Fréttablaðið - 12.11.2007, Side 54

Fréttablaðið - 12.11.2007, Side 54
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Sjónvarpsmaðurinn Oddur Ástráðsson er nýkominn heim frá Malaví í Afríku þar sem hann dvaldi í sex daga ásamt Einari Árnasyni tökumanni til þess að taka upp efni fyrir Ísland í dag. „Við fórum út á vegum SPRON og Hjálparstarfs kirkjunnar,“ segir Oddur. „Við ferðuðumst meðal annars um hérað sunnarlega í landinu þar sem fátækt er fram úr hófi mikil. Þar heimsóttum við þorp þar sem fólk býr í leirkofum með stráþökum, borðar eina máltíð á dag og þarf að labba langar leiðir til að fá vatn. Þú finnur ekki mikið verra ástand í heiminum.“ Oddur hefur ekki komið áður til Afríku og hann segir Malaví vera ólíkt öllu því sem hann hefur áður upplifað. „Allar þær hugmyndir sem ég hafði um ástandið hafa breyst. Það er eiginlega ekki hægt að segja frá þessu, hver og einn þarf að upplifa fyrir sig. Ég hafði fremur óljósar hugmyndir fyrir komuna til landsins, sá tölur á borð við þær að allt að 30 prósent íbúanna væru með alnæmi, að helmingur þjóðarinnar væri börn undir fimmtán ára aldri og að meðaltekjur á Malava væru innan við hálfur dollari á dag. Maður reynir af fremsta megni að búa til mynd af þessu í höfðinu en það er ekki hægt að líkja því saman við að upplifa það.“ Þegar Oddur er inntur eftir því hvort hann hyggist heimsækja landið aftur er hann snöggur til svars. „Ekki spurning. Þetta er ekki eitthvað sem ég var að gera í fyrsta og síðasta skipti.“ Ólýsanleg upplifun í Afríku „Ég verð í viðtali við BBC í dag, hvenær það verður spilað er hins vegar ekki alveg komið á hreint,“ skrifar Leoncie en hún búin að gefa út nýja geisladisk sem ber hið skemmtilega heiti Pukki Bolly- wood Baby. Diskurinn er stútfull- ur af nýjum slögurum frá indversku prinsesunni og hún hafði ekki mikinn tíma til að ræða útgáfu hans, hafði ákaflega ann- ríkt. Leoncie hefur öðru hvoru skotið upp kollinum og margir muna eflaust eftir því þegar hún birtist eins og skrattinn úr sauða- leggnum í X-factor þætti Simon Cowell og hlaut öllum að óvörum ekki náð fyrir augum dómnefnd- ar. Leoncie býr nú í Bretlandi, nánar tiltekið í Essex ásamt eigin- manni sínum Viktori Albertssyni en hún sagði skilið við Sandgerði eftir nokkur leiðindamál eins og frægt er orðið. Viktor fær að sjálf- sögðu lag á nýja diskinum en Leoncie talar tungum á honum, syngur bæði á Hindi og Konkani auk þess sem nokkur laganna eru á íslensku og að sjálfsögðu ensku. Meðal annarra laga má sjá titla á borð við Engin Prikantur hér þar sem Leoncie syngur um að hún sé eðlileg kona með eðilegar þarfir og Legend Killer. En athyglisverð- asta lagið er án nokkurs vafa Pól- itískar leikbrúður þar sem Leonc- ie lýsir lífinu á Íslandi, þar drekki fólk og drukkni í skuldum og að þar sé rekið hálfgert þrælahald. Diskinn má nálgast á heimasíð- unni cdbaby.com/cd/leoncie5. Leoncie syngur um drykkju og þrælahald „Uppi á Sjónvarpi hlustum við alltaf á Rás 2. Þessa daga er ég ansi upptekin við að mála tónlistarfólk fyrir myndatökur, og þá er vinsælt að hlusta á viðkomandi flytjanda á meðan.” Bandaríska ungstirnið Paul Dano er talinn leiða kapphlaupið um að taka við af Ryan Goosling í næstu kvik- mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi myndarinnar, vildi ekkert tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en getgátur hafa verið uppi um að Dano taki hlutverkið að sér á kvik- myndavefnum imdb.com. Þórir sagð- ist ekkert vilja segja en bæði Goosling og tónlistarmaðurinn Tom Waits hafa sagt sig frá myndinni sökum anna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Dano tekist að tryggja sér hlutverk í nokkr- um bitastæðum kvikmyndum en hann lék til að mynda eitt aðalhlutverkanna í Óskarsverðlaunamyndinni Little Miss Sunshine. Þá er Dano í einu af aðalhlutverkunum í nýjustu kvikmynd Pauls Thomas Anderson þar sem hann leikur á móti Daniel Day Lewis en auk þess hefur honum brugðið fyrir í sjón- varpsþáttaröðinni Sopranos. Þá var hann nýlega ráðinn til að leika í nýj- ustu kvikmynd Spike Jonze en þar verður hann ásamt James Gandolfini og Forest Whitaker. Skúli Malmquist, samstarfsfélagi Þóris í ZikZak, var nýlega í viðtali hjá Norræna sjónvarps-og kvikmynda- sjóðnum og þar upplýsti hann að þekktur bandarískur leikari hefði samþykkt að leika í myndinni sem rennir enn frekari stoðum undir hlut Pauls Dano. Aðrir leikarar í myndinni yrðu hins vegar evrópskir. Einnig lét Skúli þess getið að mikil eftirvænting ríkti í kringum Good Heart enda verð- ur hún fyrsta mynd Dags á ensku. Jafnframt kom fram að myndin myndi kosta rúmar tvö hundruð og tuttugu milljónir íslenskra króna eða 2,6 milljónir evra. Eftir því sem Frétta- blaðið kemst næst kemst Good Heart í hóp dýrustu kvikmynda í íslenskri kvikmyndasögu. Til samanburðar má nefna að Mýrin kostaði einungis 150 milljónir. Skúli nefnir einnig í við- talinu að myndin yrði að mest- um hluta tekin á Íslandi, þar á meðal á hinu gamla vallarsvæði Bandaríkja- hers í Keflavík en einn- ig í stórborginni New York. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.