Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 23
Fjögur ungmenni stukku milli þriggja heimsálfa og þrett- án landa á aðeins hálfu ári. Ferðin sýndi þeim undur og ólíka menningarheima Suður- Ameríku, Eyjaálfu og Asíu. „Við stefndum ákveðið á Suður- Ameríku því ef við færum ekki núna yrði aldrei af því. Suður- Ameríka er á köflum ógnvekjandi staður og maður þarf að vera ungur og heimskur til að hendast þar um, en auðvitað á maður aldrei að láta hræðsluáróður stoppa sig í því að ferðast um heiminn,“ segir Renata Sigurbergsdóttir, ein ferðalanganna fjögurra sem lentu í Kostaríku 3. febrúar síðastlið- inn. „Þaðan héldum við til Ekvador, Perú, Argentínu, Úrúgvæ, Chile og Brasilíu. Ég varð óskaplega hrifin af Suður-Ameríku. Náttúr- an er stórbrotin og fögur, fólkið vinalegt og mikið ævintýri að skoða ólíka menningarheima. Þarna eru aðrar aðstæður en maður á að venjast, víða mikil fátækt og neyð, og við fundum oft að við fórum um hættusvæði, þótt heppnin hafi fylgt okkur í ferðinni og við ávallt farið með gát,“ segir Renata, sem hélt frá Suður-Amer- íku til Nýja-Sjálands og Ástralíu, og þaðan til Taílands, Hong Kong og Malasíu með félögum sínum. Ferðin endaði í Hróarskeldu í Dan- mörku í miklu rigninga- og vina- flóði sem beið þeirra í æðislegum lokapunkti ferðalagsins. „Eftir þó nokkra fyrirhöfn og leit að farmiðum sem gilda í heimsreisu hafði Anna Alfreðs- dóttir hjá Heimsferðum milli- göngu um farmiða frá Oneworld sem sérhæfir sig í ferðum á milli heimsálfa, þar sem ferðalangur- inn ákveður fjölda landa sem hann hyggst heimsækja. Margir réðu okkur frá því að velja svo marga áfangastaði fyrir ekki lengri tíma, en ferðin varð eins og við vonuð- umst eftir þótt tími væri naumt skammtaður í hverju landi og mikill menningarmunur að upp- lifa á skömmum tíma,“ segir Ren- ata um ferðalagið, sem samtals kostaði um 1,2 milljónir króna á mann. „Það kom sér vel að ferðast á deyfðartíma því þá var auðvelt að breyta plönum og alltaf laust á farfuglaheimilum, sem við gist- um á alls staðar. Flugmiðinn kost- aði tæp 270 þúsund og sjálfsagt hefðum við getað eytt minna, en það er fáránlegt að spara í svona ferð. Við vorum markvisst á ferð um lönd og staði sem við förum tæpast til aftur og nutum þess að skoða það sem okkur dreymdi um að sjá og upplifa,“ segir Renata, sem þótti gaman að spá í mann- fræði þeirra menningarheima sem hún sótti heim. „Maður kynnist þó sjálfum sér best í svona ferðum og finnur hvað maður veit lítið um heiminn, lífið og tilveruna. Ég upplifði sterkt hvað við Íslendingar njót- um mikilla forréttinda, erum full sjálfstrausts og höfum það gott. Þá stendur upp úr allt fólkið sem maður kynnist, því á farfugla- heimilum eru samskipti meiri við aðra gesti en á hótelum. Eftir standa vinir úr öllum heimshorn- um sem taka á móti manni í sínu landi og maður fagnar hér heima þegar aftur er haldið af stað og aðrar slóðir heimsóttar,“ segir Renata, sem annað kvöld klukkan 20 segir frá langferð sinni um Suður-Ameríku í Farfuglaheimil- inu í Laugardal ásamt Óskari Inga Magnússyni ferðafélaga sínum. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Þrjár álfur, þrettán lönd Enn eru nokkur sæti laus í áhugaverða áramótaferð Bændaferða til Pétursborgar og Moskvu en ferðin stendur yfir frá 28. desember 2007 til 5. janúar 2008. Í ferðinni gefst tækifæri til að skoða frægustu borgir Rússlands. Gist verður í fjórar nætur í Pétursborg. Þar verður Vetrarhöll- in skoðuð auk dómkirkju heilags Ísaks og hallar Katrínar miklu í Pushkin áður en snæddur verður kvöldverður að rússneskum sið. Árið verður kvatt með kvöld- verði í Pétursborg og haldinn verð- ur sérstakur nýárskvöldverður ásamt dansleik. Loks verður gist í tvær nætur í Moskvu þar sem farið verður í skoðunarferðir um Kreml, Rauða- torgið, Tretjakov-listasafnið og fleira. Áramót í Rússlandi Ferðaskrifstofa KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.