Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 8
Hl‡jar og fallegar barnasokkabuxur í fjölbreyttum litum ásamt leggings og sokkum. Fæst í flestum apótekum. Fita og önnur óhreinindi hverfa skotvirkar á erfiða bletti eins og fitu, blek, vaxliti, varalit, vín, matarleifar og fleira. Efninu er úðað beint úr brúsanum á blettinn og síðan þurrkað. Þarf ekki að skola. Skilur ekki eftir leifar. Burt með uppsafnaðan kísil Frábært til að fjarlægja erfiða bletti, uppsöfnuð óhreinindi, fitu, gúmmíför, kísil og sápuskánir. Notist á postulín, keramik, ryðfrítt stál o.fl. Auðvelt að skola og skilur ekki eftir himnu. Burt með blettina! Náðu burt blettum og öðrum óhreinindum úr sófum og teppum með Contempo teppa- og blettahreinsi. Helluborðið eins og nýtt Helluborðið verður eins og nýtt með Sterling keramikhelluhreinsi. Skítur á veggjum ekki vandamál Hvimleið fingraför og skítur á veggjum eru ekki lengur vandamál með SD-20 hreinsiefninu. Elísabet Bretadrottn- ing las í gær upp stefnuræðu Gordons Brown forsætisráðherra. Í ræðunni taldi hún upp nærri 30 ný frumvörp og tillögur að frum- vörpum, sem Brown hyggst fá samþykkt á þingi í vetur. Meðal annars ætlar Brown að herða aðgerðir gegn grunuðum hryðjuverkamönnum, setja strangar reglur um útblástur gróð- urhúsalofttegunda og leggja áherslu á að halda aftur af hugsan- legum kjarnorkuáformum Írana. Drottningin sat að venju í gylltu hásæti í lávarðadeild þingsins þegar hún las upp ræðuna við setningarathöfn þingsins. Sú athöfn er jafnan hátíðleg, litrík og innihaldslítil og að venju er eng- inn rökstuðningur eða nánari útfærslur á neinum þeim frum- vörpum sem talin eru upp í ræð- unni. Í ræðunni voru til dæmis engar útlistanir á því hvaða nýju heim- ildir lögreglan fær til að taka á grunuðum hryðjuverkamönnum. Lögreglan hefur krafist þess að geta haldið mönnum lengur en 28 daga í fangelsi, en sú krafa hefur mætt mikilli andstöðu. Brown þykir þó hafa fengið þarna tækifæri til þess að taka aftur frumkvæðið í breskri stjórn- málaumræðu, eftir að hafa misst verulega flugið þegar hann hætti við að boða til kosninga þegar skoðanakannanir voru ekki hag- stæðar. Brown upplýsir um áform sín Benedikt XVI páfi tók í gær á móti Abdúlla, konungi Sádi-Arabíu, en það var í fyrsta sinn sem sitjandi konungur landsins sem geymir helgustu staði íslams hittir páfa. Í tilkynningu frá Páfagarði segir að viðræðurnar hafi verið „hlýjar“ og að „jákvæðrar nærveru og starfs kristinna“ hafi verið getið. Páfagarður hefur áður lýst áhyggjum af hömlum á trúariðkun kristinna í Sádi-Arabíu. Benedikt páfi hefur sagst vilja koma á stjórnmálasambandi við öll lönd sem ekki eru í slíkum tengslum við Páfagarð, en þar á meðal eru Sádi-Arabía og Kína. Unnið að stjórn- málatengslum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.