Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.11.2007, Blaðsíða 32
Ég verð að játa það að ég er svolítið eftir á. Ég er aftur- haldssöm með ein- dæmum og tor- tryggin á flest þau hugtök sem hefjast á forskeytinu ný-. Meira að segja nýmjólk. Trú og trygg sjálfri mér hef ég því tuðað út í hið óendanlega um nýmælin Myspace og Facebook og öll þessi vefsamfélög. Þar áður þusaði ég um ofnotkun gsm-síma og ég er ekki frá því að ég hafi verið á móti tölvupósti þegar hann hélt innreið sína í líf mitt. Mér finnst (eða fannst, öllu held- ur) eitthvað bjánalegt við það að eiga öll sín helstu mannlegu sam- skipti með rafrænum máta. Ég sá ekki sjarmann í því að skilja eftir skilaboð á borð við „hæ, gaman að sjá þig, sjáumst“ trekk í trekk á vinasíðum á netinu, í stað þess að hitta manneskjuna og eiga kannski aðeins meira gefandi samræður. En, af er það sem áður var. Í síðustu viku skráði ég mig á Facebook í opinberum erinda- gjörðum, til að geta nálgast undir- skriftalista sem þar er að finna. Yfir daginn helltist svo yfir mig tölvupóstur um að þessi og hinn og þessar hefðu tekið boði mínu um að vera vinir mínir (sem ég var reyndar ekki fullkomlega meðvituð um að ég hefði sent) eða jafnvel sent mér skilaboð. Þetta á ekki bara við almenna vini og kunningja, heldur fólk sem ég hef hvorki séð né heyrt árum saman; samstarfsfélagi frá kaffihúsi á Írlandi, þar sem leiðir okkar lágu saman í nokkra mánuði fyrir mörgum árum, áður en hann sneri aftur heim til Kína; gömul mennta- skólavinkona sem mér hefur reglulega verið hugsað til frá því ég sá hana síðast fyrir sex árum en hafði ekki vísi að hugmynd um hvar væri niður komin. Hún er í Dubai, og hún biður að heilsa mér. Það hefur runnið upp fyrir mér tækniljós. Næsta skref er að læra að svara kveðjunum, og svo ætla ég að prófa eitthvað annað snið- ugt. Nýmjólk kannski. Hún leynir kannski á sér eftir alltsaman. Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Útflutningsrá› b‡›ur hótelum og gistihúsum fljónustu sem felst í a›sto› vi› a› móta marka›sstefnu gagnvart erlendum marka›i. Tilgangur fljónustunnar er sem hér segir: • Sko›a stö›u marka›smála vi›komandi fyrirtækis gagnvart erlendum marka›i og móta tillögur a› marka›sáætlun fyrir fyrirtæki›. • Meta ímynd og yfirbrag› fyrirtækisins gagnvart erlendum marka›i og erlendum vi›skiptavinum. • Móta faglega texta (á fl‡sku) sem nota má í fréttatilkynningar og á vefsíðu. Rá›gjafi í verkefninu er fl‡ski fer›asérfræ›ingurinn og rit- höfundurinn Alexandra Kuidkowski, sem unni› hefur ví›a um heim vi› a› meta hótel og gistihús me› tilliti til fljónustu og a›búna›ar me›al annars fyrir fl‡sk fer›ablö›. Henni og fyrirtækjunum til fulltingis er G. Ágúst Pétursson, vi›skiptará›gjafi. fiátttökukostna›ur er 98.000 kr. Takmarka›ur fjöldi flátttakenda. Skráningu l‡kur mánudaginn 12. nóvember nk. Skráning og nánari uppl‡singar eru hjá Hermanni Ottóssyni, forstö›umanni, hermann@utflutningsrad.is og Ingu Hlín Pálsdóttur, verkefnisstjóra, inga@utflutningsrad.is. Hótel og gistihús P IP A R • S ÍA • 7 21 80 Markaðssetning og kynning erlendis Fyrsta umferð verkefnisins verður dagana 21.-30. nóvember nk. Stefnt er að verklokum fyrir 20. janúar 2008.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.