Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 16
Síðustu daga hefur ýmislegt verið sagt um verslanir Bónuss og matvörumarkaðinn. Upp hafa sprottið sjálfskipaðir álitsgjafar úr öllum hornum samfélagsins, ráðamenn þjóðarinnar hafa gefið út skotleyfi á þá aðila sem á mark- aðnum starfa. Málið hefur verið tekið upp á Alþingi, birt hefur verið nafnlaust bréf í Morgun- blaðinu og nafnlausum viðtölum útvarpað í Ríkisútvarpinu. Því hefur verið haldið fram að blekk- ingum sé beitt í stórum stíl gagn- vart neytendum og Bónus og Krónan viðhafi með sér samráð. Umræðan hefur farið svo víða og svo margt verið afvegaleitt að ekki verður við unað, án þess að reynt sé að spyrna við fótum. Starfsmenn RÚV gerðu verðkönn- un í Bónus og Krónunni. Bónus stóðst það próf. Sama verð í Bónus fyrir húsmæður og fréttakonur. Engu að síður hefur umræðan haldið áfram og talað um að Bónus selji svokallaðan verðkönnunar- kjúkling, þ.e. kjúklingabringur sem faldar séu fyrir neytendum. Er það rétt? Nei, staðreyndin er sú að Bónus hefur selt Bónus-kjúkl- ingabringur fyrir 60 milljónir það sem af er þessu ári og Euro- shopper-kjúklingabringur fyrir 120 milljónir, samtals eru þetta 180 milljónir af þessum svokall- aða verðkönnunarkjúklingi, sam- tals gerir það um 53% af allri kjúklingabringusölu í Bónus. Það hljóta allir sem vilja sjá að það er erfitt að fela vörur fyrir 180 millj- ónir. Þessar staðreyndir lét ég fréttamönnum RÚV í té en þeir höfðu því miður engan áhuga á þeim og klipptu þær út úr viðtali við mig. Þær hafa sennilega ekki hentað þeirri umræðu, sem þeir ásamt öðrum fjölmiðla- mönnum stýra. Fréttamenn RÚV sögðu einnig við mig að um verðsamráð væri að ræða vegna þess að í mörgum tilfellum væri Bónus bara einni krónu ódýrari en samkeppnis- aðilinn. Ég sýndi frétta- mönnunum eintak af breska tímaritinu Groc- er sem kemur út viku- lega í Bretlandi. Í tíma- ritinu eru birtar verðkannanir vikulega og viti menn: Fjórar stærstu keðjurnar í Bretlandi selja helstu matvörur á nákvæm- lega sama verði, alveg upp á pens! Fréttamennirnir sýndu þessari staðreynd engan áhuga, enda hent- aði hún ekki orðræðu augnabliks- ins. Margir stjórnmálamenn hafa tjáð sig um málið. Þannig má nefna að bæði Össur Skarphéðinsson og Pétur Blöndal hafa lýst því opin- berlega að RÚV og aðrir fjölmiðl- ar eigi hrós skilið fyrir umfjöllun- ina um matvörumarkaðinn og nú sé komin fram ástæða þess að matvöruverð á Íslandi sé 60% hærra en í öðrum löndum Evrópu. Þessu héldu þeir fram án þess að blikna úr ræðustól Alþingis. Upp- hrópanirnar voru hefðbundnar; fákeppni, verðsamráð og vita- skuld Baugsdrullusokkarnir. Allt voru þetta hefðbundnar skýring- ar, sem hafa heyrst áður. Það er óumdeilt að matvöruverð er hátt á Íslandi. Ég held hins vegar að menn ættu að hafa í huga þá staðreynd að ef Bónus gæfi alla sína framlegð, hvert einasta pró- sentustig, og seldi matvöru án allrar álagningar, óháð kostnaði verslunarinnar, þá væri matar- karfan samt ca 45-50% dýrari hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Ég gæti best trúað að hæfni í feluleik kæmi sér vel fyrir Pétur Blön- dal, Össur og hinn nýja viðskiptaráðherra þegar kemur að því að svara því hvers vegna það kosti íslenska neytendur (kjósendur) 45-50% meira en nágranna þeirra að kaupa algeng- ar landbúnaðarvörur eins og t.d ferskan kjúkling, nautakjöt, svínakjöt, egg og osta. Skyldi skýringanna nokkuð vera að leita í ofurtollum og innflutningshöft- um? Þessir herrar sem hæst baula hafa ekki þor til þess að segja kjósendum hvað er rétt og hvað er rangt í þessum málum. Gömlu meðulin: Verðsamráð, fákeppni og Baugsdrullusokkarnir eru gulls ígildi og það er sú skýring sem skal koktroðið ofan í þjóðina. Nýskipaður viðskiptaráðherra hefur vart getað leynt hneykslan sinni á aðferðum Bónuss varðandi verðkannanir í verslunum okkar samkeppnisaðila og telur þær mjög óeðlilegar, meira að segja svo óeðli- legar að hann sá ástæðu til þess að fjalla sérstaklega um þær úr ræðu- stól Alþingis. Tvískinnungurinn er ávallt sá sami: Ráðherrann virðist vera búinn að gleyma því að ríkið rekur svokallaða Fríhöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er þar í harðri samkeppni við t.d Bónus nema hvað fríhöfnin greiðir enga skatta eða gjöld af sínum söluvarningi en er þrátt fyrir það í verðsamkeppni við Bónus. Og hvað gerir þessi ríkis- rekna verslun? Hún gerir út verð- könnunarfólk í verslanir Bónuss og kannar mjög reglulega verð á t.d. rakvélum, rakvélarblöðum, sæl- gæti, snyrtivörum og öðrum vörum, sem Fríhöfnin selur. Ég veit til þess að Fríhöfnin hefur kvartað til birgja undan lágu verði á þessum vörum í verslunum Bónuss. Getur verið að ríkið aðhafist það sem þingmenn gagnrýna á Alþingi? Af hverju minnist hann ekki á það á Alþingi, hentar það kannski ekki orðræðu dagsins? Yrði það kannski ekki til vinsælda fallið? Fréttamönnum hefur undanfarna daga verið tíðrætt um svokallaðar blekkingar, sem felast í því að vörur eru hækkaðar seinnipart dags og um helgar. Bónus hefur aldrei gert slíkt í þeim tilgangi að hafa eitthvað af neytendum, álganging Bónuss er lægri um helgar vegna hinna fjölmörgu til- boða. En fjölmiðlar hafa klifa á blekkingum, þ.m.t. RÚV. Skyldu fréttamenn RÚV ekki vita að RÚV hefur hækkað hjá sér auglýsinga- gjaldskrána í desember til margra ára. Af hverju skyldi það vera: Jú aukin eftirspurn eftir auglýsinga- plássi ræður því að verð þarf að hækka útskýra menn á RÚV- bænum án þess að blikna. Af hverju fjalla fréttamenn RÚV ekki um það? Í mínum huga er það svipað og ef Bónus hækkaði verð á Ora- baunum, Ora-rauðkáli, Egils-malti og appelsíni, hangikjötinu og ham- borgarhryggnum í desember vegna aukinnar eftirspurnar, Það gerir Bónus ekki heldur lækka þessar vörur yfirleitt vegna heil- brigðrar samkeppni á markaðn- um. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur oft hneykslast á og nefnt sem dæmi um óeðlilega viðskiptahætti Bón- uss að birgjar séu látnir greiða fyrir staðsetningar í verslunum Bónuss, Það kann að hluta til að vera rétt, en er það ljótara en að selja auglýsingar í Morgunblaðinu þannig að greiða þurfi mun hærra verð fyrir t.d blaðsíðu þrjú en aðrar síður? Bæði RÚV og 365 miðlar selja sínar auglýsingasek- úndur á margfalt hærra verði en t.d. Omega. Ég veit að ritstjóri Morgunblaðsins, Ari Edwald og Páll Magnússon kalla það lögmálið um framboð og eftirspurn, en þegar það á við um Bónus þá tala þessir háu herrar um ægivald. Ég held að rétt sé að rifja upp söguna, hún spannar ekki svo mörg ár. Bónus var einu sinni mjög lítið fyrirtæki og ekkert sérstaklega spennandi fyrir birgja, meira að segja sniðgengu margir birgjar Bónus fyrstu árin. Stofnendur og starfsfólk Bónuss höfðu hins vegar metnað og á meðan þeir unnu hörð- um höndum langan vinnudag alla daga vikunnar. Þá voru samkeppn- isaðilarnir meira svona 9-5 menn og biðu eftir að Bónus færi á haus- inn. Einn góðan veðurdag vöknuðu þeir upp við vondan draum; Bónus var kominn langt fram úr þeim öllum. Hver skyldi vera ábyrgur? Svarið er afskaplega einfalt: Starfs- fólk og viðskiptavinir fyrirtækis- ins sem greiddu fyrirtækinu atkvæði sitt með fótunum. Þeir komu í Bónus því þeir vissu að þar væri hag þeirra best borgið. Þegar ég tók við sem fram- kvæmdastjóri Bónuss fyrir tæpum níu árum fékk ég þrennt í vega- nesti frá fráfarandi framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni: 1) ekki reyna að finna upp hjólið aftur, 2) aldrei að gefa eftir lægsta verðið og 3) skila alltaf til neytenda í landinu hluta af þeim ábata sem næst með betri innkaupum og bættum rekstri. Ef þú fylgir þessu, heldur Bónus áfram að vaxa og dafna. Þetta hefur skilað okkur því sem Bónus stendur fyrir í dag, sama verð um allt land í öllum okkar búðum. Þetta vita neytendur í land- inu og þess vegna koma þeir til okkar. Ég segi það eitt við þig les- andi góður: berðu sjálfur saman verð og verslaðu þar sem þér er best borgið. Höfundur er framkvæmdastjóri Bónuss. Staðreyndir um matvörumarkaðinn Hlutfall fátækra hefur staðið nokkurn veginn í stað í Afríku síðasta aldarfjórðunginn. Tæpur helmingur íbúa álfunnar býr enn við örbirgð. Vont stjórnarfar á víða sök á því að hægt þokast. Ekki hefur tekist að uppræta aldalanga kúgun, sem margar Afríkuþjóðir hafa búið við, enda verður það ekki gert eins og hendi sé veifað. Fólk þarf að læra að lifa við frelsi og stjórnarherrar að átta sig á að farsælast sé að losa um fjötrana. Sú hálfa öld, sem liðin er síðan síðan sjálfstæði fékkst, hefur ekki dugað. Víðast hafa heimamenn fyllt skörð gömlu nýlendu- herranna og sumir hafa hert tökin. Afleiðingin er skortur á menntun og þekkingu á sviðum, sem snúast um líf og dauða. Efnahagsleg stöðnun er af sömu rót. Þróunarsamvinna í Afríku er jafngömul frelsinu frá nýlenduherrunum. Ástandið í álfunni er órækur vitnisburður um, að margar þróunaráætlanir hafa ekki gengið eftir. Og ekki er um það deilt að sumt hefur mistekist þrátt fyrir góðan ásetning. Almenni lærdómurinn er sá, að algildar töfralausnir eru ekki til. Enda tekur þróunarsamvinna dagsins í dag mið af fleiri þáttum en áður tíðkaðist. Þarfir, sem heimamenn hafa skilgreint sjálfir, eru hafðar að leiðarljósi. Mið er tekið af margslungnu umhverfi og þörfum og siðum heimafólks í hverju verkefni. Um leið er leitast við að setja spilltum stjórnvöldum stólinn fyrir dyrnar. Ungu lýðræði, sem nú stendur á brauðfótum í mörgum Afríkuríkjum, má líkja við pólitískar tilraunastofur. Viðfangsefnin eru framandi hjá þjóðum, sem vanist hafa ógnarstjórn og einræði. Mikið ríður á, að stjórnvöldum þessara ríkja sé haldið við efnið. Það reyna þróunarstofnanir að gera. Þær reyna líka að halda almenningi við efnið í von um að fólk læri smám saman að þekkja sinn rétt og öðlast trú á hann. Þetta eru tvær hliðar á sama peningi. Sjálfsagður réttur, sem við búum við í okkar heimshluta, kostaði margar kynslóðir kjark- mikilla forfeðra okkar og formæðra blóð, svita og tár. Kúgunin minnkaði í réttu hlutfalli við upplýs- ingu og menntun á löngum tíma. Sama býst ég við að geti gilt hér í Afríku. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur starfað í Malaví í næstum tvo áratugi. Á þeim tíma hefur starfið tekið stakkaskiptum. Verkefni hafa verið kláruð, til dæmis gerð siglingakorta af Malavívatni og stuðningur við fiskeldiskennslu við landbúnað- arháskóla Malaví, sem nú státar af einni bestu fiskeldisdeild í sunnanverðri Afríku. Þangað sækja verðandi fiskeldisfræðingar úr allri álfunni. Nú byggist starfið í megindráttum á stuðningi við fimm verkefni, sem eru á ábyrgð heimamanna í 110 þúsund manna héraði við Monkey Bay. Þau eru heilsugæsla, fullorðinsfræðsla, bygging og endurnýjun skóla, vatns- hreinlætisverkefni og fiskiverkefni, sem lýtur meðal annars að þróun veiðarfæra. Menntun og upplýsing eru megininntak allra verkefnanna. Óháðir matsmenn yfirfara starfið reglulega og hefur það fengið góðar einkunnir. Vinnan fer ekki fram í tómarúmi. Hún væri að mestu unnin fyrir gýg ef allt færi úr böndum í malavísku samfélagi, sem ekki er hægt að útiloka. Hér eru blikur á lofti í stjórnmálalífinu. Og blikurnar væru skuggalegri ef ekki ætti sér stað reglubundið samstarf mala- vískra stjórnvalda við alþjóðastofnanir og sam- starfssríki. Þar á sér stað óformlegur stjórnarfars- skóli, sem stjórn og stjórnarandstaða í landinu sækja dag hvern. Þannig fer aðhaldið fram í efstu þrepunum. Milljörðum dollara er varið í þróunarstarf í Afríku á ári hverju. Vitaskuld þarf sífellt að hugsa um hvort peningunum sé vel varið. Það er auðvitað gert. Tölur þarf líka að skoða í samhengi. Hvað er há tala og hvað er lág tala? Þessi tala er lág miðað við tæpra 40 ára fyrirheit iðnríkja um heimsins um að verja 0,7 prósent þjóðarframleiðslu sinnar í þróunarsamstarf. Ef auðugar þjóðir hefðu staðið við fyrirheitin væri upphæðin sem rennur nú til þróunarmála margföld. Líklega hefðu framlög undanfarinna þriggja áratuga verið fimmföld í peningum talið. Hver væri staðan þá? Ég kann ekki svarið. Eina sem ég veit er, að staðan væri önnur. Loks er það stóra spurningin: þekkjum við verðugra verkefni en að leita leiða til að uppræta fátækt og hennar fylgifiska – menntunarskort, offjölgun, sjúkdóma, vonleysi, hindurvitni og spillingu? Það er nefnilega verkefnið, að leita leiða. Þær finnast ein af annarri. Höfundur er umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands í Malaví. Há fjárhæð eða lág? Ífótbolta er reglan nokk-urn veginn svona. Ef illa gengur þá segja menn af sér eða eru reknir. Segir þetta okkur í kennarasam- tökunum ekkert? Formað- urinn er sjálfkjörinn hvað eftir annað og trúlega vegna þess að fáir vita af því að framboðs-frestur til formanns var til 1. nóv- ember og virðast félagsmenn illa upplýstir um framboðið eða kanske allir ánægðir. Illa hefur gengið í kjarabaráttu kennara og í síðustu samningum hvatti formaður KÍ (sem er sjálf- kjörinn núna eina ferðina enn) til þess að segja já við samningi vegna hótunar um lög á okkur. Rétt yfir 50% sögðu já. Við vitum öll hvern- ig staðan er, það er flótti og á eftir að verða meiri flótti úr stéttinni. Formaður Félags grunnskóla- kennara er Ólafur Loftsson og hefur hann staðið sig vel fram að þessu. Hann fellur samt í skuggann vegna þess að margir halda að Eiríkur Jónsson sé formaður Félags grunnskólakennara og þess vegna ræða fréttamenn oft við hann en ekki Ólaf. Hvað er að hjá okkur kennurum og öðrum launþegastéttum í land- inu? Getur það verið að forystu- menn sitji alltof lengi vegna þess að launin eru mjög góð hjá þeim og menn verða værukærir og sitja sem fastast? Nýir vendir sópa best segir máltæk- ið, og best væri að skipta út leiðtogum á minnst 6- 8 ára fresti (og á það einnig við um stjórn- málamenn). Þá mega einfaldlega verða verka- skipti, þ.e. varaformað- ur situr þá áfram eða verður til að leiðbeina nýju fólki. Það eru ýmsar leiðir til breytinga. Eins og staðan er í dag virðist enginn leggja í það að bjóða sig fram á móti formanni, eða er það vegna lélegrar kynningar eða ein- faldlega áhugaleysis eða bara allir ánægðir? Kennarar jagast og þrasa sín á milli um stöðuna og hvað gerum við þegar á reynir, látum við heyra í okkur út á við, sendum við börnin heim ef ekki eru kennarar til að kenna? Nei, við reddum málunum og skortur á kennurum er lítið áberandi því við bætum bara á okkur vinnu eða skólastjórar ráða leiðbeinendur. Það er nú líka ekk- ert mál að fá undanþágu frá ráðu- neytinu fyrir þá og eru þetta oft skólakrakkar að ná sér í vasapen- ing. Ungur karlkennari (ekki margir karlar í stéttinni) sem er nýbyrjað- ur að kenna eftir fjögur ár í háskóla sagði eftir fyrstu útborgun nú í haust „Eru launin virkilega svona lág, hvernig á ég að geta borgað af lánunum?“ Hvílík staða. Hvernig skyldi fara í vor þegar semja á við okkur? Ætli þjóðfélagið fari ekki allt á hausinn eins og viðsemjend- ur okkar grenja framan í þjóðina? Foreldrar, ef ekkert verður að gert í launamálum kennara þá vil ég bara vara ykkur við ástandi í skólum á næsta vetri. Höfundur er kennari í Snælands- skóla. Kennarar Hvað er að hjá okkur kennur- um og öðrum launþegastéttum í landinu? Getur það verið að forystumenn sitji alltof lengi vegna þess að launin eru mjög góð hjá þeim og menn verða værukærir og sitja sem fastast?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.