Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 44
Í dag langar mig aðeins að fjalla um ullarsokka. Það hefur vart farið framhjá nokkrum Íslend- ingi að það er kominn nóvember og því er farið að vera ansi kalt. Meira að segja er stundum svo kalt að á morgnana eru allir pollar frosnir, eða í það minnsta fullir af krapi. Árstíð ullarsokkanna er sem sagt gengin í garð og væntanlega fáir sem fagna því jafn innilega og ég. Ekki aðeins þykir mér þægilegt að ganga í ullarsokkum heldur þykir mér einnig gaman að búa þá til. Sökum smæðar sinnar og meðfæri- leika er sokkur einstaklega hentugt prjónaverkefni. Sokkur í vinnslu getur fylgt skapara sínum hvert á land sem er og er því afar fljótunn- inn, enda tilvalið að bæta við hann einni umferð hér og þar, til dæmis þar sem maður bíður eftir afgreiðslu í banka eða eftir því að komast í tannlæknastólinn. Sokkaprjón er mun uppbyggilegri leið til að stytta sér stundir við bið en að blaða í skítugu biðstofutímariti, það er alveg bókað. Ekki síður er skemmtilegt hvað það eru til margar aðferðir við að prjóna sokka. Ég kýs ávallt, ef ég mögulega fæ því við komið, að byrja á tánni og prjóna upp fótinn. Þessi aðferð hefur marga kosti, ekki síst þann að koma í veg fyrir það að garnið klárist áður en maður er kominn að tánni eða að maður klári ekki garnið og sitji uppi með lítinn afgangshnykil sem maður tímir ekki að henda en notar aldrei í nokk- urn skapaðan hlut. Sokkar sem eru prjónaðir frá tánni og upp verða ein- faldlega eins háir og garnmagnið leyfir. Til er fólk sem kýs að byrja á sokkastroffinu og prjóna sig niður; það um það segi ég nú bara. Að því undanskildu hvað það er frábært að prjóna sokka eru þeir náttúrulega hið mesta þarfaþing. Þeir hafa bjargað ótöldum kynslóð- um frá fótkulda og hælsærum, svo ekki sé minnst á náttúrulega hæfni litríkra sokka til að gleðja augað. Ullarsokkar eru í alla staði framúr- skarandi plögg og ég kýs að taka þeim fagnandi í stað þess að eyða tíma og orku í að kvarta yfir vetrar- kulda. MARKAÐURINN á www.visir alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.