Fréttablaðið - 12.11.2007, Síða 17

Fréttablaðið - 12.11.2007, Síða 17
Sandra Hauksdóttir heldur mikið upp á gömul borðstofuhúsgögn sem langafi hennar flutti inn og notaði til æviloka. Sandra hefur nýhafið störf sem fyrirtækjasérfræð- ingur hjá Landsbankanum eftir að hafa starfað sem flugfreyja hjá Icelandair síðustu ár. Það er tiltölulega stutt síðan hún festi kaup á sinni fyrstu íbúð og nýtur hún þess að vera heima hjá sér. „Íbúðin er mjög hlýleg og frá fyrstu tíð hefur mér þótt afar góður andi í henni. Þegar ég keypti hana var hún nýuppgerð þannig að allar innréttingar eru nýjar fyrir utan gamla retró-fataskápa með rennihurðum. Þar sem þetta er mín fyrsta íbúð þá keypti ég mikið nýtt inn í hana og langaði því að hafa eitthvað gamalt með,“ segir Sandra sem þykir mjög vænt um borð- stofuhúsgögn sem henni áskotnuðust frá foreldrun- um. „Borðstofusettið kemur frá langafa mínum sem hét Páll Kristjánsson og var húsasmiður en afi fetaði síðar í fótspor hans og gerðist líka húsasmiður,“ útskýrir Sandra og bætir við: „Borðið er stækkanlegt og það er mjög gaman að halda matarboð og sitja í kringum það. Mér þykir ánægjulegt að hafa svona gömul húsgögn því það gefur sál og persónulegan blæ á heimilið og er ég mjög stolt af þeim,“ segir Sandra sem þykir fallegt að blanda saman gömlu og nýju. „Mér finnst nauðsynlegt að einhverjir hlutir eigi sér forsögu og sál í stað þess að Ikea sé tekið á alla línuna,“ segir Sandra kímin og hefur hún gaman af því þegar fólk spyr um gömlu hlutina. „Stólarnir eru skemmtilega útskornir og með þessu er skenkur sem ég vonast eftir að fá seinna meir. Það væri gaman ef þetta endar allt á sama stað,“ segir Sandra vongóð. En hvernig myndi hún lýsa heimilinu? „Ég hélt mig að mestu við viðinn sem er í húsgögn- unum og lét annað á heimilinu tóna við hann. Ég myndi lýsa heimilinu sem hlýlegu og mildir litir eru áberandi. Ég hef afskaplega gaman af því að dytta að heimilinu þar sem ég er að gera þetta allt í fyrsta skipti og nýt ég þess að vera heima og fá gesti,“ segir Sandra sem líður vel í íbúðinni og er í skýjunum yfir fyrstu kaupunum. Húsgögnin hans langafa í langmestu uppáhaldi P IP A R • S ÍA • 7 20 22 Sími: 525 9900 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is andrúmsloft á fundum Nýtt Sex nýir fundar- og ráðstefnusalir, hver með sinn persónuleika.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.