Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 6
WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 VERTU ÞINN EIGINN BÍÓSTJÓRI 16.900- SAROTECH - Flakkari Auðvelt að tengja við sjónvarp Diskur ekki innifalinn Týpa: DVP-370 Flakkarinn er frábær í að horfa á bíómyndir, skoða ljósmyndir og til að hlusta á tónlist Ný lög er varða akst- ur undir áhrifum fíkniefna tóku gildi 1. júní 2006. Þar segir að hver sá sem neytt hafi fíkniefna, eða annarra ávanabindandi efna, sé ófær um að aka bifreið. Á því tímabili hefur lögreglan á Selfossi handtekið 111 ökumenn í umdæminu grunaða um fíkniefna- akstur. 32 ökumenn voru gripnir í fyrra og það sem af er þessu ári eru þeir orðnir 79 talsins, eða næstum átta ökumenn á mánuði sé miðað við fyrstu tíu mánuði árs- ins. Á þessu ári hafa 54 þeirra verið ákærðir en hinir bíða ákæru. Að sögn Þorgríms Óla Sigurðs- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Selfossi, hafa flestir ökumannanna neytt amfeta- míns og kannabisefna og auk þess hefur lögregla handtekið ökumenn sem sest hafa undir stýri á bíl eftir að hafa neytt kókaíns eða alsælu. Hann segir lögreglu leita í bíl við- komandi sé hann grunaður um fíkniefnaakstur en óverulegt magn fíkniefna hafi fundist hing- að til. Þorgrímur segir ökumennina koma hvaðanæva að. „Þetta er bæði fólk héðan af svæðinu og í kring, en margir ökumannanna hafa verið að koma frá borginni skiljanlega,“ segir Þorgrímur. „Við tökum líka oft sama fólkið oftar en einu sinni.“ Öll fíkniefnaakstursmál sem koma inn á borð lögreglu eru tekin til ákærumeðferðar óháð magni sem finnst í blóði hins grunaða, ólíkt því sem gerist í ölvunarakst- urstilfellum en þar ræður magn í blóði hvort ákært er eður ei. Viðurlög við fíkniefnaakstri eru svipting ökuréttinda og sekt, sem fer eftir magninu sem finnst í blóði ákærða, sem og sakarkostn- aður. Í því felst meðal annars að vinna blóðsýni vegna fíkniefna og getur slík rannsókn kostað frá 150 þúsund krónum og upp í 180 þús- und. Til samanburðar er kostnað- urinn við áfengispróf sjö þúsund krónur. Dómar sem fallið hafa að undanförnu í Héraðsdómi Austur- lands varða ökuleyfissviptingu allt frá þremur mánuðum upp í ár, og sektargreiðslum frá hundrað þúsund krónum upp í á þriðja hundrað þúsund króna. Til samanburðar má geta þess að á síðasta ári hafði lögreglan á Selfossi afskipti af 121 ökumanni vegna ölvunaraksturs, en í ár þegar tæpir tveir mánuðir eru eftir af árinu, eru þeir orðnir 127 svo að þar virðist tilfellum fjölga einnig, óverulega þó. Sprenging í fíkni- efnaakstri á Selfossi Fíkniefnaakstur hefur aukist mjög í umdæmi lögreglunnar á Selfossi, frá því að ný lög um fíkniefnaakstur tóku gildi í júní 2006. Flestir aka eftir að hafa neytt amfetamíns en kostnaður við sýnatöku hleypur á tugum þúsunda. Karlmanni í Þorlákshöfn, sem grunaður er um landasölu, var sleppt á fimmtu- dagskvöld eftir yfirheyrslur hjá lögreglunni á Selfossi. Lögreglan gerði í síðustu viku húsleit í íbúðarhúsi í Þorlákshöfn vegna gruns um að þar færi fram landaframleiðsla. Hald var lagt á um 140 lítra af tilbúnum landa, 75 lítra af gambra, sem er ósoðinn landi, svo og tæki til framleiðslu. Útvega varð túlk við yfirheyrsl- urnar þar sem maðurinn er af erlendu bergi brotinn. Þetta er eitt mesta magn af tilbúnum landa sem lögreglan á Selfossi hefur gert upptækt. Er grunaður um landasölu Við erum líka oft að taka sömu einstaklingana oftar en einu sinni. Ætti að skoða endurreisn næturstrætisvagna? Fylgdist þú með Edduverðlaun- unum í gærkvöldi? Talið er að tíu skip hafi sokkið eða strandað á Kerch- sundi og á svæðinu við Svartahaf í miklum veðurofsa í gær. Að minnsta kosti 2.000 tonn af olíu láku út í Kerch-sund þegar rússneskt olíuflutningaskip brotn- aði í tvennt í ölduganginum en öld- urnar náðu átta metra hæð þegar verst lét. Er þetta versta umhverfisslys sem orðið hefur á þessu svæði í mörg ár að sögn yfirvalda. Öllum þrettán skipverjum olíu- flutningaskipsins var bjargað. Átta skipverja er saknað eftir að rússneskt flutningaskip sökk á Kerch-sundi. Öllum skipverjum annars rússnesks flutningaskips var bjargað. Skipin voru saman- lagt að flytja um 6,5 tonn af brenni- steini. Olíuflutningaskipið var með tæplega 4.800 tonn af olíu innan- borðs. Veðurofsinn kom í veg fyrir að hægt væri að byrja að hreinsa upp olíuna úr sjónum í gær og var mikil hætta á því að meiri olía myndi leka út úr skipinu að sögn Olegs Mitvol, yfirmanns umhverf- iseftirlitsins. Sagði hann að það myndi taka „nokkur ár“ að hreinsa upp olíuna. 26 ára gamall Ítali var skotinn til bana í Toscana í gærdag. Lögregluþjónn hugðist leysa upp átök milli áhangenda fótboltaliðanna Lazio og Juventus, sem urðu á áningarstað við þjóðveg í Toscana. Ítalska fréttastofan ANSA greindi frá því að lögregluþjónninn hefði skotið aðvörunarskoti upp í loftið í tilraun til að binda enda á átökin og að talið væri að það skot hefði orðið manninum að bana. Ítalska lögreglan hefur sent út yfirlýsingu þar sem atvikið er harmað. Leik Lazio og Inter Milan, sem átti að fara fram í gær, var frestað vegna dauðsfallsins, en maðurinn var stuðningsmaður Lazio. Öðrum leikjum var frestað um tíu mínútur. Stuðningsmenn Juventus voru hins vegar á leið frá Napólí þar sem liðið hafði leikið gegn Parma. Slagsmál milli fótboltabullna á áningarstöðum við þjóðvegi eru algeng á Ítalíu. Fyrr á þessu ári lést lögreglumaður í óeirðum eftir leik milli Palermo og Catana á Sikiley. Aðdáandi skotinn til bana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.