Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 8
GIRNILEGIR VEISLUBAKKAR MEÐ LITLUM FYRIRVARA 5554 6999 | www.jumbo.is BLANDAÐUR BAKKI 3.580 kr. SAMLOKU- BAKKI 2.890 kr. TORTILLA & PÓLARBRAUÐ 3.480 kr. FONDU SÚKKULAÐIBAKKI 2.950 kr. 32 BITAR 10 MANNS 36 BITAR 36 BITAR Morgunverðarfundur FVH á Grand Hótel, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 8.30-9.30. Stefnumót við leiðtoga William Fall, forstjóri Straums Skrá›u flig strax – takmarka› sætaframbo›! Vinsamlega skrái› flátttöku á vef FVH, www.fvh.is, e›a í síma 551 1317. Ver› með morgunmat kr. 2.000 fyrir félagsmenn FVH og 3.500 fyrir a›ra. William miðlar af viðamikilli reynslu sinni sem stjórnandi í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Hann leiddi m.a. alþjóðlega uppbyggingu eins stærsta banka veraldar, Bank of America. • Hvað skiptir mestu máli við stjórn alþjóðlegra fyrirtækja? • Hvernig er best að taka á menningarmun milli landa? Um William Fall William var forstjóri alþjóðasviðs Bank of America frá árinu 2001. Þar hafði hann yfirumsjón með og bar ábyrgð á allri starfsemi bankans utan Bandaríkjanna, í alls 18 löndum. Áður en hann hóf þar störf vann William fyrir Westpac Banking Corporation og Kleinwort Benson. Fundarstjóri verður Þröstur Olaf Sigurjónsson, formaður FVH. Auglýsingasími – Mest lesið „Fullveldi og sjálfstæði kvenna hefur reynst torsóttara en fullveldi og sjálfstæði þjóðar- innar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra við lok Kynjafræðiþings Rannsókn- arstofu í kvenna- og kynjafræð- um síðustu helgi. Ráðherra hóf síðasta dagskrár- lið þingsins með hugleiðingu um mikilvægi þess að Íslendingar haldi á lofti umræðu um kynja- jafnrétti á alþjóðavettvangi. „Konur annars staðar hafa ekki háð sína fullveldisbaráttu og það er eðlilegt að Ísland tali fyrir kvenfrelsi líkt og það hefur talað fyrir þjóðfrelsi kinnroðalaus.“ Ráðherra sagði jafnframt að Íslendingar hefðu þekkingu og reynslu að miðla á þremur svið- um. Á sviði stjórnun fiskveiða, virkjun endurnýjanlegrar orku og virkjun kvenorkunnar. Jafn- rétti væri því jafnframt auðlind sem Íslendingum bæri að nýta. Fræðimenn við Háskóla Íslands ræddu í kjölfarið hugmyndir ráð- herrans. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur viðraði þá hug- mynd að sett yrði á fót alþjóðlegt fræðasetur um jafnrétti. Ráðherra sagðist ætla að skoða hugmyndina betur og að hún hefði áhuga á að slíkt fræðasetur fjall- aði um aðkomu kvenna að friðar- viðræðum, friðargæslu og upp- byggingu ríkja eftir stríðsátök. Silja Bára Ómarsdóttir stjórn- málafræðingur sagði feminískar kenningar hafa reynst áhrifarík- ar í umfjöllun um hernað. „Ofbeldi gegn einstaklingum er nú viðurkennt sem hluti af hern- aði og er það ein merkasta breyt- ingin sem hefur orðið,“ sagði hún og benti á að til marks um breytta hugmyndafræði liti Atlantshafs- bandalagið nú á sitt helsta hlut- verk við friðargæslu í Afganistan að kenna konum að lesa. Þá var rætt um kröfur stjórn- valda til annarra ríkja og sagði Brynhildur Flóvenz lögfræðingur að skoða þyrfti aðgerðir stjórn- valda á alþjóðavettvangi. Brynhildur sagði hættulegt að ganga inn í hefðir annarra ríkja í alþjóðasamskiptum stæðust þær ekki kröfur stjórnvalda. Þá spurði hún hvernig bregðast eigi við ef opinber nærvera kvenna misbýð- ur þeim sem íslenska ríkið á sam- skipti við. Að lokum nefndi Lilja Móses- dóttir hagfræðingur verðugt rannsóknarefni sem gagnast gæti konum. Mikilvægt væri að skoða fríverslunarsamninga milli ríkja í ljósi ólíkra áhrif á karla og konur. Nefndi hún sem dæmi NAFTA- samninginn milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó, sem hafi komið illa niður á bæði banda- rískum og mexíkóskum konum. Slíkir samningar gætu þó reynst áhrifamiklir í kvenfrelsisbaráttu. Jafnrétti er auðlind Utanríkisráðherra leggur áherslu á kvenfrelsi í alþjóðasamskiptum og telur að Íslendingar hafi þekkingu og reynslu að miðla í virkjun kvenorkunnar. Fjórir fræðimenn við Háskóla Íslands lögðu fram ólíkar hugmyndir að slíkri miðlun. Þátttakendum í orða- leik á netinu á vegum matarað- stoðar Sameinuðu þjóðanna hefur tekist að safna nægum hrísgrjón- um til að fæða fimmtíu þúsund manns í einn dag. Orðaleikurinn nefnist FreeRice og reynir hann á orðaforða þátt- takenda. Fyrir hvert rétt svar í leiknum lætur heimasíðan nægt fé að hendi rakna til að kaupa tíu hrísgrjón. Peningurinn kemur allur frá fyrirtækjum sem aug- lýsa á síðunni. Frá því síðan var stofnuð snemma í október hefur einn milljarður hrísgrjóna safn- ast. „FreeRice sýnir vel hvernig netið getur átt þátt í að vekja fólk til meðvitundar um helsta vanda- mál heimsins,“ sagði Josette Sheeran, yfirmaður mataraðstoð- arinnar. Bætti hún því við að bloggarar ásamt heimasíðunum vinsælu Facebook og YouTube hefðu átt sinn þátt í að vekja athygli á verkefninu. „Þessi síða er algjör markaðssigur,“ sagði hún. Upphafsmaður FreeRice er Bandaríkjamaðurinn John Breen, sem er mikill frumkvöðull í fjár- öflunarstarfsemi á netinu. Netleikur gegn hungursneyð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.