Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 29
Ég tel að sameining Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy sé ógild. Fund- urinn sem ákvað sam- eininguna var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Boða átti fundinn með sjö daga fyrirvara en fundurinn var boðað- ur með innan við eins dags fyrir- vara. Lögmæti fundarins hefur verið kært til héraðsdóms. En auk þess var samningur um samruna útrás- arfyrirtækjanna (REI og GGE) ekki kynntur nægilega vel fyrir borgarfulltúum. T.d. liggur nú fyrir, að hvorki borgarstjóri né óbreyttir borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins vissu um 20 ára einkarétt REI á þjónustu frá Orku- veitunni. Hinir óbreyttu borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu ekki um ráðgerða samein- ingu útrásarfyrirtækjanna fyrir- fram. Hér er um svo stór mál að ræða að kynning gagnvart borgar- fulltrúum verður að vera í full- komnu lagi. Það á bæði við um sameiningu útrásarfyrirtækjanna en einnig og ekki síður um 20 ára einkaréttarsamninginn. Deila um það hvort Vilhjálmur Vilhjálms- son hafi fengið minn- isblað um 20 ára einka- réttarsamninginn skiptir engu máli í þessu sambandi. Ef það minnisblað hefur verið lagt til hans ásamt fjölda annarra skjala hefur alla vega ekki verið vakin athygli hans á þessu mjög svo mikilvæga atriði. Það er ámælisvert. Auðvit- að átti að vekja sérstaka athygli á þessu atriði. Hér hafa embættis- menn og stjórnarmenn í REI brugðist skyldu sinni varðandi það að kynna efni ráðgerðra samninga nægilega vel. Ekki verður séð að neina nauð- syn hafi borið til þess að hespa afgreiðslu framangreinds máls af í flýti. Kaupsýslumenn í einka- rekstri eru að vísu vanir að afgreiða málin hratt. En stjórn- málamönnum ber að taka nægi- legan og lýðræðislegan tíma í að afgreiða málin. Því verður ekki trúað að kaupsýslumennirnir hafi viljað hespa afgreiðsluna af til þess að stjórnmálamenn gætu ekki kynnt sér málið nægilega vel. Mál þetta verður að takast fyrir á ný. Eldri afgreiðsla er ógild. Höfundur er viðskiptafræðingur. Ógild sameining Þegar múslimar mótmæltu skop- myndum af Múhameð spámanni voru Íslendingar lítið hrifnir. Ekki vegna þess að þeim sé illa við múslima og vilji særa þá, heldur vegna þess að Íslendingum er annt um mál- frelsi. Það birtist þarna í því að dönsku teiknararnir máttu móðga múslima; fáir hér á landi hefðu verið fylgjandi lagabók- staf sem hefði meinað þeim það. Mergurinn málsins er að skv. mannréttindum á fólk að mega gera grín að hópum, gagnrýna þá eða vega að þeim á annan hátt, þó að einstaklingar séu varðir af lögum. En nú bregður svo við að í lög á að setja ákvæði sem dreg- ur úr þessum réttindum hér á Íslandi. Í frumvarpi um breyt- ingar á jafnréttislögum stendur til að banna auglýsingar (29. gr), hvort sem er í fjölmiðlum eða annars staðar á opinberum vett- vangi, sem kunna að vera „öðru kyninu til minnkunar, lítilsvirð- ingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt“. Tvennt vekur athygli. Í fyrsta lagi prinsippið sjálft. Hér á að banna auglýsingar þar sem hópur (karlar eða konur) er lítils- virtur eða eitthvað sagt sem honum kann að vera til minnkun- ar. En ef það er rétt að banna svona auglýsingar sem lúta að kynjunum, hlýtur ekki að vera jafn rétt, og því sjálfsögð krafa, að það sama eigi við um aðra hópa: Homma og lesbíur, svert- ingja og indjána, búddista og múslima? Og þá er strax komið bann við að „Tíu litlir negra- strákar“ sé auglýst. Það sama á við um „Tinni í Kongó“ eða „Ást- ríkur og víkingarnir“ ef vísað væri til þess, í auglýsingunum, hve svertingjar eða víkingar eru hafðir vitlausir í þessum bókum. Þar að auki, ef rétt er að banna svona auglýs- ingar, hlýtur þá ekki það sama að eiga við um aðra opinbera umfjöllun? Til dæmis skopmyndir af Múhameð... Annað sem vekur athygli er hve almennt ákvæðið er orðað. Ansi margt getur verið túlkað sem einhverjum til minnk- unar eða lítilsvirðingar. Einnig er hægt að hafa mismunandi skoðanir á því hvað kann að stríða gegn jafnri stöðu og jafn- rétti kynjanna. Tala nú ekki um þegar við er bætt „á nokkurn hátt“. Ekki er að efa að femínist- ar munu taka þessum lögum fagnandi, þar sem þeir eru bæði húmorlausir þegar kemur að málum er varðar kynin, og einn- ig haldnir þeirri leiðinlegu áráttu að skipta sér af því hvað annað fólk hugsar og gerir. Fræg Smáralindarauglýsing þótti klámfengin og konum til lítil- lækkunar. Banna hana! Femín- istum finnast fegurðarsýningar lítilsvirðandi fyrir konur. Banna auglýsingar um þær! Öll kynlífs- tengd viðskipti eru eitur í bein- um þeirra. Banna slíkt! Gömul auglýsing þar sem Rósa Ingólfs- dóttir dansaði hálfber innan um kappklædda karla olli mikilli hneykslan. Banna hana! Í raun er þessi 29. grein laga- frumvarpsins röng út frá prins- ippi tjáningarfrelsisins að maður á að mega tjá sig um hópa þó svo það kunni að særa þá. Við eigum að mega gera grín að Múhameð eða svertingjum, víkingum eða bændum, körlum eða konum. Við eigum líka að geta sagt opinber- lega, hvort sem það er í auglýs- ingu eða ekki, eitthvað sem kann að vera túlkað sem hópum til lít- ilsvirðingar eða minnkunar. Höfundur er doktor í stjórnmála- fræði. Ólög skríða inn kl. 08 :00 Á FÖSTUDAGINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.