Fréttablaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 58
BLS. 12 | sirkus | 2. NÓVEMBER 2007
Á tískuvikunni á Ítalíu á
dögunum sýndi ítalska
hátískumerkið GUCCI
vorlínu 2008. Það vakti athygli
hvað pinnahælar voru
áberandi en margir
tískuspekúlantar voru
búnir að úrskurða þá
dauða. Nei, aldeilis ekki,
GUCCI lýgur ekki. Á
sýningunni var líka
mikið um bleika tóna,
stuttar buxur og
dömuleg snið. Glamúr-
gellur sem elska
pinnahæla og bleika liti
geta því glaðst
allhressilega yfir
þessum fregnum.
Pinnahælar eru ekki
búnir að vera
G
U
C
C
I
Afmælisþema um helgina
„Ég verð með lítið matarboð á laugardaginn þar sem
ég átti afmæli í vikunni. Síðan ætlar maðurinn minn að
bjóða mér út að borða á sunnudaginn af sama tilefni.
Hver veit nema að maður skelli sér í sund, það er svo
gott svona um helgar.“
BRYNJA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR, BLAÐAMAÐUR Á
ÍSAFOLD.
Aðallega vinnuhelgi
„Helgin mun einkennast mest af vinnu hjá mér. Ég er
að sýna í Borgarleikhúsinu í sýningunni „Viltu finna
milljón?“ og önnur sería Sigtisins (þriggja diska
eðalútgáfa) kemur út á DVD núna 1. nóvember og af
því tilefni munum við Sigtis-bræður hittast og leggja á
ráðin um hvernig sé vænlegast að herja á landann. Ef
tími gefst mun ég síðan reyna að gera eitthvað
skemmtilegt með fjölskyldunni.“
GUNNAR HANSSON, LEIKARI OG ÞÁTTASTJÓRNANDI.
Helgin mín
Verslunin IPK Heimili og hugmyndir var
opnuð í vikunni með pomp og prakt.
Verslunin selur vandaðar heimilisvörur
á viðráðanlegu verði. Margt var um
manninn á opnuninni og notalegt
andrúmsloft verslunarinnar umvafði
gesti og gangandi.
Opnun á IPK Heimili
og hugmyndir
OPNUN VERSLUNAR, HUGMYNDIR OG HEIMILI Mikið hefur verið lagt í umgjörð verslunarinnar og góðar hugmyndir
leynast í hverju horni. MYNDIR/VÖLUNDUR
OPNUN VERSLUNAR, HUGMYNDIR OG HEIMILI Kristín
Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og austurríski
vínbóndinn Hubert Sandhofer skáluðu í eðalvíni
ræktuðu frá Hubert sjálfum. Það er gaman að sjá
hvernig Kristín brýtur upp svartan klæðnaðinn
með þessu rómantíska armbandi og hringnum
sem hún ber.
OPNUN VERSLUNAR, HUGMYNDIR OG HEIMILI
Björg Þórhallsdóttir óperusöngkona og Steinunn Birna Ragnardóttir
píanóleikari stilltu saman strengi sína. OPNUN VERSLUNAR, HUGMYNDIR OG
HEIMILI Ástin skein af Ragnhildi
Gísladóttur og Birki Kristinssyni. Takið
eftir undurfögru hálsskrauti Ragnhildar.
M
YN
D
IR
/
G
ET
TY
IM
AG
ES
Hverjir voru hvar
Helgin var þéttsetin hjá sirkusstjóranum
sem hefði ekkert haft á móti einu ullar-
sirkustjaldi eða svo til að ylja sér
á þegar ferðast var á milli
staða síðustu helgi.
Það var fjölbreytt mannhaf á
Boston sl.föstudagskvöld og
margir sem sóttu þar í
brjóstbirtu og hlýju.
Friðrik Sophusson
leit þar inn með dóttur
sinni, Gabríelu Friðriksdóttur myndlistar-
manni og Baggalúturinn Karl Sigurðsson
var þar í góðum gír. Dansleikur
Heimilistóna sem fór fram í Iðnó á
laugardagskvöldið hleypti heldur betur
blóðinu af stað í æðum sirkusstjórans.
Hljómsveitarmeðlimirnir, leikkonurnar
Elva Ósk, Katla Margrét, Ólafía Hrönn,
Vigdís Gunnars og Ragga Gísla, skörtuðu
sínu fegursta eins og þeirra er von og
vísa og héldu uppi miklu stuði ásamt
góðum gestum. Þær stöllur
Elma Lísa Gunnarsdóttir
og Edda Eyjólfsdóttir
leikkona stigu trylltan
„gógó“-dans með bandinu
og Ilmur Kristjánsdóttir
leikkona tók lagið við mikla
hrifningu viðstaddra.
Rokkdrottingin Andrea
Jónsdóttir lét ekki sitt eftir
liggja og þeytti skífum í pásum
hljómsveitarinnar. Grænmetisdrottingin
Valentína Björnsdóttir hjá
Móður náttúru sýndi flotta
takta á dansgólfinu.
Leikararnir Björn Hlynur,
Kjartan Guðjóns, Nína
Dögg og Edda Arnljóts
létu þetta samkvæmi
ekki fram hjá
sér fara sem og stjörnulög-
fræðingurinn Sveinn Andri
Sveinsson sem hafði
pússað dansskóna svo
um munaði.
Eftir svita og hita hélt
sirkusstjórinn á
Ölstofuna, en þar sást til Silju Hauksdótt-
ur leikstýru og Hörpu Þórsdóttur,
framleiðanda hjá Saga film. Þegar líða
tók á nóttina skaut Davíð Þór Jónsson
tónlistarmaður inn kollinum og hleypti
hressum straumum inn á ölið sem var
annars frekar rólegt þetta kvöld.