst misvel fyrir hjá öðrum tónlistarmönnum, en nú þegar er talað um að fleiri þekktir listamenn hugleiði að feta í fótspor sveitarinnar, þ.á m. Oasis og Jamiro- quai. Þetta er samt möguleiki sem aðeins þekktir tónlistarmenn geta nýtt sér. Það þýðir ekki fyrir nýja listamenn að bjóða hlustendum að borga bara það sem þeim dettur í hug fyrir tónlist. Það er nú komið á hreint að XL-útgáfan, sem gaf út sólóplötu Thoms Yorke og hefur listamenn eins og White Stripes, MIA og Dizzee Rascal á sínum snærum, mun gefa In Rainbows út á geisladiski. Þar með hefur Radiohead kvatt EMI og er komin á mála hjá fyrirtæki sem er óháð útgáfurisunum fjórum. Risarnir eiga undir högg að sækja og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Madonna mun t.d. vera að yfirgefa Warner. Hér á Íslandi gefur Mugison sína plötu út sjálfur og selur hana beint á vefsíðunni sinni – niðurhal og platan send um hæl. Þeir hörðustu tala um að tími plötufyrirtækjanna sé brátt liðinn. Ég vona svo sannarlega að svo sé ekki. Menn gleyma því að tónlistarsagan er vörðuð frábærum plötuútgáfum sem voru stofnaðar af ástríðufullum ofurhugum sem höfðu mikil og jákvæð áhrif á tónlistarsöguna: Atlantic, Studio 1, Stax, Rough Trade, Factory, Tommy Boy, Warp, Sub Pop... Listinn er endalaus. Allt í lausu lofti Í skjóli agalegs fjölmiðla- fárs, hárleysis og forræðis- deilu sendir Britney Spears frá sér nýja plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson athug- aði hvort poppprinsessan væri tilbúin að taka við drottningarkrúnunni. Blackout, fimmta plata Britney Spears, kom í verslanir í vikunni og núna loksins, loksins virðist eitt- hvað jákvætt vera að eiga sér stað í lífi Britneyjar, sem verður ekki 26 ára fyrr en í byrjun desember. Britney hefur undanfarin ár verið skotspónn harkalegrar umfjöllunar fjölmiðla sem þreytast ekki á því að fjalla um atferli hennar dag hvern. Reyndar verður að segjast alveg eins og er að Britney sjálf er líkleg- ast sú sem ýtir fárinu mest áfram með ýmsum uppátækjum. Nær- buxnalaus úti á lífinu, partístuð með Paris Hilton, árás á ljósmyndara með regnhlíf, tíðar heimsóknir í afvötnun, vægast sagt ömurleg frammistaða á MTV-tónlistarhátíð- inni og síðan allar deilurnar við hinn hæfileikalausa rappara K-Fed, allt eru þetta atriði sem lesendum bæði slúðurblaðanna og mbl.is finnst ekki leiðinlegt að fylgjast með. „Þetta er Britney, tík!“ Á þessum orðum hefst fyrsta smáskífulag Blackout og um tíma mátti líka heyra þetta þegar maður heimsótti heimasíðu Britney. Lagið heitir Gimme More og er það lag Britn- eyjar sem náð hefur hæst inn á Bill- board-vinsældalistann í Bandaríkj- unum. Lagið situr þar nú í þriðja sæti en aðeins lagið … Baby One More Time hefur náð alla leið á toppinn. Myndbandið við Gimme More er í anda fyrri myndbanda Britney þar sem hún sést dansandi í efnislitlum fötum að sýna hversu agalega kyn- æsandi hún er. Alltaf eru þessi myndbönd jafn ömurlega full af sýndarveruleika þar sem undir niðri ríkir blússandi sjálfsóöryggi. Hvers vegna er tónlistin ekki sjálfri sér næg, hvers vegna þarf einnig eitt- hvað kynferðislegt til að selja tón- listina? Athyglisverðast við myndbandið er samt munurinn á ljóshærðri Britney og þeirri dökkhærðu en sú síðarnefnda er töluvert óheflaðri. Dökkhærða Britney má einnig finna á plötuumslaginu og sýnir kannski að Britney er enn að þroskast enda ekki nema 25 ára gömul. Blackout hefur verið kölluð upp- risuplata Britney en langt því frá allir eru sammála um að svo sé. Sem fyrr kemur úrvalslið tónlistar- manna og upptökustjóra að plöt- unni. Svíar koma eins og vanalega mikið við sögu í lagasmíðunum en helst ber að nefna þátt Nate „Danja“ Hills, tónlistarlegs afsprengis Timbalands. Um þessar mundir stefnir Danja í að verða heitasti og eftirsóttasti takta- smiður tónlistarbransans, ef hann er ekki orðinn það nú þegar. Fleiri góðir gestir koma einnig við sögu á plötunni, til dæmis T- Pain og Pharrell Williams, en það hefur alltaf verið einkenni Britn- eyjar að fá heitustu upptökustjór- ana, taktasmiðina og lagahöfund- ana til liðs við sig hverju sinni. Réttara væri þó að segja að plötu- fyrirtæki Britneyjar, Jive, fengi þá til liðs við hana. En hvað gefur Britney í plötuna? Hún syngur vissulega og karakter hennar einn og sér selur fleiri plötur en samanlagðir hæfileikar flestallra tónlistarmannanna sem koma að plötunni, eins sorglega og það nú hljómar. Við skulum samt leyfa Britney að halda áfram að þroskast og þró- ast. Lagaheiti á borð við Why Should I Be Sad, Break the Ice, Hot as Ice, Freakshow og Get Naked (I Got a Plan) sanna alla- vega að Britney er ekki alveg búin að koma öllum sínum andlegu málum á hreint. Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm er með tvær nýjar plötur í undirbúningi. Eftir um það bil viku lýkur hann við litla plötu sem verður gefin út í næsta mánuði og í lok ársins hefur hann upptökur á stórri plötu. Svíinn Jens Lekman og samstarfsmaður hans, skoski píanóleikarinn Bill Wells, koma við sögu í nokkrum lögum á minni plötunni. „Það var frá- bært að vinna með þeim. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Benni, sem kynntist Lekman á Airwaves-hátíðinni á síð- asta ári. „Mig langaði að gefa út plötu í minni kant- inum, bara til að gefa út á Íslandi. Ég vildi hafa þetta lítið í sniðum, í litlu upplagi og með engu markaðsátaki,“ segir hann. „Þessi litla plata er í rauninni til þess að ég geti slakað á því það er svo leiðinlegt að gera ekki neitt.“ Benni, sem gaf í fyrra út plötuna Kajak, notast við mun færri hljóð- færi á þessari litlu plötu, aðeins gítar og píanó auk þriggja blásturshljóðfæra. Upptökur á stórri plötu hefjast síðan í lok ársins. „Ég kem mér eiginlega allt- af í þá stöðu að vinna rosa- lega hratt. Þá kem ég þeim sem eru að vinna með mér í þá stöðu að vinna mjög hratt. Í þetta skipti ætla ég bara að taka upp, láta útgefandann fá hana og halla mér aftur.“ Eins og kom fram í Frétta- blaðinu í gær á Benni þrjú lög á heimasíðu David Byrne, fyrrverandi forsprakka Talking Heads. „Mér finnst hann flottur en hef ekkert fylgst meira með honum en öðrum,“ segir Benni, en viðurkennir að um mikinn heiður sé að ræða. Tvær nýjar plötur frá Benna Hljómsveitirnar Nilfisk, Hellvar, Cliff Cla- vin, Coral, Johnny and the Rest og Sign halda tónleika á Gauki á Stöng í kvöld ásamt karla- kórnum Fjallabræðrum til styrktar bættum vegasamgöngum til Vestfjarða. „Við erum rosalega góðir vinir, ég og Ásgeir og Halldór sem sjá um kórinn, og þekkjumst að vestan,“ segir Ragnar Sólberg, söngvari Sign. „Við höfum alltaf rætt um þetta á léttu nótunum þegar við hittumst. Við í Sign vorum beðnir um að spila á þessum tónleikum en gátum það ekki því bassa- leikarinn býr á Akureyri. Þannig að við ákváðum að láta verða af þessu og tóna okkur niður og gera lag með Fjallabræðrun- um. Ég held að þetta verði rosalega töff.“ Ætla þeir að syngja saman lag Sign, When Demons Win, í órafmagnaðri útgáfu og verður spennandi að sjá hvernig útkoman verður. Allir meðlimir Sign eru ættaðir frá Ísafirði og því er þeim afar hugleikið að vegasamgöngur til Ísafjarðar verði bættar. „Það er stundum alveg hræðilegt að keyra þangað,“ segir Ragnar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til sam- gönguráðuneytisins. Húsið verður opnað klukkan 21 og kostar 1000 krónur in. Syngja með karlakór SMS LEIKUR Vi nn in ga rv er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.