Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 42
Tímaritið Eiðfaxi fagnar 30 ára af-
mæli á árinu en það kom fyrst út
í maí árið 1977. „Af því tilefni var
meðal annars gefið út veglegt afmæl-
isrit í byrjun nóvember þar sem litið
er um öxl og rýnt í gömul mál,“ segir
Trausti Þór Guðmundsson sem tók
við ritstjórn blaðsins fyrir tæpu ári.
„Föstudaginn 16. nóvember næst-
komandi verður síðan uppákoma í
Vetrargarðinum í Smáralind þar sem
Reykvíkingum verður boðið upp á
sýnikennslu um íslenska hestinn og
reiðmennskuna. Þá fer einnig fram
hægatöltskeppni þar sem hægt verð-
ur að fylgjast með hestunum kasta
toppi á hægu tölti í glænýju sam-
hengi, segir ritstjórinn.“
Trausti segir að tímaritið hafi verið
stofnað af nokkrum eldhugum í hesta-
mennsku sem fannst vanta meira fag-
efni um hestamennsku. „Á þeim tíma
sem tímaritið var stofnað var blaðið
Hesturinn okkar gefið út og í því voru
viðtöl við hestamenn ásamt ferðasög-
um svo eitthvað sé nefnt. Stofnendum
Eiðfaxa, þeim Gísla B. Björnssyni,
Pétri Behrens og Sigurjóni Valdi-
marssyni, fannst þó vanta rit sem
væri meira leiðbeinandi um hesta og
hestamennsku,“ segir Trausti.
Hann segir blaðið í fyrstu hafa
verið heimatilbúið og að mestu límt
saman heima í stofu. „Það hefur
síðan vaxið og dafnað með árun-
um og er í dag mjög virt fagtímarit
um Íslandshestamennsku bæði hér-
lendis og erlendis,“ segir Trausti en
blaðið er gefið út á íslensku, ensku
og þýsku.
„Tíu blöð koma út hér á landi á ári
hverju og auk þess eitt blað um stóð-
hesta. Síðan veljum við efni sem við
teljum að henti fyrir erlenda mark-
aðinn, þýðum og gefum út sex blöð á
ensku og sex á þýsku,“ segir Trausti.
Hann segir blaðið sent til áskrifenda
og að það sé lesið af áhugamönnum
um Íslandshesta víða um heim. Hér
heima er blaðið einnig í áskrift en er
auk þess selt í hestavöruverslunum
og á N1 bensínstöðvum.
Fyrir nokkrum árum var vefur-
inn eidfaxi.is stofnaður og eftir það
hefur innihald tímaritsins breyst
töluvert, að sögn Trausta. „Vefur-
inn tekur þetta daglega fréttaamst-
ur, niðurstöður móta og þess háttar
og á meðan getum við einbeitt okkur
meira að hugðarefnum okkar eins og
hestinum og hestamennskunni.
Á vefnum, sem er í mikilli þróun,
höfum við reynt að skapa samfélag
hestamanna og þar er til dæmis öflug-
ur stóðhestavefur og blogg. Við höfum
líka verið að efla blaðið og búið okkur
til ákveðna efnisflokka. Má þar nefna
lífsstílsflokkinn þar sem rætt er við
fólk í hestamennsku og skyggnst inn í
þann lífsstíl sem fylgir.“ Trausti segir
að helstu sóknarfærin séu á erlendum
markaði. „Áhuginn á íslenska hestin-
um er mikill ytra og eru ýmis spenn-
andi útrásarverkefni á teikniborð-
inu.“
„Sá sem veitir mannkyn-
inu fegurð er mikill velgerð-
armaður þess. Sá sem veit-
ir því speki er meiri velgerð-
armaður þess. En sá sem
veitir því hlátur er mestur
velgerðarmaður þess.“
Kirkja vígð að Grund í Eyjafirði
Vefsíða Norðurþings, www.
nordurthing.is, sem er
frétta- og upplýsingaveita
fyrir íbúa Norðurþings,
hafði nú í lok október feng-
ið milljón heimsóknir, en
henni var hleypt af stokkun-
um í júní 2006.
Sveitarfélagið Norður-
þing varð til árið 2006 við
sameiningu Húsavíkurbæj-
ar, Kelduneshrepps, Öxar-
fjarðarhrepps og Raufar-
hafnarhrepps. Heimsóknum
á síðuna hefur fjölgað mikið
á þessu rúma ári sem hún
hefur verið starfrækt og því
til stuðnings má nefna að
fjöldi gesta var að meðaltali
1.200 á mánuði þegar síðan
var þriggja mánaða en það
sem af er árinu 2007 hefur
meðalfjöldi heimsókna verið
tæplega 3.000.
AFMÆLI
Hagþenkir, félag höfunda
fræðirita og námsgagna,
veitir árlega starfsstyrki
til ritstarfa.
Nýlega var úthlutað
styrkjum fyrir árið 2007,
samtals að upphæð sex
milljónir og sjö hundruð
þúsund krónur. Sótt var
um styrki til 44 verkefna
en úthlutað til 21 verkefnis
og nam upphæðin sem sótt
var um tæpum 20 milljón-
um kr. Fjórir starfsstyrk-
ir voru að upphæð 500 þús-
und, fimm voru 400 þúsund,
fjórir námu 300 þúsundum,
sjö námu 200 þúsundum og
einn 100 þúsund krónum.
Í úthlutunarnefndinni
eru Erlingur Hauksson
sjávarlíffræðingur, Guðni
Th. Jóhannesson sagn-
fræðingur og Kristín Unn-
steinsdóttir, uppeldis- og
kennslufræðingur.
Hagþenkir
styrkir ritstörfÁstkær eiginmaður minn, faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Magnús Hannesson
Stephensen
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju, þriðjudaginn 13.
nóvember kl. 13.00.
Vilborg G. Stephensen
Guðrún Stephensen Sigurbjörn Þór Bjarnason
Hannes Stephensen Anika Stephensen
Magnús Stephensen Sigrún Björnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn