Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 72
Oft vildi ég óska að ég væri meiri bókaorm- ur. Sérstaklega þegar viðrar illa eins og gert hefur undan- farna daga. Ég get nefnilega auðveldlega séð sjálfan mig fyrir mér, sitjandi við gluggann að lesa góða skáldsögu meðan vindur- inn myndar heila sinfóníu í trján- um fyrir utan og rigningin slær taktfast á þakið og gluggann minn. Það er eitthvað svo rómantískt við þá mynd í huga mér. Sama má reyndar segja um sólríkan dag á ströndinni, þar sem ég sé sjálfan mig með bók í hönd í skugga af gömlum hjalli og það eina sem ég heyri er hljóðið í öldunum þegar þær skella á landinu. Þessi bók- lestur minn á sér þó nær eingöngu stað í hugarskotum mínum. Í raunveruleikanum er ég allt of upptekinn til að setjast niður og lesa. Það geta liðið margar vikur án þess að ég opni bók og ég er alltaf í kapphlaupi við tímann að gera eitt- hvað annað. Þegar ég kem svo heim á kvöldin hefur sjónvarpið oftast vinninginn. Þegar amma mín var að alast upp var slegist um þær fáu bækur sem voru í boði og þær voru lesnar aftur og aftur. Foreldrar mínir náðu líka í skottið á þessari menningu, rétt áður en sjónvarpið fór að tröllríða öllu lífi fólks. Núna er framboðið af afþreyingu orðið svo mikið að fólk er nánast ónæmt fyrir áreiti. Heim- ili landsins eru full af raftækjum sem keppast um athyglina og miðla þess á milli blikkandi auglýsinga- borðum eða orðræðu um ágæti ein- hverrar vöru yfir viðstadda. Frétt- irnar í útvarpinu kallast á við fréttirnar í sjónvarpinu og senni- lega er enginn að hlusta nema vegg- irnir. Oft hafa foreldrar mínir sagt mér að vera duglegri að lesa bækur. Það er sá raunveruleiki sem þau ólust upp við. Það er spurning hvort ég mun í framtíðinni hvetja börnin mín til að horfa á DVD og flakka nú aðeins meira um netið, enda verði þá komið annað og enn ágengara form afþreyingar sem ég mun þá hvorki skilja upp né niður í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.