Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 33
Tískan fer oft í hringi og vekur það kátínu hjá eldri kynslóð- inni þegar gömlu hallærislegu fötin og fylgihlutirnir líta aftur dagsins ljós. Eins manns rusl getur verið annars manns fjársjóður og nú ætti fólk að hugsa sig tvisvar um áður en það fleygir stóru, litríku gleraugunum sem sáust víða í kringum fæðingartíma Stöðvar 2. Gunnhildur Þórðardóttir mennta- skólanemi er ein þeirra sem fallið hafa kylliflatir fyrir töfrum súpu- skálagleraugnanna sem þekja hálft andlitið og setja svo sannar- lega sinn svip á eigandann. „Ég fékk mín gleraugu í Popp á Laugaveginum en þar er mikið úrval. Þar eru margar tegundir frá fjölbreyttum merkjum. Þó að þetta séu gömul gleraugu þá eru þau samt ónotuð þar sem þetta er gamall lager,“ útskýrir Gunnhildur sem er mjög ánægð með gleraugun sín. Hún lét setja gler með styrk- leika í umgjörðina í gleraugnabúð og var það lítið mál. En hvað er svona heillandi við þessi gler- augu? „Þau eru sérstök og það eiga ekki allir eins gleraugu. Mér finnst þau líka bara flott og gaman að vera með þau,“ segir Gunnhildur og bætir við hlæjandi að fyrst hafi mamma sín fengið dálítið sjokk þegar hún sá gleraugun en hafi svo vanist þeim. „Hún átti nú svona gleraugu sem ég ætlaði fyrst að vera með og ég fór með þau til gleraugna- smiðs. En af því að þau voru gömul og notuð þá var ekki hægt að setja nýtt gler í því þá var hætt við því að þau myndu brotna,“ segir Gunnhildur sem á nú gráröndótt gleraugu með gyllingu að ofan. „Gleraugun hafa vakið mismikla lukku en það er aðallega fjölskyld- an sem talar um þau. Þeim finnst þetta dálítið fáránlegt en ég hef samt fengið mikið hrós frá jafn- öldrum mínum,“ segir Gunnhildur kímin. Vinkona hennar á sams konar gleraugu og fékk hún þau í Kolaportinu þannig að hægt er að nálgast þau víða. Frá því að Gunn- hildur keypti sín gleraugu í ágúst hefur hún orðið vör við auknar vinsældir gleraugnanna. „Ég hef séð heilmikið af fólki með svona en það er aðallega fólk á mínum aldri,“ segir Gunnhildur og heldur áfram að brosa framan í heiminn með geggjuð gleraugu á nefinu. Geggjuð gleraugu Ný s endi ng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.