Fréttablaðið - 12.11.2007, Side 50

Fréttablaðið - 12.11.2007, Side 50
Enska úrvalsdeildin: Spænska deildin Valur gerði sér lítið fyrir og lagði slóvenska stórliðið Celje Piovarna Lasko að velli í Meistaradeild Evrópu í gær, 29-28. Valsmenn voru með frumkvæðið í leiknum nánast allan leikinn og var sigurinn fyllilega verðskuld- aður. Leikurinn einkenndist af mjög góðum varnarleik og það sást strax á fyrstu mínútu að Valsmenn voru komnir til að selja sig dýrt. Arnór Malmquist skoraði fyrsta markið strax í fyrstu sókn Vals en það tók Celje fjórar og hálfa mín- útu að jafna metin. Lítið var skor- að í byrjun og virkuðu heimamenn taugatrekktir í sóknaraðgerðum sínum en að sama skapi spilaði liðið frábæra vörn. Hægt og rólega unnu Valsmenn bug á stressinu og var greinilegt að stórliði gestanna var brugðið. Celje virtist vera að ná undir- tökunum í leiknum þegar 10 mín- útur voru til leikhlés og staðan var 10-12. Valsmenn bitu þá hressilega frá sér með Elvar Friðriksson sem besta mann og náðu forystunni fyrir leikhlé, 15-14. Valsmenn spiluðu líklega sinn besta handbolta á tímabilinu fyrsta korterið í seinni hálfleik og náðu fjögurra marka forystu, 24- 20 og 25-21. Í stað þess að keyra áfram reyndu Valsmenn að verja forskotið en það kann ekki góðri lukku að stýra. Celje náði að jafna metin, 28-28, þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Ernir Hrafn Arnarsson var fljótur að koma Val aftur yfir. Pálmar Pétursson kom inn í markið þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og varði þrjú dauða- færi og eitt vítakast áður en yfir lauk. Pálmar sá til þess að ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum eftir að hann koma inn á fyrir Ólaf Gíslason sem hafði komið inn á fyrir Pálmar fyrr í leiknum. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var vægast sagt kátur í leiks- lok. „Þetta er stærsti sigur minn sem þjálfari. Ég er mjög stoltur af mínu liði og íslenskum handbolta. Við náðum að hrista aðeins upp í Evrópu með þessum úrslitum og íslenskur handbolti sýndi hvað í honum býr. Þetta var óvæntur sigur en við náðum þeim mark- miðum sem við settum okkur fyrir leikinn. Við ætluðum að halda þeim í 28 mörkum eða minna og halda hraðaupphlaupum þeirra í lágmarki. Við spiluðum góð vörn og skoruðum sjálfir mörg mörk úr hraðaupphlaupum,“ sagði Óskar Bjarni með bros á vör í leikslok. Ef hægt var að finna eitthvað að leik Vals var það að liðinu gekk illa að finna opin færi úr uppstillt- um sóknum. „Sóknin sem slík var ekki slæm þó hún hafi ekki verið eins og hún best getur verið. Það verður að líta til þess að við vorum að spila gegn mjög sterku liði. Við skoruð- um meira úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik en í þeim seinni þegar við hægðum á spilinu. Við horfðum óþarflega mikið á stiga- töfluna í seinni hálfleik og vörðum forskotið í stað þess að byggja á því. Við erum með ungt lið og ættum að keyra á andstæðinga okkar við hvert tækifæri. Það er okkar sterkasta vopn. Valsmenn lögðu fyrrverandi Evrópumeistara Celje Lasko að velli, 29-28, í Vodafone-höllinni í gær. Markvörðurinn Pálmar Pétursson var hetja Vals þegar hann hreinlega lokaði markinu á æsipennandi lokamínútum leiksins. Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildar- innar eftir leikina sex sem fóru fram í gær. Chelsea er nú fimm stigum á eftir United eftir aðeins jafntefli á móti Everton á heima- velli. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Manchester United í fyrri hálfleik í 2-0 sigri á Blackburn. Ronaldo skoraði fyrra markið með skalla eftir hornspyrnu Ryan Giggs en það síðara eftir sendingu frá Carlos Tevez. Þetta var níundi sigur Manchest- er í síðustu 10 leikjum og færir liðinu þriggja stiga forskot á Ars- enal sem á reyndar tvo leiki inni. Þann fyrri leikur liðið strax í kvöld þegar lærisveinar Arsene Wenger sækja Reading heim. „Við erum með gott og ungt lið sem er að þroskast saman og við erum að spila vel. Það er mikið hugrekki í okkar leik og þetta lítur vel út. Við eigum góða möguleika á að vinna eitthvað í vetur,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Man. Utd eftir leikinn. Næstu leikir eru á móti botnliðunum Bolton, Fulham og Derby og því ætti United ekki að tapa mörgum stigum á næst- unni þótt liðið sé án manna eins og Wayne Rooney og Paul Scholes. Tim Cahill tryggði Everton stig á Stamford Bridge með því að jafna leikinn með glæsilegri hjól- hestaspyrnu á 88. mínútu. Didier Drogba hafði komið Chelsea yfir 17 mínútum fyrr. „Þetta var einn af okkar bestu leikjum. Við spiluðum flottan fót- bolta, bjuggum til fullt af færum en þeir skora síðan úr eina færi sínu. Ef við höldum áfram að spila svona þá erum við á réttri leið,“ sagði Avram Grant, stjóri Chel- sea. „Við vorum alltaf inni í þess- um leik og vorum baráttuglaðir og ákveðnir að fá eitthvað út úr þess- um leik. Þetta er það sem Cahill gerir svo vel fyrir okkur,“ sagði David Moyes, stjóri Everton. Tottenham vann sinn fyrsta sigur í þrjá mánuði og þann fyrsta undir stjórn Juande Ramos þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Wigan. Jermaine Jenas (2 mörk) og Aaron Lennon komu Spurs í 3-0 í fyrri hálfleik og eftir það var ljóst í hvert stefndi. Dimitar Berbatov átti stóran þátt í undirbúningi allra markanna. „Þetta var miklu betra. Það er gott að skora fjögur mörk en ekki síður mikilvægt að ná að halda hreinu. Ef við náðum að byggja upp góða vörn þá hef ég ekki áhyggjur af sókninni með menn eins og Berbatov, Keane, Lennon og Jenas í okkar liði,“ sagði Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham, og hann segir Berbatov ekkert að vera á leiðinni frá liðinu. „Hann er orðinn mjög þreyttur á þessum sögusögnum. Við höfum talað um þetta við hann og hann segist vera ánægður og ef hann spilar eins og í dag þá erum við mjög ánægðir líka,“ bætti Poyet við. Skaut United upp í toppsætiðSTÓRSKEMMTILEGRÓMANTÍSK GAMANMYND Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . FRUMSÝND 16. NÓVEMBER! af he nd ir hj á BT S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . SMS LEIKUR SENDU SMS JA WFF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, D VD myndir, varningur tengdur my ndinni og margt fleira! Meistaradeildin í handbolta: Evrópuk. kvenna í handb.: Iceland Express kvenna: Ítalski körfuboltinn Ítalski fótboltinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.