Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 38
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 7 7 12 16 14 7 12 16 12 14 BALLS OF FURY kl. 8 - 10 EASTERN PROMISES kl. 10 DARK IS RISING kl. 6 - 8 THE HEARTBREAK KID kl. 6 7 16 7 12 16 12 14 THIS IS ENGLAND kl.6 - 8 - 10 ROUGE ASSASSIN kl.5.50 - 8 - 10.10 SUPERBAD kl.5.30 - 8 - 10.30 GOOD LUCK CHUCK kl.5.40-8 - 10.20 BALLS OF FURY kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 BALLS OF FURY LÚXUS kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 4 - 6 DARK IS RISING kl. 3.45 - 5.50 - 8 THE HEARTBREAK KID kl. 5.30 - 8 - 10.30 RESIDENT EVIL 3 kl. 10.10 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10.10 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu BALLS OF FURY kl. 6 - 8 -10 ELIZABETH: THE GOLDEN AGE kl. 5.30 - 8 - 10.30 EASTERN PROMISES kl. 8 - 10.20 SYNDIR FEÐRANNA kl. 6 - 10.20 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST "Virkilega vönduð!" - Á.J., DV HÖRKU HASARMYND MEÐ HEITUSTU TÖFFURUNUM Í DAG, SVAKALEG SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA www.SAMbio.is 575 8900i i AKUREYRIÁLFABAKKA SELFOSSI KEFLAVÍK KRINGLUNNI VEÐRAMÓT kl. 8 14 THE KINGDOM kl. 8 16 3:10 TO YUMA kl. 10:10 16 HALLOWEEN kl. 10:10 16 HEARTBRAKE KID kl. 8 - 10:20 12 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 L THE KINGDOM kl. 10:10 10 ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl tali kl. 6 L MICHAEL CLAYTON kl. 8 7 STARDUST kl. 5:50 10 THE INVASION kl. 8 16 MICHAEL CLAYTON kl. 8 - 10:30 7 THE INVASION kl. 10:10 16 DARK IS RISING kl. 6 7 ÍÞRÓTAHETJAN M/- ÍSL TAL kl. 6 L IN THE LAND OF WOMEN kl. 5:50 - 8 L THE KINGDOM kl. 8 - 10:10 10 MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 7 THE GOLDEN AGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 THE INVASION kl. 8 - 10:30 16 THE INVASION kl. 5:30 8 - 10:30 ÍÞRÓTAHETJAN M/- ÍSL TAL kl. 6 L HEARTBRAKE KID kl. 8 12 THE BRAVE ONE kl. 10:30 16 STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 10 ASTRÓPÍÁ kl. 6 L - bara lúxus Sími: 553 2075 ROGUE ASSASSIN kl. 5.50, 8 og 10.10 16 ÆVINTÝRAEYJA IBBA kl. 6 - 600 kr L EASTERN PROMISES kl. 5.50, 8 og 10.10 16 THE HEARTBREAK KID kl. 8 og 10.10 12 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á H Ö R K U H A S A R Eitt af því góða við tónlistarheim- inn á Íslandi undanfarin ár er að samhliða hafa verið í gangi mjög ólíkar senur. Harðkjarnasenan sem tengist m.a. vefsíðunni dordingull.com hefur verið öflug í nokkur ár og hefur þróast mikið. Ein af þeim sveitum sem hafa verið áberandi á þeim vettvangi er I Adapt sem nýlega sendi frá sér sína þriðju plötu, Chainlike Burden sem er hér til umfjöllunar. I Adapt er fjögurra manna sveit, skipuð Birki sem syngur, Inga sem spilar á gítar, Villa bassaleikara og Ella trommuleikara. Hún hefur verið starfandi frá 2001 og hefur vakið nokkra athygli erlendis á meðal áhugamanna um þunga og harða rokktónlist, hefur m.a. spil- að töluvert í Evrópu. Tónlistin á Chainlike Burden er ekki beint harðkjarni eins og maður á að venjast, heldur er þetta kraftmikið þungarokk sem teygir sig stundum í átt að klass- ísku þungarokki. Það eru tíu lög á plötunni. Þau eru mishröð, en eiga það öll sameiginlegt að vera mjög kraftmikil. Platan hefur sterkan heildarsvip, en þau lög sem maður fær strax á heilann eru fyrsta lagið, hið þunga og massífa Future In You, Historical Manipulation og Sinking Ship sem er eitt af hæg- ari lögunum og er algjörlega ómót- stæðilegt. Ég held líka upp á Close To Home sem er ein mínúta og 45 sekúndur af samþjappaðri orku. Það er ekki mikil nýjungagirni í gangi á plötunni, en þetta eru fín lög og vel útfærð. Hljómurinn á Chainlike Burden er frábær. Ég man ekki í svipinn eftir flottari hljómi á islenskri rokkplötu úr þessum geira. Gítar- hljómurinn, sem skiptir mestu máli í svona tónlist, er magnaður og það sama má segja um mátu- lega rifið bassasándið og djúpt trommusándið. Krafturinn í band- inu skilar sér vel inn á upptökurn- ar. Söngur Birkis kemur líka vel út; það er eins og hann sé að öskra í kapp við hljóðfæraleikinn. Text- arnir eru persónulegir og fullir af meiningum. Á heildina litið er Chainlike Bur- den fínn gripur. Hálftíma orku- sprengja sem virkar vel frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hálftíma orkusprengja Rokkstjarnan Magni Ásgeirsson fær góða dóma í veftímaritinu Blogcritics.org fyrir fyrstu sóló- plötu sína Magni, sem er nýkomin út erlendis. Þar segir gagnrýnandi að Magni virðist hafa gengið í gegnum miklar breytingar við gerð hennar. „Það er melankólsk- ur hljómur á plötunni þar sem þrá og eftirsjá eru áberandi,“ segir í dómnum, þar sem Magna er líkt við hljómsveitina REM. „Þótt plat- an höfði kannski ekki til aðdáenda hans sem vilja rokk og ról þá höfð- ar hún án efa til þeirra sem vilja hlusta á mýkri og einlægari tóna flutta á tilfinningaríkan hátt. Mér fannst þessi plata sýna aðra hlið á Magna, sem hingað til hefur komið fyrir sem fyndinn náungi með afslappað lífsviðhorf.“ Þrá, eftirsjá og einlægni Á annað þúsund eintök af fyrstu plötu hljómsveit- arinnar Sprengjuhöllin, Tímarnir okkar, fóru í dreifingu á heimasíðunni Torrent.is nokkrum dögum áður en hún kom út í byrjun október. „Við gerðum athugasemd við þennan Svavar [Lúthersson, fram- kvæmdastjóra Istorrent efh.] og mér skilst að allt hafi verið tekið út. Við þurfum samt að vera vak- andi fyrir því ef þetta er að dúkka upp aftur og aftur,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, söngvari og gítarleikari Sprengjuhallarinnar. Hann segir að vissulega gæti þetta komið sér illa fyrir hljómsveitina en vonast til að svo verði ekki. „Ég var rosalega glaður að sjá að Páll Óskar hafði tjáð sig um þetta,“ segir hann. Fyrirtækið Sena, sem gefur út plötu Sprengjuhallarinnar, sendi forsvarsmönnum Torrent.is einn- ig bréf þar sem beðið var um að allt efni í eigu Senu yrði fjarlægt af síðunni. „Við ákváðum að láta á það reyna en þeir hafa ekki fjar- lægt neitt svo ég viti,“ segir útgáfustjórinn Eiður Arnarson, sem óttast að þetta muni hafa slæm áhrif á sölu plötunnar. „Það er enginn vafi en ég er fyrsti mað- urinn til að viðurkenna að allt svona getur haft jákvæð áhrif. Öll traffík sem á sér stað á netinu er að miklu leyti umframneysla. Það eru ekki allir sem sækja plötur á netinu endilega að gera það í stað- inn fyrir að kaupa þær.“ Eiður segist löngu vera hættur að kippa sér upp við að tónlist sé tekin ófrjálsri hendi á netinu. „Sprengjuhöllin var ekki eins- dæmi á nokkurn hátt en traffíkin var mjög mikil þegar hún kom út.“ Páll Óskar Hjálmtýsson hótaði í samtali við Fréttablaðið í gær öllum notendum Torrent.is máls- sókn sem dreifa nýju plötunni hans þar ólöglega. Hann er greini- lega ekki einn á báti því fjölmarg- ir innan tónlistargeirans hafa horn í síðu Istorrent. Samtónn, samtök flytjenda og hljómplötuframleiðenda, hefur þegar lagt fram kæru á hendur Istorrent ehf. Gunnar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri samtak- anna, vonast til að síðan verði bönnuð sem allra fyrst því hún sé ólögleg í alla staði. „Við höfum sent þessum ágæta manni sem rekur þessa síðu bréf um að hann sé að sýsla með ólögmætum hætti. Því miður hefur þetta tekið alltof langan tíma í kerfinu. Finnskur dómur sem féll nýlega tekur af öll tvímæli um að þetta sé ólöglegt. Rauði þráðurinn í gegnum þetta er að það þarf heimild rétthafans til að setja inn efni og það er ekki gert,“ segir Gunnar. Magnús Kjartansson, framkvæmda- stjóri Sambands tónskálda og texta- höfunda og stjórnarmaður Stefs, segist skilja áhyggjurnar sem hafa verið uppi varðandi síðuna. „Það gefur auga leið að þarna er um lokað svæði að ræða sem mjög mikið af tónlistarfólki hefur ekki aðgang að og er kannski beinlínis haldið frá. Að menn skuli í skjóli hæggengs löggjafa og skilnings- leysis og kannski kunnáttuleysis komast upp með að rækta svona neðanjarðarstarfsemi fer ekki vel í mig og ég veit að sá hópur fólks sem þannig hugsar stækkar óðum,“ segir Magnús.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.