Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.11.2007, Blaðsíða 46
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 12 7 7 12 16 14 12 12 16 12 14 MR. WOODCOCK kl. 6 - 8 - 10 ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 6 BALLS OF FURY kl. 8 - 10 12 7 12 16 12 14 LIONS FOR LAMBS kl.6 - 8 - 10 THIS IS ENGLAND kl.6 - 8 - 10 ROUGE ASSASSIN kl. 8 - 10.10 SUPERBAD kl.5.30 - 10.30 GOOD LUCK CHUCK kl.5.40 LIONS FOR LAMBS kl. 5.45 - 8 - 10.15 LIONS FOR LAMBS LÚXUS kl. 5.45 - 8 - 10.15 BALLS OF FURY kl. 4 - 6 - 8 - 10 ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 4 - 6 DARK IS RISING kl. 3.45 - 5.50 THE HEARTBREAK KID kl. 8 - 10.30 RESIDENT EVIL 3 kl. 10.10 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 4 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu MR. WOODCOCK kl. 6 - 8 - 10 ELIZABETH: THE GOLDEN AGE kl. 5.30 - 8 - 10.30 EASTERN PROMISES kl. 8 - 10.20 SYNDIR FEÐRANNA kl. 6 - 10.20 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 ATH: EKKERT HLÉ "Virkilega vönduð!" - Á.J., DV NÝTT Í BÍÓ! TAKTU ÚT REFSINGUNA MEÐ MR. WOODCOCK ENGIN MISKUN! - bara lúxus Sími: 553 2075 MR. WOODCOCK kl. 6, 8 og 10 L ROGUE ASSASSIN kl. 8 og 10.10 16 ÆVINTÝRAEYJA IBBA kl. 6 - 600 kr. L EASTERN PROMISES kl. 5.50, 8 og 10.10 16 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á HÖRKU HASAR Védís Hervör Árnadóttir hefur nú lagt lokahönd á sína aðra sólóplötu sem ber heitið A Beautiful Life - Recovery Project. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Védís áralanga reynslu af söng og lagasmíði. Platan er þegar fáanleg á netsíð- unni tonlist.is en kemur í verslan- ir á morgun. „Hún hefur þó feng- ist í Iðu síðan á föstudaginn en þar hóf ég kynningu á plötunni, flutti lag og áritaði eintök,” segir Védís Hervör sem nýverið gaf út sína aðra sólóplötu. Á sama tíma árit- aði móðir Védísar, Bryndís Guð- mundsdóttir, nýútgefna barnabók sína, svo búast má við léttri sam- keppni mægðnanna í jólasölunni. Útgáfutónleikar verða haldnir í Austurbæ hinn 28. nóvember. „Þetta verður mikil tónlistar- veisla, ég fæ meðal annars aðstoð barnakórs og fyrrverandi kór- systra minna,“ segir Védís og bætir við að í byrjun desember verði aðrir útgáfutónleikar í Lond- on til að fagna útgáfu plötunnar á iTunes vefsvæðinu. „AWAL (Art- ists Without a Label) leituðu eftir samstarfi við mig eftir að hafa heyrt í mér á Airwaves. Ég er mjög ánægð með það samstarf því nýjasta kynslóð tónlistarunnenda sækir frekar tónlist á netið en að kaupa plötu út úr búð.“ A Beautiful Life - Recovery Project er sannarlega barn Védís- ar Hervarar en við gerð plötunn- ar stofnaði hún sitt eigið útgáfu- fyrirtæki sem hún kallar Nymph. Védís semur öll lög og texta á plötunni, og nýtir einnig menntun sína í hljóðblöndun og útsetningu frá Point Blank-skólanum í Lond- on. Platan er því einstaklega vel unnin og einlæg. „Að gera þetta allt saman sjálf er ómetanlegt og meiri heilindi í því. Ég vil ekki bara vera ljóska að gaula, með því að vinna plötuna sjálf fæ ég mun meira út úr þessu,“ segir Védís. Védís Hervör hefur einnig samið lög og texta fyrir aðra söngvara. Af íslenskum söngkon- um má nefna Regínu Ósk, Selmu og Hönsu, en meðal þeirra erlendu er nýtt stúlknaband sem varð til upp úr bresku X-factor keppninn- ar. „Ég sem þó aldrei eftir fyrir- fram mótuðum hugmyndum ann- arra, heldur frá eigin brjósti og söngvarinn afþakkar þá bara ef honum líkar ekki lagið,“ segir Védís Hervör, sem segist ekki hallast fremur að flutningi eða lagasmíði. „Ég hef mikla þörf fyrir að syngja en ef röddin brygðist gæti ég ennþá samið. Þetta er bakland til að treysta á.“ Nóg er framundan hjá Védísi við að kynna plötuna, auk þess sem hún hóf nám í mannfræði við Háskóla Íslands í haust. Á vefsíðu hennar Vedismusic.com eru reglulega nýjar upplýsingar um hvað er næst á döfinni hjá þessari framtakssömu tónlistarkonu. Harry prins og kærasta hans til þriggja ára, Chelsy, eru hætt saman. Þetta fullyrti breska blað- ið News of the World í gær. Sam- kvæmt heimildarmanni blaðsins var Chelsy orðin langþreytt á glaumgosalíferni prinsins og ást hans á Bakkusi sem Harry á ákaf- lega erfitt með að segja nei við á góðri stundu. News of the World greindi frá því að Harry hefði drekkt sorgum sínum á bar í fylgd barmmikillar dökkhærðrar snót- ar á föstudagskvöld eftir að ljóst var að sambandinu væri lokið. Að sögn heimildarmanna hafði Chelsy horft fram hjá daðri Harrys og tíðum ferðum á súlu- staði en þegar hann fór á stefnu- mót með Jonny Wilkinson var henni endanlega nóg boðið, tók upp símann og sleit sambandinu. Breskir fjölmiðlar greindu frá því að Harry hefði misst af 22 ára afmæli Chelsy í síðasta mánuði þegar hann kaus frekar að öskra á landa sína í úrslitaleik heims- meistaramótsins í ruðningi sem fram fór í París. Hann mætti jafn- framt 45 mínútum of seint út á flugvöll til að sækja Chelsy og heimildarmenn News of the World segja Chelsy hafa orðið óham- ingjusamari og óhamingju- samari í sambandinu með hverri vikunni sem leið. Mail on Sunday gerir hins vegar minna úr sambands- slitunum og segir þau einfaldlega komin til af því að Chelsy vilji fá smá tíma fyrir sjálfa sig. Og þetta sé því einungis smá pása. Blaðið veltir því þó fyrir sér hvort Elísabet drottn- ing hafi ekki áhyggjur af því að barnabörnin Harry og Vilhjálmur, séu farnir að taka upp slæma ávana for- eldra sinna og skylduliðs en ást- arlífið í Buckingham á undan- förnum árum hefur þótt minna meira á svæsna suður-ameríska sápuóperu heldur en hegðun hefðarfólks. Mail on Sunday held- ur því fram að Chelsy muni áfram stunda nám sitt í Leeds og Harry ætli að fikra sig upp metorðastig- ann innan breska hersins en News of the World er ekki alveg jafn bjartsýnt og segir líklegt að Chelsy muni snúa aftur heim til Simbabve enda þoli hún ekki veðrið, hún eigi fáa vini og hefur nú glatað hjarta prinsins. Chelsy vildi tíma fyrir sjálfa sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.