Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 20
Rut Ingólfsdóttir er ein þeirra sem hefur ljósmyndun að ástríðu og sést því oft munda myndavélina. Rut er við Hallgrímskirkju þegar við hittum hana og beinir linsunni ákveðið upp í steinda gluggana. Þegar búið er að mynda hana sjálfa er hún tekin tali í anddyri kirkj- unnar þar sem einmitt hangir lítið plakat eftir hana. „Þessa mynd tók ég á gömlu filmuvélina mína,“ segir hún og er spurð nánar út í vélina. „Það er Canon frá sjöunda áratugnum með fastri 50 milli- metra linsu og er alveg yndisleg. Hentar mjög vel til að taka falleg- ar andlitsmyndir. Vinur minn gaf mér hana og hafði á réttu að standa þegar hann sagði að það væri hollt fyrir mig að fá vél sem ég þyrfti að stilla sjálf til að kynnast samspili ljósops og hraða. Ég keypti svo þessa af honum,“ segir hún og sýnir vélina sem hún er með í höndunum. Hún er Fuji Pro Finep- ix S3 og er stafræn. Rut er frá Akureyri en býr á Suðurnesjum. Þar kveðst hún hafa gengið í ljósmyndafélagið Ljósop og það hafi orðið henni hvatning. Þá hafi hún farið að taka myndir markvisst. Hún lýkur líka lofsorði á ljósmyndakeppni.is sem hún segir sniðugt framtak. En hvenær kviknaði áhugi hennar á ljósmynd- un? „Ég held þetta sé í blóðinu. Mamma hefur alltaf verið að taka myndir og bróðir minn líka. Meira að segja langafi minn var að stilla upp skóm og verkfærum og taka listrænar myndir af þeim.“ Af því þetta er efni á tæknisíðu verðum við að snúa okkur græj- unni sem Rut er með um hálsinn. Hún er mörgum kostum búin. „Ég tek allar myndir í RAW en ekki JPG, opna þær í Photoshop forrit- inu í tölvunni. Það ferli er svipað og ég framkallaði filmu í svart- hvítu og gæti lýst og dekkt svæði. Í staðinn fyrir að gera það í myrkra- herbergi geri ég það í tölvunni. Ég er ekki mikið fyrir að breyta myndunum mínum fram úr hófi.“ Þar sem Rut æfði sig að stilla gömlu vélina eftir birtuskilyrðum og aðstæðum þá notar hún þá þekk- ingu líka á nýju vélina, þó þar sé möguleiki á algerri sjálfvirkni. „Samt svindla ég svolítið og læt vélina oft stilla ljósopið á móti hraðanum sem ég vel og öfugt,“ segir hún og útskýrir það nánar. „Ef ég ætla til dæmis að mynda einhvern að stökkva og ná honum í loftinu þá stilli ég á mikinn hraða en vélin velur ljósopið.“ Flass kveðst Rut yfirleitt bara nota í stúdíómyndatökur en sleppa því ef hún sé að þvælast um. „Ég stilli bara á hærra ISO-gildi ef skuggsýnt er í kringum mig. Þessi vél fer alveg upp í 1600.“ Þegar Rut er í lokin spurð hvað sé svona skemmtilegt við mynda- tökur svarar hún glaðlega. „Ég get ekki teiknað en ljósmyndir eru heppilegur miðill ef mann langar til að tjá sig á öðru en máli. Svo hef ég fiktað við að gera örsögur við myndirnar. Það finnst mér gaman.“ Áhuginn er í blóðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.