Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 13
Jeppi valt í hálku í Langadal við bæinn Fremstagil á sjöunda tímanum í fyrrakvöld. Ökumaðurinn, karlmaður á miðjum aldri, var einn í bílnum og slapp lítið meiddur. Bíllinn er töluvert skemmdur eftir veltuna, og var dreginn á Blönduós með kranabíl. Ökumað- ur bílsins var illa búinn undir vetrarfærðina, en hann var með sumardekk undir bílnum. Að sögn lögreglu var bíllinn að koma úr beygju þegar ökumaður missti stjórn á honum í hálku og fór út af veginum. Hálkublettir eru hér og þar á vegunum eftir veður undanfarinna daga. Valt í hálku á sumardekkjum Heimsmarkaðsverð á flestum landbúnaðarvörum mun fara hækkandi á næstu árum. Aðalorsökin fyrir því er snarauk- in eftirspurn í Austurlöndum, breytt ræktunarskilyrði víða um lönd og framleiðsla lífræns eldsneytis. Þetta er mat Martins Haworth, yfirmanns stefnumót- unar hjá ensku bændasamtökun- um NFU, en hann hélt erindi um þetta efni á morgunverðarfundi Bændasamtaka Íslands á Hótel Sögu í gær. Haworth telur að tími hins lága matvælaverðs, sem offramleiðsla og niðurgreiðslur hafa valdið í landbúnaði á Vesturlöndum síðustu áratugi, sé nú liðinn. Heimsmarkaðs- verð hækkar Þriggja manna áhöfn frá Landhelgisgæslunni hélt utan til Förde í Noregi í gærmorgun til þess að sækja fjórðu þyrluna í flota gæslunnar þennan vetur- inn. Þyrlan er af gerðinni Super- puma, en með komu hennar verða þrjár þyrlur þeirrar gerðar í flota Landhelgisgæslunnar, auk einnar þyrlu af gerðinni Dauphin. Áhöfn þyrlunnar mun prófa þyrluna í dag eins og reglur gera ráð fyrir áður en haldið er í lang- flug, en stefnt er að því að leggja af stað til landsins síðdegis eða á morgun. Flugtíminn fer eftir flugskilyrðum á leiðinni en þyrl- an mun lenda á Hornafirði til að taka eldsneyti áður en hún heldur áleiðis til Reykjavíkur. Að sögn Geirþrúðar Alfreðs- dóttur, flugrekstrarstjóra Land- helgisgæslunnar, er hér um að ræða sömu þyrlu og var til taks hérlendis í fyrravetur en ekki stóð til að leigja hana lengur. Nýju þyrlunni er ætlað að fylla í skarðið eftir TF-SIF sem hrapaði við Straumsvík í júlímánuði. Þyrlan verður hér í leigu fram í maí frá norska þyrluþjónustu- fyrirtækinu Airlift, en ríkis- stjórnin veitti sérstaka fjárheim- ild, 250 milljónir króna, fyrir leigu á þyrlunni út árið 2008. Superpuma kemur í stað TF-SIFJAR Hæstiréttur Simbabve hefur úrskurðað að ríkisstjórnin geti gert upptækar dráttarvélar og annan búnað hvítra bænda, sem settur var í geymslu er þeir voru flæmdir burt af jörðum sínum. Í úrskurðinum, sem féll á mánudag og var gerður opinber í gær, segir að ríkið megi slá eign sinni á búnaðinn á grundvelli laga sem stjórnarflokkur Mugabes forseta setti árið 2002. „Þetta er önnur leið til að ræna því sem fyrrverandi smábændur áttu eftir ... þetta er ekkert annað en rán um hábjartan dag,“ sagði John Worsely-Worswick, talsmað- ur hagsmunahóps brottflæmdra bænda, um úrskurðinn. Búnaður bænda upptækur Miltisbrandssýktu kúahræin sem fundust í Hrauns- holti í Garðabæ í síðustu viku eru enn geymd í læstum og vöktuðum gámi. Upphaflega átti að brenna þau í sorpbrennslu Suðurnesja en starfsfólk þar treysti sér ekki til þess. Ekki hefur fundist leið til að farga hræjunum. „Þetta er allt á viðkvæmu stigi, ætli það sé ekki best að þegja bara um þetta,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir. Hann vill ekki gefa upp hvar gámurinn sé né hvernig hægt sé að farga hræjunum. „Við erum að vinna í málinu.“ Sýkt hræ enn geymd í gámi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.