Fréttablaðið - 12.11.2007, Page 15

Fréttablaðið - 12.11.2007, Page 15
Sparisjóðurinn styrkir félagasamtök sem vinna starf sem snýr að börnum og unglingum með geðraskanir. Allir landsmenn geta lagt þessu góða málefni lið en Sparisjóðurinn leggur fram 1.000 kr. fyrir hönd hvers viðskiptavinar sem vill láta gott af sér leiða með því að styrkja félag innan söfnunarinnar. Farðu inn á spar.is eða komdu við á næsta afgreiðslustað Sparisjóðsins og gefðu þinn styrk. F í t o n / S Í A Ekki alls fyrir löngu var hjóna-band svartra og hvítra bannað á ýmsum stöðum. Það þótti mikið framfaraskref þegar farið var eftir þeirri kennisetningu að svartir og hvítir væru á allan hátt jafnir, bara aðskildir. Þessi hugs- un er nokkuð seig á ólíkum svið- um mannlífsins – „jöfn en aðskil- in“ – þótt sagan kenni okkur auðvitað að þar sem er aðgrein- ing, þar er ójöfnuður. Hjónaband nútímans byggir á lífssambandi tveggja jafningja sem játa hvor öðrum ást sína og heita trúmennsku. Þessi skilning- ur á hjónabandi er afar nýr í sögulegu samhengi og nánast fjarstæðukennd hugsun hjá meirihluta jarðarbúa enn þann dag í dag. Í hverri umræðunni á fætur annarri er þó talað eins og „hjónabandið“ sé búið að vera eitt algilt og óbreytilegt fyrirbæri um aldir. Ekkert er fjær sanni. Það hjónaband sem við þekkjum í dag væri fullkomlega óhugsandi fyrir 100 árum eða 200, að ekki sé talað um fyrir 2.000 árum. Hjónabandið hefur tekið byltingar- kenndum breyting- um og er óþekkjan- legt frá því sem var. Sem þessar línur eru skrifaðar liggur fyrir Alþingi frum- varp til laga um breytt hjúskaparlög. Breytingin er ein- föld og í samræmi við réttindi og skyld- ur sem nú þegar liggja fyrir í lands- lögum – að kyn para skipti ekki máli þegar þau játa ást sína og skuld- bindingar til hvors annars. Í núgildandi hjúskaparlögum er hvergi minnst á kristilegan til- gang hjúskapar og ekkert í lögun- um mismunar einstökum trúfé- lögum. Í raun eru hjúskaparlögin fáorð um þau grundvallarsjónar- mið sem að baki hjúskap liggja, en í stuttu máli má segja að inn- takið sé þetta: hjúskapur er frjálst samkomulag jafn- ingja um lífssam- band – samkomulag sem auðvelt er að stofna til og tiltölu- lega auðvelt að ljúka (nú til dags). Auk ýmissa efnahags- legra þátta felur þetta samkomulag í sér jafnrétti og sam- stöðu hjóna, að þau sýni hvort öðru trúmennsku. Öllum hlýtur að vera ljóst að hjón geta verið hjón þótt þau séu barnlaus og því fell- ur hin rótgróna hug- mynd um hjónaband sem stofnun æxlunar um sjálfa sig. Nú má deila um það hvort allir sem finna sig í hjónabandi full- nægi þeim sjónarmiðum sem lög kveða á um – um trúmennsku í lífssambandi jafningja. Þar er án efa víða pottur brotinn þótt fáir tali um það sem sérstaka ógnun við hjónaband nútímans. En ef innihald hjónabandsins byggir á þessum gildum þá er ómögulegt að skilja hvernig tveir fullorðnir einstaklingar af sama kyni sem gangast undir þessa skilmála séu að gengisfella hjónabandið eða stríða gegn hinni róttæku nútíma- hugsun hjúskapar sem lífssam- band jafningja. Kærleikanum á væntanlega alltaf að taka fagn- andi, og í sögulegu samhengi er sú lagabreyting sem nú liggur fyrir smávægileg miðað við þær byltingar sem stofnun hjóna- bandsins hefur gengið í gegnum um aldirnar. Þetta er spurning um jafnræði og þetta er líka spurning um mannkærleika í nútímasamfélagi ólíkra fjöl- skyldumynstra. Ég heiti á alþingismenn að fara eftir eigin samvisku í þessu máli – eins og stjórnarskrá lýðveldis- ins gerir ráð fyrir – og láta aðra pólitík lönd og leið. Ef þeir gera það efast ég ekki um að þverpól- itísk samstaða og meirihlutasam- þykkt þingmanna úr öllum flokk- um náist í málinu, íslensku löggjafarsamkundunni til sóma. Höfundur er varaþingmaður VG. Hjónabandið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.