Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 39
Verðlaunahátíðin World Music Awards fór fram í Mónakó á sunnudag. World Music Awards fer fram á ári hverju, en verðlaunahátíðin miðar að því að heiðra þá listamenn sem eru söluhæstir á heimsvísu hverju sinni. Að auki eru afhent goðsagna- verðlaun, eða Legend Award, til tónlistar- manns sem þykir hafa markað tónlistarheim- inn með framlagi sínu. Í ár var það söngkonan Celine Dion sem hlaut þau verðlaun, en auk þess var R&B söngkonan Patti LaBelle heiðruð sérstaklega. Leikarinn Julian McMahon, úr þáttunum Nip/Tuck, var kynnir kvöldsins, og tók þar við hljóð- nemanum úr höndum Lindsay Lohan sem fór með það hlutverk í fyrra. Vinningshafi kvöldsins var nýgræðingurinn Mika, sem vann fern verðlaun. Hip-hop tónlistar- maðurinn Akon hlaut sín fyrstu verðlaun á hátíðum af þessum toga og Avril Lavigne og Rihanna hlutu tvenn verðlaun hvor. Tónlistarmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson, eða BMV, er kominn í tíunda sætið á topp 40 listanum í Indónesíu með lag sitt Forget About Me. Lagið hefur verið fjórar vikur á lista hinnar útbreiddu útvarpsstöðvar Prambors FM en það fór beint í 27. sæti á sínum tíma. Á meðal þeirra sem eru fyrir neðan BMV á listanum eru stjörnur á borð við Ian Brown, Celine Dion, Mary J. Blige og Seal. Indónesía er fjórða fjölmenn- asta land í heiminum og því er þessi góði árangur þar í landi vatn á myllu Brynjars á sólóferli hans. Annað lag frá Brynjari, In My Place, hafði áður komist í toppsætið hjá grísku útvarpsstöð- inni Radio 1 Serres. Í tíunda sæti í Indónesíu Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson, sem nýlega gaf út plötuna Sea Son, verður aðal- gestur Söngvaskáldakvölds á Domo í kvöld. Einnig koma fram Halli Reynis, Benóný Ægisson, Valgeir Skagfjörð og fleiri. Sérstakur heiðursgestur verður hljómsveitin Mama Djombo frá Gíneu-Bissá, sem er ein þekktasta hljómsveit Afríku. Hún er komin hingað til lands til að hljóðrita nýja plötu í hljóðveri Sigur Rósar. Eru meðlimir hennar vel á annan tug. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og verða í beinni útsend- ingu Kastljóssins. Aðgangseyrir er 500 krónur. Afrískir heiðursgestir Indípoppsveitin Professor Pez frá Bergen í Noregi spilar á Organ í kvöld. Fyrsta plata Professor Pez, Let us Follow the Evil Balloon, kom út 2004. Vakti sveitin fljótt athygli fyrir kátínu og spilagleði, sem og skemmti- lega texta sem eiga margir hverjir rætur sínar í vísinda- skáldskap og bernskubrekum. Sveitin gaf núna nýverið út sína þriðju plötu sem ber heitir Hordaland. Professor Pez kemur hér við á leið sinni til Bandaríkj- anna þar sem þau spila í Boston og New York auk þess að koma fram á indí-hátíðinni Popfest! í Northampton, Massachussetts. Á Organ koma einnig fram fjörugu pönkararnir í Ælu og krútt- pönksveitin Dýrðin. Professor Pez á Organ í kvöld Verðlaunahátíð í Mónakó Borgartúni 29 + Höfðabakka 3 Smiðjuvegi 5 + Glerárgötu 34 Akureyri Aðalstræti 27 Ísafi rði + www.a4.is Pantanasími 515 5100 + Fax 515 5101 Hann er kominn út! Nýi vörulistinn okkar inniheldur fjölbreytt úrval af vörum fyrir skrifstofuna, skólann og heimilið. Pappírsvörur • Pökkun og útsending • Skriffæri og leiðréttingarvörur Límvörur • Föndurvörur • Náms- og kennslugögn • Á og við skrifborð Skjalavarsla • Fundir, ráðstefnur og framsetning • Blek- og dufthylki Tölvufylgihlutir • Skrifstofutæki • Skrifstofuhúsgögn • Ýmsar nauðsynjar Útgáfutilboð fylgir nýja vörulistanum okkar. Allt að 50% afsláttur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.