Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2007, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 12.11.2007, Qupperneq 11
HVAÐ GETA STJÓRNENDUR LÆRT AF FIMMTU SINFÓNÍU BEETHOVENS? Dagskrá: 14:00 Móttaka og veitingar 14:30 Svafa Grönfeldt 15:00 Miha Pogacnik 16:30 Dagskrárlok Verð: 19.800 kr. Nánari upplýsingar og skráning á mannaudur.hr.is/miha MIHA POGACNIK í Salnum, Kópavogi 14/11/2007 MANNAUÐUR er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Landsbankans, Deloitte, Morgunblaðsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Landsbankinn er meginstyrktaraðili verkefnisins. Miha Pogacnik, hinn óviðjafnanlegi fiðlusnillingur og meðlimur í World Economic Forum og Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík bjóða upp á ferðalag tónlistar og skapandi hugsunar. „Miha er einn áhugaverðasti „fyrirlesari“ um stjórnun sem ég hef hlustað á síðustu ár. Með fiðlu og klassíska tónlist að vopni tengir hann saman tvo ólíka heima, listir og viðskipti, og fær þá sem á hlýða til að hugsa á nýjan hátt um dagleg viðfangsefni.“ - Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands 15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is Verkefnum á Mið-Austurlandi hefur fækkað og titringur er á vinnumarkaði. Atvinnuleit er hafin. Ólöf Guðmundsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Austurlandi, segir að meirihluti atvinnuleit- enda sé útlenskur, sérstaklega Pólverjar. Þetta sé fólk sem hafi komið hingað á öðrum forsendum en erlendu verkamennirnir á Kárahnjúkum eða hjá Bechtel. „Við erum farin að fá hér inn atvinnuleit- endur sem eru að missa vinnuna eða sjá fyrir breytingar í vændum á næstu vikum eða mánuðum,“ segir Ólöf. Svæðisvinnumiðlun Austurlands þjónar svæðinu frá Bakkafirði í norðri suður í Öræfi. Ólöf segir að enn sé rífandi atvinna á Mið- Austurlandi en ástandið sé slæmt í jaðar- byggðunum vegna kvótaskerðingarinnar; á Bakkafirði, Vopnafirði, Borgarfirði eystri, Stöðvar- firði, Breiðdalsvík og Djúpavogi. „Þetta eru tiltölulega fámennar byggðir og þær lenda utan við þá vinnu sem hér er að hafa. Íbúar á þessum stöðum geta ekki keyrt á milli á hverjum degi. Það væri helst hægt að vera hér vinnuvikuna og fara heim um helgar en Alcoa hefur til dæmis ekki viljað ráða fólk á þeim forsendum,“ segir hún. „Alcoa miðar við 50-60 kílómetra radíus og vill helst að fólkið búi hér á Mið-Austurlandi þannig að það þýðir bara fólksflutninga og verðlausar eignir á smástöðunum.“ Slæmt ástand í jaðarbyggðum fyrir austan „FÍS er þeirrar skoðun- ar að afnám einokunar verði að ná til alls áfengis, án tillits til styrkleika þess,“ segir í tilkynn- ingu Félags íslenskra stórkaupa- manna (FÍS). Þá segir að takmörkun á frjálsri sölu áfengis muni leiða til kærumála vegna röskunar á samkeppni. FÍS telur jafnframt að aðlögun- artími í frumvarpi um frjálsa sölu á léttvíni og bjór sé of stuttur. Auk þess sé ljóst að lækka þurfi áfengisgjöld, þar sem sérverslunum sé ekki stætt á rekstri með jafn lága álagningu og hefur tíðkast hjá ÁTVR. Að lokum leggur félagið áherslu á að áfengisauglýsingar verði leyfðar með takmörkunum. Lækka þyrfti áfengisgjöld Íris Bettý Alfreðsdóttir, fulltrúi minnihluta H-lista í bæjarstjórn Voga, gagnrýnir ákvörðun meirihluta E- lista um að hækka verð á máltíðum til starfsmanna grunnskólans. Ekki eigi að afnema þessi fríðindi þegar skólastjórnendur berjist við að halda í starfsmenn. Bergur Álfþórsson, fulltrúi meirihlutans, segir gjaldið fyrir máltíðirnar ekki hafa breyst í átta ár. Eftir hækkun- ina sé það samt 60 prósent lægra en kjarasamningur geri ráð fyrir. Heit máltíð kosti frá áramótum 330 krónur í stað um 180 króna. Allir nemendur fái þó ókeypis mat eins og áður. Máltíðir hækka um 80 prósent

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.