Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 70
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grinda-
vík fagnar sextugsafmæli á morgun
laugardag.
Dagurinn hefst með menning-
ar- og sögutengdri göngu, undir leið-
sögn Sigrúnar Franklín, um Þór-
kötlustaðanes þar sem nýtt söguskilti
verður vígt. Nesið, sem skiptist í Þór-
kötlustaðanes og Hópsnes, er sögu-
svið útgerðar í Grindavík þar sem
minjar um verbúðir standa ennþá. Á
austanverðu nesinu er síðan einn elsti
byggðakjarninn í Grindavík.
„Saga björgunarsveitarinnar og
nessins er samtvinnuð. Þarna bjó
fólk við sjósókn og róðra fram undir
miðja síðustu öld og samtals hefur
björgunarsveitin bjargað 232 sjó-
mönnum úr sjávarháska og drjúgum
hluta á nesinu,“ segir Óskar Sævars-
son, ferða- og markaðsmálafulltrúi
Grindavíkur, sem er einnig forstöðu-
maður Saltfisksetursins og hefur
starfað með björgunarsveitinni í ára-
tugi.
Gangan sem er í boði björgunar-
sveitarinnar, Grindavíkurbæjar og
Saltfisksetursins hefst klukkan 13.
„Skiltið segir sögu gamla byggða-
kjarnans ásamt því að sýna fornar
minjar um sjósókn á staðnum. Einn-
ig eru þar öll kennileiti og örnefni
ásamt strandstöðum,“ útskýrir Óskar
sem segir að gangan taki um klukku-
stund með fræðslustoppum og endi
í húsakynnum björgunarsveitarinn-
ar að Seljabót 10. Þar verður opið hús
frá klukkan 13-17 á laugardag.
„Sveitin býður til afmælisveislu þar
sem allir eru velkomnir. Þar verður
saga sveitarinnar til sýnis í máli og
myndum yfir veglegum veigum. Þetta
er ein elsta björgunarsveit landsins
og á sér stórmerka sögu. Við ætlum
að bjóða upp á risastóra afmælistertu
ásamt góðgæti fyrir krakkana og
hoppukastala ef veður leyfir,“ segir
Óskar sem býst við góðri veislu.
„Björgunarsveitin er sterkt afl og
félagsskapur í augum Grindvíkinga
og nýtur gífurlegrar velvildar svo ég
vona að sem flestir sjái sér fært að
mæta á afmælisdaginn,“ segir Óskar
brosandi. Afmælisveislan er síðasti
liður í viðburðadagskrá Grindavíkur-
bæjar og Saltfisksetursins.
Sjá:www.grindavik.is
Bush kosinn forseti í annað sinn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Hildigunnur Kristinsdóttir
Skíðabraut 15, Dalvík,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudag-
inn 29. október sl. verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju
laugardaginn 3. nóvember kl. 13.30.
Börn, barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
Elín Maríusdóttir
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi
31. október. Útförin verður auglýst síðar.
Ólafur Björn Guðmundsson
Björn Már Ólafsson
Þórey Vigdís Ólafsdóttir
Maríus Ólafsson
Elín Soffía Ólafsdóttir
og fjölskyldur. Elskulegi eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, fósturfaðir, afi og bróðir,
Sveinn Ingvi Þorsteinsson
Deildarási 1,
lést 26. október á Krabbameinsdeildinni við
Hringbraut. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju,
föstudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar
afþakkað, en þeim sem vilja minnast hans er beint á
minningarsjóð Karitas S. 551 5606 milli 9 og 11 eða
Krabbameinsfélagið.
Jónína Kristín Vilhjálmsdóttir
Þröstur Sveinsson Guðrún Eiríksdóttir
Óla Laufey Sveinsdóttir
Þorsteinn Sveinsson Keelie Walker
Jóna Denný Sveinsdóttir
Vilhjálmur Örn Halldórsson Svanfríður Ásgeirsdóttir
systkini og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður og afa,
Kristjáns Hans Jónssonar
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 4. hæð hjúkrunar-
heimilisins Sólvangs, Ásgeirs Theodórs,
yfirlæknis lyfjadeildar St. Jósefsspítala, og allra þeirra
sem önnuðust Kristján í erfiðum veikindum hans.
Fyrir hönd fjöskyldunnar,
Ásdís G. Konráðsdóttir.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug á einn eða annan
hátt vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra,
Sigurðar Magnúsar
Magnússonar
Esjubraut 39, Akranesi.
Sérstakar þakkir til Höllu Skúladóttur krabbameins-
sérfræðings og starfsfólks deildar 11-B á LSH og
einnig til Hallveigar Skúladóttur hjúkrunarfræðings og
Heimahjúkrunar SHA.
Björnfríður Guðmundsdóttir
Magnús Hólm Sigurðsson
Ásta Ósk Sigurðardóttir Jóel Bæring Jónsson
Selma Sigurðardóttir Þorvaldur Sveinsson
og afabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
Sigurður V. Hallsson
Lindargötu 57,
lést fimmtudaginn 18. október á líknardeild
Landspítalans Landakoti. Útför hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Hrafnhildur Eyjólfsdóttir
Margrét Sigurðardóttir Friðjón Örn Friðjónsson
Anna Mariella Sigurðardóttir Jakob Gunnarsson
Benedikt Sigurðsson Eyjólfur Rósmundsson
Hekla Gunnarsdóttir Elísabet Rósmundsdóttir
Páll Viðar Jensson Unnur Rósmundsdóttir
og afabörn.
„Hommar vilja að ég sé sam-
kynhneigður en gagnkyn-
hneigðir vilja það ekki. Þeir
blaðamenn sem ég tala við
vonast allir til þess að ég
leysi frá skjóðunni. Ég vildi
óska þess að fólk hætti að
velta sér upp úr mínu lífi og
færi að lifa sínu eigin lífi.“